Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Qupperneq 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Qupperneq 54
Í þessari bók er safn uppá- haldsmynda frá Íslandi,“ seg- ir svissneski ljósmyndarinn Marco Paoluzzo um nýjustu bók sína, Iceland – My Zen Garden and Other Stories. Þetta er fjórða bók hans um Ísland, sú þriðja með svarthvítum myndum; bók í stóru broti, fagurlega hönnuð og prentuð. Paoluzzo kom fyrst til Íslands ár- ið 1991 og hefur síðan snúið aftur á nánast hverju ári; hann kemur ásamt eiginkonu sinni með Nor- rænu, á stórum trukki, á ólíkum árstímum og þau aka um í nokkrar vikur í hvert sinn, og hann tekur ljósmyndir af náttúru og stöðum sem vekja áhuga hans. Paoluzzo vann lengi sem auglýsinga- og iðn- aðarljósmyndari en síðan hann gaf út fyrstu bókina um Ísland, fyrir tveimur áratugum, hefur hann eink- um sinnt persónulegri ferða- ljósmyndun. Hann hefur meðal ann- ars einnig sent frá sér bækur um Færeyjar, Bandaríkin og Kína. Af hverju valdi hann þessar ljós- myndir í nýju bókina; annars vegar formhreinar ljósmyndir af náttúru þar sem svartir sandar, vatn, hraun og ís eru áberandi, og hins vegar fólk og mannvirki? „Þegar maður setur saman bók á alltaf eitthvert val sér stað,“ segir ljósmyndarinn. „Ég vinn einn að verkinu, vel myndirnar, hanna bók- ina sjálfur og þegar opnurnar og flæðið er komið í jafnvægi þá er ég sáttur.“ Paoluzzo hefur eytt afar miklum tíma hér á liðnum áratugum; má sjá í bókinni hvar hann kýs helst að dvelja? „Í rauninni á ég nokkra uppá- haldsstaði,“ segir hann og brosir. „Það eru staðir þar sem allt er svart! Svartir staðir. Ég dái Suður- land milli Víkur og Dyrhólaeyjar, eins Mælifellssand og svæðið kving- um Landmannalaugar og Veiðivötn. Þetta eru svartir staðir.“ – Hvers vegna laðastu svona að svörtum stöðum? „Ég á erfitt með að útskýra það. Kannski vegna þess að þeir líta svo vel út í svarthvítu.“ Hann hlær. „Þeir eru dulúðugri en margir aðrir. Þessir staðir tala sterkar til mín en aðrir.“ Hleður batteríin á Íslandi – Þú hefur bæði ljósmyndað í lit og svarthvítu hér á landi, og gefið út bækur með hvoru tveggja, en þetta er svarthvítt úrval. „Ég tók samtímis litmyndir og svarthvítar hér til svona 2008 en þegar stafræna öldin tók yfir að fullu, kaus ég að láta litinn eiga sig. Þá var enginn spenntur fyrir að kaupa litmyndir af mér lengur, þá ákvað ég að einbeita mér að því sem ég kann best að meta – mér finnst svarthvítt áhugaverðara.“ – Hvers vegna hefur þú snúið hingað, aftur og aftur? „Því er erfitt að svara,“ segir hann hikandi. „Hér er ég ekki heima hjá mér, en mér líður vel hér. Heilt ár án Íslands er ekki gott fyr- ir heilsu mína. Ég verð að koma til að hlaða batteríin, það er ein ástæð- an. Önnur er einfaldlega sú að hér bíða mín alltaf nýjar myndir að taka og ég er alltaf ánægður með þær. Enn finnst mér ekki að ég sé bú- inn að afgreiða Ísland. Kannski er ég hættur að gera bækur um landið. Ég býst ekki við því að mér takist aftur að finna út- gefanda sem er viljugur til að gefa út nýja Íslandsbók í svarthvítu. En ég kann að meta landið, ég er ánægður með myndirnar og því sný ég aftur. Mér líður vel hér, ég er mikið úti við, sem ég næ ekki að gera annars staðar, ég tek það ró- lega, les bækur. Ég á mér annars konar líf hér en annars staðar.“ – Þú ert samt mikið á ferðalög- um. „Ég hef ekki hætt að fara til ann- arra landa.“ Gráðugir Íslendingar – Hverjar eru mestu breytingarnar sem þú hefur upplifað á Íslandi á þessum tveimur áratugum? „Því er fljótsvarað,“ segir hann. „Nú kemur ein milljón ferðamanna hingað! Það hefur breytt gríðar- Land fyrir svarthvítan ljósmyndara „FERÐAMENN ERU VITASKULD GÓÐIR FYRIR ÍSLAND, ÞJÓÐIN ÞURFTI Á ÞEIM AÐ HALDA TIL AÐ KOMA SÉR ÚT ÚR KREPPUNNI. EN ÞIÐ GETIÐ VALIÐ, ÞIÐ ÞURFIÐ EKKI AÐ EYÐILEGGJA ALLT BARA TIL ÞESS AÐ FÁ FERÐAMENN,“ SEGIR SVISSNESKI LJÓSMYNDARINN MARCO PAOLUZZO. HANN VAR AÐ SENDA FRÁ SÉR FJÓRÐU BÓKINA UM ÍSAND OG HEFUR FERÐAST HÉR UM Í NOKKRAR VIKUR Á HVERJU ÁRI Í TVO ÁRATUGI. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Ég fer alltaf á sömu staðina að mynda. Líklega gæti ég gert heila bók með myndum sem ég hef tekið við Dyrhólaey og Vík,“ segir Marco Paoluzzo. Morgunblaðið/Einar Falur Bláa lónið, 2009. Kreppa við Herðubreið, 2006. 54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.10. 2014 Menning
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.