Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Qupperneq 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Qupperneq 47
tekist myndi hann, með skírskotun til þess sigurs, berjast fyrir áframhaldandi veru Breta í ESB. Ekki var mikill veigur í þeim kröfum sem David Cameron kynnti að hann myndi gera á hendur Brusselvaldinu, en þó einhver. En þegar helstu for- ystumenn þar á bæ höfðu vísað því öllu út í hafsauga, og með hæðnisglósum að auki, skar forsætisráð- herrann allt það sem var þó bitastætt út úr kröfugerð sinni. Lítill vafi er á því, að svikin varðandi Lissabonsátt- málann og þessir síðustu tilburðir hafa ýtt undir það, að ýmsir gamlir kjósendur Íhaldsflokksins hafa hall- að sér að UKIP. Nokkrir þingmenn flokksins einnig söðlað um og í vikunni var einn þeirra endurkjörinn, en nú sem þingmaður UKIP og það með miklum yf- irburðum. Íhaldsflokkurinn hrundi í kjördæminu. Í aukakosningum í öðru bresku kjördæmi sama dag munaði sáralitlu að frambjóðandi UKIP felldi fram- bjóðanda Verkamannaflokksins. Það kjördæmi hefur verið eitt allra öruggasta vígi Verkamannaflokksins til þessa. Og þar sem Verka- mannaflokkurinn er í stjórnarandstöðu er útkoman hrikaleg fyrir hann, þótt hann hafi rétt marið að halda þingsætinu. Væri hlutfallskerfi við lýði í Bretlandi væri líklegt að UKIP yrði litlu minni en „stóru“ flokkarnir í næstu þingkosningum. Það sýndi sig í Evrópuþings- kosningunum. En vegna einmenningskjördæma mun flokkurinn aðeins fá fáa þingmenn kjörna. David Cameron reyn- ir nú að hræða hefðbundna kjósendur Íhaldsflokksins til að snúa heim. Hann segir aftur og aftur að úrslitin í vikunni sýni að kjósi íhaldsmenn UKIP í næstu kosningum fái þeir Ed Miliband sem forsætisráð- herra. Allra skelfir En UKIP er raunar farinn að höggva drjúgt í fylgi flokks Milibands. Það er vegna þess að UKIP hefur látið innflytjendamál til sín taka upp á síðkastið. Stóru flokkarnir hafa haldið í það reipið að það stang- aðist á við pólitískan rétttrúnað að taka það mál á dagskrá. Það væri almenn samstaða á meðal siðaðra stjórnmálaflokka að láta bæri eins og það mál væri ekki til. Skandinavískir rétttrúnaðarmenn hafa um nokkra hríð ríghaldið í að um þessi mál mætti ekkert heyrast, ekki mætti gjóa augum á þá mynd sem blasti við og allra mest væri bannað að ræða það sem menn mættu alls ekki sjá eða heyra. Allir sjá í hverju Skandinavarnir rétttrúuðu eru smám saman að lenda. Og breski Verkamannaflokkurinn er á brún þessa sama hengiflugs núna. Því að það eru hefðbundnir kjósendur hans sem eru að kjósa UKIP vegna þess- ara málefna. Og það sem er enn sérkennilegra er að kannanir gefa vísbendingu um að önnur kynslóð inn- flytjenda í Bretlandi sé drjúgur hluti þessara kjós- enda UKIP! Á að býtta, hvað um Boris? Vegna þessarar stöðu eru uppi vangaveltur um það í Verkamannaflokknum, hvort Ed Miliband flokks- formaður verði ekki að víkja fyrir öðrum, sem allra fyrst. Í Íhaldsflokknum gæla menn við það, að Boris Johnson, borgarstjóri í London, geti tekið við af Cameron, þótt ekki verði það úr þessu fyrir kosning- arnar í maí. Borgarstjórinn lætur eins og hann sé ekkert að flýta sér. Boris, sem er í senn fjölhæfur og næsta óútreiknanlegur, hefur nýlega lagt lokahönd á nýja bók um Winston Churchill, en senn eru 50 ár frá dauða hans. Boris kemst að þeirri niðurstöðu að smár vöxtur Churchills hafi í raun verið rótin að stærð hans sem stjórnmálamanns. Hann hafi sem sagt, eins og fleiri, þjáðst af „lágra- mannaheilkenninu“. Winston Leonard Specher Churchill, maðurinn með þetta stóra nafn og fæddur í glæsilegustu höll Bretlands, Blenheim, hafi þrátt fyr- ir allt þetta verið tæpir 173 sentimetrar á hæð, þegar hann var hæstur, og sennilega aðeins um 168 senti- metrar þegar hann var á hátindi sinna valda. Til þessa sama heilkennis er sagt að megi rekja marga yfirgangs- og mikilmennskubrjálæðismenn, svo sem eins og Mússólíni (168), Stalín (163), Napóleon (168) og Hitler (173). Boris Johnson (sem sjálfur minnir ekki á körfuboltamann) fullyrðir að Churchill hafi verið sannfærður um að sjálfur væri hann mestur maður í breska heimsveldinu og þar sem það væri mest þá um leið mesti maður í heimi og reyndar mesti maður í heimssögunni. En það sem hafi bjargað honum frá því að sturlast úr þessu sjálfsáliti hafi verið að hann var svo hjarta- góður maður. Þannig hafi dóttursonur Churchills, sir Nicholas Soames þingmaður, sagt Boris af því atviki þegar hreingerningakona, á heimleið úr vinnu í ráðuneyt- inu, hafi fundið í göturæsinu möppu merkta sem „ALGERT TRÚNAÐARMÁL“. Konan hafi fengið son sinn til að fara með möppuna þegar í stað niður í varnarmálaráðuneyti, þar sem hann heimtaði að fá að hitta einhvern háttsettan hernaðarfulltrúa og afhenti honum möppuna. Mappan var opnuð og reyndist innihalda hernaðar- áætlun um bardaga við Anzio (strandborg 50 kíló- metrum sunnan Rómar). Þegar Churchill var sagt frá hreingerningakonunni næsta dag vöknaði honum um augu. „Henni skal veita DBE-orðuna (Dame Comm- ander of the British Empire),“ sagði hann við sína embættismenn. Og skúringakonan fékk vissulega orðu á næsta af- mælisdegi kóngsins, en aðeins þó MBE (Most Excel- lent Order of the British Empire). „En nú skal ég segja þér,“ sagði sir Nicholas við Boris, „að þegar afi varð að láta af embætti (eftir kosningarnar) 1945 skil- aði hann af sér (samkvæmt hefð) brottfarartillögum um veitingu heiðursviðurkenninga. Númer fimm á þeim lista var hreingerningakonan úr varnarmála- ráðuneytinu og hún skyldi fá DBE.“ Það stendur steinn yfir steini Ekki er endilega ástæða til að gleypa við kenningunni um fyrrnefnt heilkenni fremur en um sum önnur slík. Þeir De Gaulle, Lincoln og Lyndon Johnson voru longintesar miklir og þjáðust þó ekki af minnimátt- arkennd fyrir vikið. Hins vegar má í þessu sambandi tilfæra orð sjálf- menntaðs sérfræðings í mannkyninu, sem soltinn og klæðlaus, yrkjandi í Alþýðublaðið, sagði svo þetta: Ég var úrkastsins táknræna mynd, ég var mannfélagssorinn, og mér var hvarvetna synjandi vísað á braut, en þrjóskan sem lágvöxnum manni í blóðið er borin, kom bágindum mínum til hjálpar ef allt um þraut. Það var sem sagt ekki mikilmennskubrjálæði held- ur þrjóskan, sem stafar af því heilkenni að ekki séu allir menn risar. Í mörg hundruð ár voru Íslendingar litlir karlar, fæddir á Baulu, en ekki Blenheim, og þess vegna varla sjáanlegir af þeim sem einokuðu þá eða börðu á Brimarhólmi. Og þá varð það þrjóskan sem reyndist beittasta vopnið. Það mætti kannski koma þeim upplýsingum til Bor- isar borgarstjóra, að allt sem vita þarf um þetta heil- kenni, sem hann var að veifa þar syðra, var hér nyrðra fyrir löngu höggvið í Stein. Morgunblaðið/Golli Trúnaðarmál og þó einkum rétt- trúnaðarmál leka út í veður og vind 12.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.