Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Page 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Page 18
Kristjana Skúladóttir með fákinn í Króatíu. H ópur íslenskra kvenna hjólaði um Króatíu á dögunum og skemmti sér konunglega. „Eyrún Björns- dóttir rekur Hike&Bike, ferða- þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í göngu- og hjólaferðum og hún sá um þessa frábæru ferð þar sem 20 konur fóru saman til Króatíu til þess að njóta lífsins á sjó og landi og um leið hreyfa sig og kanna nýjar slóðir,“ segir Kristjana Skúladóttir í sam- tali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. „Við skvísurnar gistum á bátnum Lindu í tveggja manna káetum höfðum keypt fullt fæði. Báturinn sigldi með okkur milli eyja á Adríahafi og lagðist upp að bryggju í smábæjum þar sem farið var í land til að reyna við hinar ýmsu hjólaleiðir. Við vor- um á hjólunum meginpart dagsins og farið var um fjölbreytt landslag eyjanna, við stungum okkur til sunds í tærum sjónum og einnig var komið við á vín- og ólífuökr- um á leið okkar,“ segir Kristjana. „Hjólastígarnir voru bæði brattir og grýttir og margir hverjir mjög krefjandi. En inni á milli var hjólað á malbiki og léttari leiðum,“ segir hún. „Ferðin heppnaðist með ólíkindum vel, saman voru komnar bráðhressar og skemmtilegar konur og húmorinn var í fyr- irrúmi. Það var mikið hlegið en þegar brekkurnar voru sem brattastar og hæð yfir sjávarmáli orðin yfir 900 metrar fór að kárna gamanið hjá sumum. Gekk ein svo langt að segjast algjörlega hafa misst lífs- viljann og önnur bauð okkur í sína eigin jarðarför! Allar lifðu ferðina þó af; það voru náttúrlega algjörir snillingar þarna með í för.“ Kristjana segir ferðina hafa verið vel heppnaða í alla staði. „Hver og ein gat ákveðið hve mikla áskorun hún vildi hvern dag. Þetta var bara algjör snilld og allar gátu leyst þau verkefni sem þær vildu.“ HJÓLAFERÐ UM KRÓATÍU Frábær upplifun KRISTJANA SKÚLADÓTTIR VAR Í HÓPI KVENNA SEM HJÓLUÐU UM KRÓATÍU OG VAR HIMINLIFANDI. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Hjólastígarnir voru bæði brattir og grýttir og margir hverjir mjög krefjandi. En inni á milli var hjólað á malbiki og léttari leiðum, segir Kristjana. Ferðalög og flakk Ævintýri neðansjávar *Ertu á leið til draumaeyjarinnar Laucala á Fiji? Þá er líklega nóg á kortinuog óhætt að benda á skemmtilega leið til að skoða sig um. Nýverið varbryddað upp á þeirri nýjung að túristar geta virt fyrir sér lífríkið neð-ansjávar úr tveggja manna, rafdrifnum og vistvænum kafbáti og þannig veltsér um með höfrungum og skoðað hvali í návígi. Hægt er að fara niður áallt að 120 metra dýpi í bátnum. Vert er að geta þess að lægsta verð fyrirdvöl á dag á Laucala-eyju, fyrir einn, er 220 þúsund krónur. Gisting og matur eins og hver getur í sig látið innifalinn. En ekki bátsferðin eða annað jafn skemmtilegt sem ku boðið upp á … Í Franska hverfinu í New Orleans er slegið upp veislu á hverju ein- asta kvöldi. Tónlist tekur að óma frá börunum og hljóðfæraleikarar telja í á fjölförnum götuhornum. Mannlífið er skrautlegt, arkitekt- úrinn fagur og ekki þarf mikið tilefni til að skrúðganga bresti á með lúðrasveit í fararbroddi. Maturinn er engum öðrum líkur og eflaust er handfylli af vúdú-galdri blandað út í Gumbo-súpuna. Hingað hafa margir andans jöfrar sótt sér innblástur eins og Tennessee Williams, William Faulkner og Truman Capote. Skemmtanalífið vinnur bug á hvaða ritstíflu sem er og oft dugar líka að ganga niður að Missisippi-fljótinu. Þeir sem vilja eilítið öðruvísi fjör ættu að sigla út á fenjasvæðið og heilsa upp á hvasstennta krókódíla. Kveðja Gerður Kristný skáld. Allra handa tónlist er mjög áberandi í New Orleans, segir Gerður Kristný. Krókódíll á fenjasvæðinu. Handfylli af vúdú-galdri Gerður Kristný í New Orleans. PÓSTKORT F RÁ NEW ORL EANS

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.