Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.10. 2014 Degi Leifs Eiríkssonar 9. október varfagnað af Amerísk-íslenska við-skiptaráðinu með umræðu um fríversl- unarviðræður Bandaríkjanna og Evrópusam- bandsins (TTIP) sem áður hefur verið minnst á í þessum dálki. Sérstakur ræðumaður á fundi um málið var Tim Benett sem fer fyrir frjálsum fé- lagasamtökum alþjóðafyrirtækja sem hafa höf- uðstöðvar í Bandaríkjunum og Evrópu (Trans- Atlantic Business Council) og eru mjög áfram um að viðræðum um TTIP ljúki með fullgildingu fríverslunarsamnings. Önnur atvinnulífssamtök, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, eru sama sinnis og eftir því sem á líður viðræðurnar og fyrirbærið TTIP er meira kynnt fyrir almenn- ingi fjölgar þeim sem vilja leggjast á árarnar í þeim tilgangi að ná jákvæðri niðurstöðu úr við- ræðunum. Kostir fríverslunarsamnings milli þessara tveggja efnahagsstórvelda eru enda svo augljósir, ekki síst fyrir Evrópu sem glímir nú við efnahagsvanda sem ekki sér fyrir endann á þrátt fyrir sértækar stjórnvaldsaðgerðir í tilefni vandans. Stöðnunin í Evrópu verður ekki rofin öðruvísi en með afléttingu beinna og óbeinna hafta í viðskiptum við lönd utan Evrópu. Það getur hreinlega skilið á milli lífs og dauða lítilla og meðalstórra fyrirtækja ef hægt er að draga úr beinum skrifræðiskostnaði við viðskipti yfir Atlantshafið. TTIP er einmitt ætlað að draga úr skrifræði og tilheyrandi kostnaði. Í þessu ljósi mætti ætla að það væri ekki mikið sem þyrfti að ræða í þessum viðræðum. En þá gleyma menn úrtölumönnunum. Ekki má vanmeta áhrif þeirra. Margir hafa auðvitað beina hagsmuni af því að viðskipti aukist ekki, það er að segja, við- skipti annarra. Sá sem framleiðir skrúfur og sel- ur á tilteknu svæði er ekkert æstur í að skrúfur frá öðrum framleiðendum komi á markaðinn. Hann vill auðvitað ekki segja það beint, slíkt gæti beinlínis gert út af við hann og jafnvel komið honum í fangelsi ef samkeppnisyfirvöld geta mögulega komið því við. Miklu þægilegri leið til að halda öðrum skrúfum frá markaðinum er að gera þær tortryggilegar í augum neyt- enda. Fá jafnvel einhverja löggilta fræðinga með sér lið og halda því fram að skrúfgangurinn sé grunsamlegur því hann sé ekki í samræmi við „það sem við eigum að venjast“. Skrúfum má skipta hér út fyrir ost, kjúkling, stækkunargler, farsíma, vaðstígvél … Neikvæð umræða á þessum nótum mun koma upp hér á landi eins og annars staðar, ef réttar upplýsingar liggja ekki fyrir. Menn þurfa að geta myndað sér skoðun á kostum og göllum TTIP og vera upplýstir um viðræðurnar eins og þeim vindur fram. Fundur AMÍS sem nefndur var í upphafi var liður í þeirri viðleitni. Úrtölumenn allra þjóða * Þótt það blasi við aðaflétting áratugagamalla hafta í viðskiptum milli Evrópu og Bandaríkj- anna sé forsenda hagvaxtar í Evrópu verða úrtöluradd- irnar alltaf háværar. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridurandersen.is Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl kom með örlitla játn- ingu á Facebook-síðu sinni á fimmtudag þegar hann skrifaði: „Ég verð svo mið- ur mín af minni- máttarkennd af að bíða þess að til- kynnt verði um nýjan nóbels- verðlaunahafa að mér gengur ekk- ert að vinna sjálfum. Í dag hefur mér tekist að færa eina málsgrein úr þátíð í nútíð. Jú og minnka á henni letrið. Hún er núna tíu punkta. Það fær enginn nóbels- verðlaun fyrir tíu punkta máls- greinar. Ekki einu sinni þótt þær séu í nútíð.“ Jólabókavertíðin er framundan en matargúrúið Nanna Rögnvaldardóttir hjá Forlaginu deilir því á Facebook hvernig er á starfsstöðvum þessa dagana. „Nýjar bækur streyma hingað úr prentun þessa dagana svo ört að maður hefur ekki und- an að fletta þeim og skoða. En hér á ritstjórninni erum við komin á fullt í útgáfu ársins 2015. Það er af sú tíð þegar handrit bóka sem áttu að fara í jólabókaflóðið voru upp til hópa enn ókomin um þetta leyti árs – eða jafnvel óskrifuð.“ Og annar snillingur í eldhúsinu, Sigurveig Káradóttir, tók til sinna ráða í baráttunni við eig- endur hunda sem þrífa ekki upp skítinn eftir gæludýrin sín. Hún birti mynd á Facebook þar sem hún hafði krítað á stéttina hjá sér: „Hreinsið upp eftir hundinn ykk- ar.“ Og ekki nóg með það heldur hafði hún fest undir stein plast- poka sem eigendur hunda geta nýtt sér ef þeir gleymdu sínum pokum heima. „Sko! Nú ætti þetta ekki að vefjast fyrir neinum. Meira að segja kominn poki og allt, þannig að engar afsakanir lengur. Það er nefnilega ekkert skemmtilegt að byrja vinnudaginn á því að þrífa upp eftir sóða. Fuss- um svei.“ AF NETINU Fyrir fjórum árum gerði Magnús Ingva-son aðstoðarskólameistari FB sér lítiðfyrir og keppti í 28 mismunandi íþróttagreinum í tilefni af fimmtugsafmæli sínu. Afrekið var tekið upp og nú er kominn út klukkustundar langur mynddiskur sem heitir einfaldlega Íþrótta(f)árið. Markmið Magnúsar var að keppa í öllum greinum sem rúmast innan Íþróttasambands Íslands á almanaksárinu 2010 – og það tókst. Um er að ræða ólíkar greinar eins og knatt- spyrnu, skylmingar, skautadans, skotíþróttir, tennis og júdó, svo fátt eitt sé nefnt. Magnús bjó aðeins að kunnáttu í fáum greinanna en reyndi að æfa sig eftir föngum. Þannig fylgdi Morgunblaðið honum á júdóæfingu, þar sem Bjarni Friðriksson, bronsverðlaunahafi frá Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984, kast- aði honum upp um alla veggi. Í samtali við Morgunblaðið undir lok verk- efnisins sagði Magnús: „Ég var tvímælalaust í mestri lífshættu í mótókrossi. Ég var á 450 kúbika hjóli á erfiðustu braut landsins í Þor- lákshöfn. Mikið var búið að róta í brautinni þegar kom að mér og sandurinn náði mér í hné. Það var ekkert grín að festa hjólið með- an aðrir keppendur brunuðu hjá. Ég svitnaði mest í þessari grein.“ Margir komu að gerð myndarinnar en Magnús tilgreinir sérstaklega Sigurð Hannes Ásgeirsson og Bjarna Svan Friðsteinsson sem myndatökumenn og svo Sigurð Hannes sem framleiðanda og einnig sá hann að mestu leyti um klippingu og eftirvinnslu. Tvö hundruð diskar voru framleiddir og verða þeir seldir „áhugasömu“ fólki. Verðið er kr. 2.000 (heimsending innifalin) og tekið er við pöntunum á netfangið min@fb.is. Magnús Ingvason einbeittur í skautadansinum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Heimildarmynd um íþrótta(f)árið Í HEIMILDARMYNDINNI ÍÞRÓTTA(F)ÁRIÐ ER HERMT AF MIKLU ÍÞRÓTTAÆÐI SEM RANN Á MAGNÚS INGVASON AÐSTOÐARSKÓLAMEISTARA FB. Borðtennis lá alveg ágætlega fyrir Magnúsi. Morgunblaðið/Kristinn Vettvangur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.