Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Qupperneq 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.10. 2014 Matur og drykkir Fylltur kúrbítur með hnetumús og fetaostasósu 2 kúrbítar, skornir í tvennt 2 msk ólífuolía 1 msk sítrónusafi 1 tsk timian ½ tsk salt smá nýmalaður svart- ur pipar Skerið kúrbítinn í tvennt, skafið innan úr honum kjarnann, hrærið saman ol- íu + sítrónusafa + timian + salt + pipar og penslið kúr- bítinn, setjið í ofnskúffu og bakið við 200° í 10 mín. Látið kólna smá stund. Setjið um 4 msk af hnetu- mús oní hvern kúrbít og síðan um 3 msk af feta- sósu. Skreytið með timian- grein og granatepla- kjörnum. Hnetumús: 2 dl soðnar kjúklinga- baunir eða ½ krukka niðursoðnar kjúklinga- baunir ½ paprika, skorin í 2 og sett undir grill í nokkr- ar mínútur (hægt að nota 1 dl grillaða papr- iku úr krukku) 2 dl ristaðar hnetur, hægt að nota kasjú, hesli, möndlur, pekan. 4 sólþurrkaðir tómatar 2 hvítlauksrif, smátt söxuð 2 msk nýpressaður lím- ónusafi 2 ½ msk zathar 1 msk smátt saxaður ferskur chilli pipar eða ½ tsk chilli duft 1 tsk salt Allt sett í matvinnsluvél og maukað saman. Fetaostasósa: 2 dl lífræn jógúrt 1 dl fetaostur 2 msk zathar smá salt og nýmalaður svartur pipar skraut: 3-4 timiangreinar 1 dl granateplakjarnar Stappið fetaostinn og hrærið öllu saman. Skraut: Skreytið hvert eggaldin með 1 timiangrein og 1msk af granatepla- kjörnum. K úrbíturinn er núna að ganga svolítið í gegnum endurnýjun lífdaga. Það góða við kúrbítinn er að hann er bragðlítill, þéttur í sér, heldur forminu og er ótrúlega skemmtilegt hráefni,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla á Gló en hún hefur verið dugleg að elda allskyns rétti úr kúrbít und- anfarin misseri. Grikkir kalla kúrbít heimskt grænmeti. Það kemur til vegna þess að kúrbítur hef- ur í raun ekki sitt eigið bragð. Gulrót er með gulrótarbragð, blómkál er með blóm- kálsbragð og svo framvegis en með kúrbít þarf að koma bragðinu í hann. Það myndi enginn gera kúrbítssúpu til dæmis því það væri ekkert bragð – bara heitt vatn. Sá er þetta skrifar prófaði að gera kúrbítspitsuna hennar Sollu – sem sló í gegn bæði hjá frúnni og börnunum. „Í pitsunni er kúrbítur notaður í staðinn fyrir mjölið. Hann er bragðlítill og grætur mikið eins og ég kalla það. Það þarf því að kreista all- an safann úr þegar pitsan er gerð. Þegar vökvinn er farinn úr kúrbít þá ertu kominn með hráefni sem sýgur í sig annað bragð – svolítið eins og svampur. Svo þegar hann er bakaður hegðar hann sér eins og spelt eða hveiti,“ segir hún. Lítillátur en samt svo stór Solla sparar ekki lýsingarorðin þegar hún er spurð að því hverjir séu helstu kostir kúrbíts. „Kúrbíturinn er demanturinn í grænmetishillunni. Lítillátur en samt svo stór. Það er ofsalega gaman að fólk sé að kveikja á perunni með kúrbít. Fólk er líka farið að þora meira. Það er ekki lengur bara béarnaise-sósa með naut- inu. Nú er allt í lagi að bera fram hráfæðispestó eða kúrbítsnúðlur með nautafillé.“ Það er ekki komið að tómum kofunum þegar Solla, sem hefur verið kosin besti hráfæðiskokkur heims tvisvar sinnum, er spurð að því hvað er hægt að gera með kúrbít. „Ég get verið með skrælara með tönnum og gert pasta úr honum. Ég get sett hann í sneiðar og notað í staðinn fyrir lasagne-blöð, það er hægt að nota hann í pitsuna og svona mætti lengi telja. Hann er dásamlegt hráefni.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg KÚRBÍT ER HÆGT AÐ NOTA Á ÓTAL VEGU Bragðlausi demanturinn KÚRBÍTUR EÐA ZUCCHINI ER AÐ GANGA Í GEGNUM ENDURNÝJUN LÍFDAGA SEGIR SÓLVEIG EIRÍKSDÓTTIR. KÚRBÍTUR SÉ DÁSAMLEGT HRÁEFNI SEM DREKKI Í SIG ANNAÐ BRAGÐ ENDA HAFI HANN EKKI SITT EIGIÐ, SEM HÆGT SÉ AÐ TALA UM. GRIKKIR KALLA KÚRBÍT HEIMSKT GRÆNMETI VEGNA BRAGÐLEYSISINS. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Sólveig Eiríksdóttir segir að það sé dásamlegt að landinn sé að kveikja á kúrbít í matargerð. Morgunblaðið/Golli  Á vefsíðunni heilsutorg.is kemur fram að kúrbítur sé einn af auðveldustu í grænmetisfjöl- skyldunni að melta. Hann sé fullur af A, C og B vítamínum ásamt steinefnum eins og járni, zinki, kalíum og magnesíum. Þá sé hann hár í trefjum og inniheldur afar fáar kaloríur. Hann er ríkur af fjöl-fenól andoxunarefnum sem eru nauðsynleg til að verja líkamann gegn öldrun, veikindum og alvarlegum sjúkdómum, innihaldi kalíum sem er mikilvægt fyrir frumur líkamans og þá er líka phytonutrients að finna í kúrbít sem eru mikilvæg fyrir heilbrigði blöðruhálskirtils. Kúrbítur er einnig góður í baráttunni við háþrýstingi, æðakölkun, sykursýki, bjúg, heila og mænusigg og maga og ristilkrabbamein. 1 lag kúrbítssneiðar 2 lag spínat, velt upp úr grænu pestói 3 lag avókadósneiðar 4 lag kúrbítssneiðar 5 lag rauð pestósósa 6 lag tómatar ofan á: hrár parmesan + ólífur 1 lag: 1-2 kúrbítar, skornir í 2 mm sneiðar á mandol- íni eða með ostaskera 2 lag: 50 g spínat grænt pestó: ½ búnt basil 25 g klettasalat 25 g heslihnetur, lagðar í bleyti í ½ klst 25 g kasjúhnetur, lagðar í bleyti í ½ klst. 1 msk. næringarger 1 hvítlauksrif smá sjávarsalt 1 msk. sítrónusafi ½-¾ dl góð lífræn olía Byrjið að setja allt nema ólífuolíuna í matvinnsluvél eða mortel og maukið/ merjið, setjið í skál og hrær- ið ólífuolíunni út í og klárið að blanda saman. Veltið spínatinu upp úr pestóinu. 3 lag 2 avókadó, afhýdd og skorin í sneiðar 4 lag sama og 1 lag 5 lag rauð pestósósa: 15 sólþurrkaðir tóm- atar, lagðir í bleyti í 2 klst. 2 tómatar ¼ rauðlaukur, smátt saxaður ½ dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti 3 döðlur, smátt saxaður 3 hvítlauksrif, pressuð 3 msk. ferskt basil 2 tsk. oregano 1 tsk. smátt saxaður rauður chili ½ dl vatn 1 tsk. salt Allt sett í matvinnsluvél eða kraftmikinn blandara 6 lag 5 tómatar, skornir í þunnar sneiðar 7 lag 20 svartar ólífur, stein- hreinsaðar og skornar í tvennt Aðferð: Þekið botn á fer- köntuðu fati með kúrbíts- sneiðum, setjið næst lag af spínati ofan á sem búið er að velta upp úr grænu pestói, raðið avókadó- sneiðum ofan á spínatið, raðið kúrbítssneiðum ofan á avókadóið, smyrjið rauðu pestói ofan á kúrbítinn, raðið tómatsneiðum ofan á rauða pestóið og endið með að strá næringargeri ofan á tómatana og skreyt- ið með góðum svörtum ólífum. RAW Lasagna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.