Morgunblaðið - 21.03.2014, Side 84

Morgunblaðið - 21.03.2014, Side 84
84 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Nánd mannsins og staða kynjanna er til umfjöllunar í nýju leikriti eftir Kristínu Marju Baldursdóttur sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í kvöld. Leikritið nefnist Ferjan og segir frá fimm íslenskum konum og þrem- ur körlum sem þurfa að komast til Íslands. Flugsamgöngur liggja niðri sökum eldgoss og neyðast þau því til að sigla heim með ferju. Aðbúnaður kvennanna um borð í ferjunni er heldur lakari en karlanna og kon- urnar ákveða að taka málin í sínar hendur með óvæntum afleiðingum. Tók stökkið Ferjan er fyrsta leikrit Kristínar Marju, sem var valin leikskáld Borgarleikhússins árið 2012. Hún segir að lengi hafi staðið til að semja leikrit. „Ég skrifaði ófá leikrit sem barn og ég man að eitt þeirra var sýnt á skólaskemmtun í Bæjarbíói. Ég hef allar götur síðan haft mikinn áhuga á leikritun en einhvern veginn fóru leikar svo að ég sneri mér að skáld- sögunni,“ segir Kristín. „Ég þóttist ætla að skrifa leikrit samhliða skáldsagnagerð en það gekk náttúrulega aldrei upp. Ég sá mér svo leik á borði þegar Leikfélag Reykjavíkur auglýsti eftir leikskáldi og tók stökkið. Ég var með hugmynd að leikriti og óttaðist að ég myndi breyta henni í skáldsögu ef ég fengi ekki ákveðinn þrýsting að utan. Ég vissi að ef ég væri komin í leikhúsið, myndi ég láta verða af þessu.“ Heillaðist af forminu Aðspurð segir Kristín ferlið sjálft við leikritagerð vera mjög svipað skáldsagnagerð en formið hins veg- ar mjög frábrugðið. „Ég var í fyrstu mjög upptekin af textanum, fannst hann skipta höf- uðmáli, þar til mér var bent á að leikarar þyrftu kannski að hreyfa sig á sviðinu. Ég fékk svo góð ráð hjá leikhúsfólkinu þar að lútandi. Formið er annað, nokkuð flókið, en smám saman fór mér að þykja það afar heillandi. Mig langaði að skrifa verkið inn í ákveðið rými, Litla sviðið minnir mig oft á skip, og ég sat þar löngum stundum og hafði áhyggjur af því hvernig ég ætti að koma leikmunum fyrir, eða allt þar til leikhússtjórinn þáverandi tjáði mér að það væri annað fólk sem ynni það verk. Sem varð úr, auðvitað. Ég er gáttuð á hvað fólk kann fyrir sér. Eins var það með tónlistina, hún olli hugarangri en svo hefur komið í ljós að við erum ekki aðeins með góða tónlist, heldur líka gott tónlistarfólk um borð.“ Leikstjórinn þarf að fá frelsi Kristín segir það ekki hafa verið erfitt að sjá verk sitt í höndum annarra. „Ég fór í gegnum svipað ferli þegar leikrit var gert eftir fyrstu skáldsögu minni Mávahlátri og eins þegar sagan var kvikmynd- uð. Ég gerði mér fulla grein fyrir því að aðrir tækju við og gerðu það sem þeim sýndist. Líkt og þegar myndlistarmaður selur verk, þá ræður hann ekki hvað verður um það. Ég vil helst skipta mér sem minnst af þróun leikritsins, mér finnst að leikstjórinn eigi að fá frelsi til þess að skapa sitt verk og gera gott „leikhús“,“ segir Kristín en leikstjóri verksins er Kristín Ey- steinsdóttir, nýráðinn Borgarleik- hússtjóri. Kristín Marja segir verkið fjalla um fólk sem er á leiðinni heim til Ís- lands, en aðeins sé fært með ferju. „Orðið heima táknar öryggi en þau eru í raun að fara í óöryggið því þarna um borð í ferjunni skynja þau einangrun landsins. Þá vakna til- vistarspurningar, eins og um taugar mannsins til lands síns og það hlut- verk sem hann gegnir hjá þjóð sinni. Gefandi að vera í leikhúsi  Fyrsta leikrit Kristínar Marju Baldursdóttur, Ferj- an, frumsýnt í kvöld Morgunblaðið/Kristinn Skemmtilegt Kristín Marja segir að hún muni sakna tímans í leikhúsinu. Nú hefur hún snúið sér aftur að hefðbundnum ritstörfum, að skrifa skáldsögu. Veggfóðursdagar 20% afsláttur af öllu veggfóðri Tilboðið gildir til 29. mars Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga 11-15 Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi Jonathan Boutefeu, meistaranemi í myndlist við Listaháskóla Íslands, opnar í dag kl. 18 einkasýninguna Don’t wish for it, work for it! í Kaffistofunni, nemendagalleríi myndlistardeildar LHÍ á Hverfis- götu 42. Á sýningunni gefur að líta innsetningu og ljósmyndir og auk þess verður fluttur gjörningur sam- nefndur sýningunni við opnunina. Í verkum sínum fæst Boutefeu við klisjur og staðalímyndir, og beinir athygli áhorfenda að þeirri tilhneigingu fólks í nútíma- samfélagi að tileinka sér staðlaðan smekk, að því er segir í tilkynn- ingu. Í gjörningnum er vakin at- hygli á vaxtarrækt og þeirri staðal- ímynd sem henni fylgir. „Rætur vaxtarræktarmenningar liggja alla leið til klassíska gríska tímabilsins í listasögunni, frá þeim tíma þegar Grikkir gerðu guði sína að mönn- um. Í vaxtarrækt er takmarkið að ná fullkomnun líkt og takmark grísku myndhöggvaranna var í Grikklandi til forna en útkoman getur orðið mun ýktari sem vekur fólk til umhugsunar um muninn sem liggur á milli almennra fegurð- arviðmiða og fegurðarviðmiða jað- armenningarhópa,“ segir meðal annars í tilkynningu. Sýningin er hluti af sýningaröð meistaranema á fyrra ári við mynd- listardeild sem nefnist Kveikju- þræðir og er hún unnin í samstarfi við meistaranámsbraut í listfræði við Háskóla Íslands. Margrét Birna Sveinsdóttir er höfundur þess efnis sem gefið er út í tengslum við sýn- ingu Boutefeu. Sýningin verður op- in 22.-25. mars kl. 14-18. Klisjur Jonathan Boutefeu tekst á við íslenskar klisjur og staðalímyndir. Gjörningur framinn um vaxtarrækt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.