Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Side 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Side 38
H vort sem er verið að hlusta á bassadrunur í hiphoppi, diskant í svartmálmi eða sæta strengi strengjakvar- tetts skipta heyrnartól miklu máli þegar kemur að því að skila tónlist inn í eyru,“ sagði Árni Matthías- son í grein sinni í síðustu viku um þráðlaus heyrnartól sem hann var að prófa. Til að njóta tónlistar þarf að hafa góð heyrnartól og þar eru flokkarnir nokkrir þegar kemur að því að velja. Einn flokkurinn er heyrnartól sem fara inn í eyrun, annar flokkur er við eyrun og svo er sá þriðji sem fer utan yfir. Svo eru til þráðlaus, og tölvuheyrnartól, en þau hafa yfirleitt míkrófón. Fæst á öllum verðbilum Gífurlegt úrval er af heyrnartólum á mark- aðnum í dag og kosta þau frá rúmlega þús- und krónum og upp í 60 þúsund. Þau allra dýrustu kosta svo enn meira, allt að 100 þúsund krónum. Með tónlistarveitum eins og Ipod eða snjallsímum fylgja oftar en ekki heyrnartól sem duga yfirleitt alveg ágætlega en sumir vilja fegra hljóm- inn og þá er gott að vita hverju á að leita að því það getur verið töluvert erfitt að finna góð heyrnartól sem henta hverjum og einum. Auglýsing fyrir ein heyrnartól hljóðar svo; Öflug heyrnartól með 40 mm driver, tíðnisvið: 20Hz - 20kHz, 53 Ohm, Næmni dB/mW, dB/V: 107, 1,2 m kapall. Þyngd: 200 grömm, lit- ur: Svört. Ekki eru allir sem vita hvað allar þessar tölur þýða, nema kannski þyngd- in og liturinn og því fór Sunnudagsblaðið á stúfana og kannaði hvað allt þetta þýddi. * Driver eða hátalarinn: Flest heyrnartól eru með 40 mm driver. Sum stærri, sum minni. Þetta er hátalarinn sjálfur. Því stærri driver því meiri kraftur. * Ohm eða viðnám:Þetta þýðir hversu góð leiðni er í snúrunum. Því lægri leiðni í snúrunni þeim mun betra hljóði skilar heyrnartólin úr MP3 spilurum eða símum sem hafa ekki góða magnara. Yamaha Professional eru til dæmis með 23 Ohm en flest heyrnartól eru með 32 Ohm. * HZ eða Hertz: Flestir horfa í þessar tölur þegar velja á sér heyrnartól. Mörg heyrnartól eru með tölurnar 20- 20.000 HZ. Lægri talan þýðir bassinn og hærri talan er há- tíðnihljóðið. Því minni sem fyrri talan er þeim mun dýpri bassi er í hljóðinu. Sennheiser Momentum til dæmis er með 16 - 24.000 HZ sem þýðir meiri breidd í hljóðinu. * DB eða desíbel: Hvað heyrnartólin skila miklum hávaða í eyrun. Hægt er að tala um hættulegan hávaða þegar hljóðstyrkur er í kringum 85 dB eða hærri í átta klukkutíma samfleytt samkvæmt doktor.is. Flest heyrnartól eru með hæsta styrk yfir 100 db. Sennheiser HD429 er með 110 db, Philips SHL3200 DJ skilar 107 en til eru sérstök barnaheyrnartól sem fara ekki yfir 85 db. Tölurnar bak við hljóðið HVAÐ ÞÝÐIR 40 MM DRIVER, 20.000 HZ OG ANN- AÐ ÁLÍKA TÆKNIMÁL ÞEGAR KEMUR AÐ ÞVÍ AÐ VELJA HEYRNATÓL. SUNNUDAGSBLAÐIÐ SKOÐAÐI TÖLURNAR Á BAK VIÐ HLJÓMINN. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Bose On Ear2 Kosta 32.900 krónur. Fást í Nýherja, nett en öflug og skila mjög góðum hljómgæðum. 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.10. 2014 Græjur og tækni Nóbelsverðlaun í flugvél Norsku hjónin May Britt og Edvard Moser ásamt John O’Keefe fengu í vikunni Nóbels- verðlaunin í læknisfræði. Þegar þeim var tilkynnt um verðlaunin var Edvard Moser í flugvél á leið frá Osló til München og brá honum heldur í brún þegar hann lenti og fékk nokkuð aðrar móttökur en hann átti von á, kampavín og blóm- vönd og tilkynningu um Nóbelsverðlaun. Ef lyklar heimilisins týnast þá þarf að smíða nýja. Flestir fara á þartil- gerð verkstæði og smíða eftirherm- ur af lyklunum. Nú er komið fyr- irtæki á netinu sem kallast keysduplicated.com og eina sem þarf að gera, til að smíða eftirhermulykil, er að taka mynd af lyklinum og senda myndina á vef- inn. Nokkrum dögum síðar kemur svo lykillinn í pósti og er verðið sex dollarar. Sendingarkostnaður bætist svo við. Vefsíðan sendir um allan heim – meðal annars hingað til lands. Þetta hefur eðlilega vakið spurn- ingar um aðgengi þjófa að heimilum fólks – hvort innbrot séu í raun óþörf. Snjallir þjófar taki bara myndir af lyklum fólks og sendi á vefsíðuna. Fái lyklana heim að dyr- um, bíði eftir að íbúar fari til vinnu og láti þá greipar sópa. Morgunþátturinn USA Today prófaði þessa nýju tækni og starfs- fólkið tók mynd af lykli Jeff Rossen, eins af morgunfréttariturum þátt- arins, og sendi á síðuna. Nokkrum dögum síðar barst lykillinn og var hægt að opna dyrnar heima hjá Rossen án nokkurra vandræða. Tækni sem gefur þjófum forskot KEYSDUPLICATED.COM ER NÝ VEFSÍÐA SEM SMÍÐAR LYKLA AÐ HEIMILUM FÓLKS EFTIR MYNDUM SEM HLAÐ- IÐ ER UPP Á VEFSÍÐUNA. Nú spyrja tæknibloggarar og fleiri hvort vefsíðan keysduplicated.com gefi þjófum forskot. Morgunblaðið/Eggert Ódýrt: Google Maps Fæst í: Google play store og Apple Store Verð: 0 krónur Aðeins um: Ótrúlega nákvæmt og getur bjargað ólíklegasta fólki í að rata um stræti og torg stór- borga. Miðlungs: Garmin HUD - Head Up Display Fæst í: Garmin búðinni Verð: 26.900 krónur Aðeins um: Varpar aksturs- leiðbeiningum á framrúðuna og veitir upplýsingar um komutíma. Dýrt: Garmin Nuvi 2577LT Fæst í: Elko Verð: 57.995 krónur Aðeins um: Fimm tommu snerti- skjár, umferðartilkynningar og Garmin-vina raddleiðsögn. ÓDÝRT, MIÐLUNGS, DÝRT GPS bílatæki JBL Kosta 9.990 krónur. Fást í Sjónvarps- miðstöðinni. Gerð fyrir íþróttanotkun og eru rakavarin. Beats Studio Kosta 64.995 krónur. Fást í Elko. Létt og þægileg heyrnartól með góð hljóðgæði og bassa.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.