Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.11.2013, Qupperneq 116

Fréttablaðið - 30.11.2013, Qupperneq 116
30. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | BÆKUR 76 Verðlaunabókin Ósjálfrátt tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Auk Illsku er Ósjálfrátt eftir Auði Jónsdóttur tilnefnd til Bókmennta- verðlauna Norðurlanda- ráðs af Íslands hálfu. Bókin hlaut feikigóðar viðtökur þegar hún kom út í fyrra og hreppti Fjöruverðlaunin það árið. Gagnrýn end ur og lesendur héldu vart vatni og Hallgrímur Helgason kvað upp úr á Facebook: „Ein skemmtilegasta lesning síðustu ára. […] Love this book.“ Máni og fullveldið Vegna tengsla söguhetjunnar Mána Steins í bók Sjóns, Mánasteinn– drengurinn sem aldrei var til, við fullveldistökuna 1918 verður efnt til bjóðs í Þjóðmenningarhúsinu á morgun. Þar mun Sjón lesa úr bókinni, sýnd verður kvikmynd sem tengist efni hennar og tónlistarfólk skemmtir gestum. Gamlinginn í bíó Ólæsinginn sem kunni að reikna gengur afar vel á metsölulistum og vermir tvö efstu sætin á lista þýddra skáldverka. Mynd byggð á Gamlingj- anum sem stökk út um gluggann, eftir sama höfund, með Robert Gustavsson í aðalhlutverki er jólamyndin í Svíþjóð þetta árið. Sambíóin hafa tryggt sér sýningarrétt- inn á myndinni og verður hún sýnd hér á landi á nýju ári. Gamlinginn rann út eins og heitar lummur á síðasta ári og búast má við að mikill spenningur sé fyrir myndinni. HVERJIR VERÐA TIL- NEFNDIR? Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverð- launanna verða tilkynntar á morgun. Flestir telja að Sjón og Jón Kalman verði tilnefndir í flokki fagurbókmennta. Við bíðum spennt. Maður fékk náttúru-lega að vita þetta fyrir mörgum mán-uðum og er búinn að vera að springa yfir að geta ekki grobb- að mig af þessu,“ segir Eiríkur Örn Norðdahl, spurður hvort tilnefning- in hafi komið honum á óvart. „Það þarf að láta þýða bækurnar á eitt- hvert Norðurlandamálanna áður en hægt er að tilnefna þær.“ Illska hefur nú verið þýdd á dönsku, af Nönnu Kalkar, til að vera gjaldgeng til verðlaunanna en útgáfurétturinn hefur verið seldur til Frakklands, Þýskalands og Sví- þjóðar en ekki Danmerkur. „Nú er ég bara með þýðingu á dönsku en engan útgefanda þar,“ segir Eirík- ur og hlær. „En vonandi er hægt að plata einhvern danskan útgefanda til að gefa hana út nú þegar hann getur lesið hana.“ Heldurðu að þú getir nokkurn tíma skrifað aðra bók eftir þessa fádæma velgengni Illsku? „Ætli það nokkuð,“ segir Eiríkur og glottir. „Ég sest kannski bara í helgan stein og reyni að lifa á því sem Illska halar inn. En í alvöru talað þá var svo mikið verk að skrifa þessa blessuðu bók að þegar ég settist niður til að fara að gera eitthvað annað þá spruttu upp í hausnum á mér átta eða níu bækur samtímis. Ég er eitthvað byrjaður að skrifa í flestum þeirra þannig að heilinn er á mörgum mismunandi stöðum og ég veit ekkert hvar hann endar. Það er auðvitað engin glóra að vera að skrifa margar sögur í einu og geng- ur ekki neitt, en það fer vonandi að skýrast hver þeirra verður ofan á. En þetta helgast nú meira af því hversu erfitt var að skrifa Illskuna en viðtökunum.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is BÆKUR ★★★ ★★ Blindhríð Sindri Freysson SÖGUR ÚTGÁFA Veðurþulurinn Stefán, aðalpersóna nýjustu skáldsögu Sindra Freysson- ar, Blindhríð, er ósköp venjulegur náungi. Myndarlegur og kemur vel fyrir og hefur í krafti þeirra eigin- leika valist til að spá um veðrið á sjónvarpsstöðinni Stöðinni, þótt minna fari fyrir menntun hans í veðurfræði eða dýpri þekkingu á veðurkerfum heimsins. Í einkalíf- inu er Stefán tilþrifalítill, blautur um helgar og einhleypur. Í raun og veru er líf hans ekkert sérstaklega í frásögur færandi – þar til hin enska Viola kemur til sögunnar. Viola tekur Stefán á löpp eftir að þau eru samferða í flugvél frá Lond- on og þau eyða saman nótt á flug- vallarhóteli í Keflavík. Eftir það ævintýri heldur Stefán sig lausan allra mála þótt eftir standi raun- ar samviskubit yfir hegðun hans í hótelrúminu. En þetta er aðeins upphafið að sögu Stefáns og Violu. Fljótlega fara Stefáni að berast tölvupóstar og sms frá Violu og áður en hann veit af hefur sambandið milli þeirra snúist upp í hreinrækt- aðar netofsóknir. Viola er, næstum frá upphafi, fullkominn og mjög fær eltihrellir. Hún sér við öllum undanbrögðum Stefáns, er ótrúlega klár á tölvur, þannig að það dugar Stefáni skammt að skipta um tölvu- póstföng eða loka símanúmerum. Smám saman holast líf Stefáns að innan, hann missir sjálfur tökin og Violu tekst með klækjum að klekkja á bæði honum sjálfum og fólki í kringum hann með hörmulegum afleiðingum. Bréf Violu eru töluverður hluti bókarinnar og þau eru bæði sann- færandi og hrollvekjandi. Bréfin eru kynósa, uppfull af fantasíum um kynlíf Violu, hún veltir sér og Stefáni upp úr ævintýrum sínum með ólíkum körlum af ýmsum þjóðernum milli þess sem hún ber á hann ýmsar sakir eða játar honum ást sína og óendanlega kyn- ferðislega þrá. Þráhyggja Violu er vel útmáluð í sögunni og afleiðing- arnar sömuleiðis: varnarleysi Stef- áns verður smám saman fullkom- ið, hann er algerlega á valdi Violu og örvæntingin vex hröðum skref- um þar til hann sér enga leið aðra en að myrða kvalara sinn. Sagan hefst á undirbún- ingi þessa morðs og form henn- ar bítur í skottið á sér. Undir lok sögunnar fylgjum við Stefáni þar sem hann ætlar að gera alvöru úr fyrirætlun sinni. Blindhríð er sálfræðitryllir, í sögunni byggist upp innri spenna um sálarlíf og sálarheill Stef- áns en líka um niðurstöðuna af ofsóknum Violu og viðbrögð Stefáns. Bókin er vel skrifuð og bréf Violu eru sann- færandi í brjálæði sínu, en þau verða ansi mörg og endurtekningasöm. Að einhverju leyti er þetta nauðsynlegt til að vekja með lesandanum tilfinn- ingu fyrir því hversu yfir- þyrmandi og langvarandi ofsóknirnar eru, en þau verða ansi tilbreytinga- snauð og endurtekninga- söm til lengdar. Það er erf- itt að halda jafnvægi milli raunsæis og spennu í sögu af þessu tagi og stundum verður raunsæið yfirþyrm- andi á kostnað spennunnar. Jón Yngvi Jóhannsson NIÐURSTAÐA: Vel skrifaður og spunninn sálfræðitryllir sem líður þó stundum fyrir endurtekningar og nákvæma útmálun á þráhyggju annarrar aðalpersónunnar. Erótískur eltihrellir Sest kannski í helgan stein Illska eftir Eirík Örn Norðdahl er önnur tveggja bóka sem í gær voru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs á næsta ári. Illska hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í fyrra og velgengni hennar hefur orðið til þess að Eiríkur hefur verið á stöðugu flakki milli bókmenntahátíða um allan heim. Hann segist vera með átta eða níu skáldsögur í hausnum. ILLSKA Eiríkur hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Illsku fyrr á þessu ári og nú hefur hún verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Önnur ástæða þess að Eiríki hefur ekki gefist mikið tóm til að komast í gang með næstu skáld- sögu er að hann hefur verið á flakki milli bókmenntahátíða um allan heim. „Ég hef verið heima hjá mér samtals tíu daga síðan í júlí,“ segir hann. „Það hefur sprottið upp svo mikið af bókmenntahátíðum og einhver verður að sinna þeim, ekki satt? Þetta fer að slaga upp í túr hjá góðum tónlistarmanni, en nú er ég á leið heim á Ísafjörð til að leggj- ast undir feld, hugsa, sofa og hvíla mig.“ Ljóðabókin Hnefi eða vitstola orð kom út í haust og Eiríkur hefur einnig verið að lesa upp úr henni hér og þar auk þess að vera skóla- skáld sem heimsækir grunnskóla til að fræða börnin um skáldskap. Hann segist meðal annars segja krökkunum hvers vegna hann byrj- aði að reyna að skrifa sögur sjö ára gamall. „Fyrsta tilraunin sem ég man eftir er þegar systir mín, fimm árum eldri en ég, var búin að skrifa sögu sem hún las fyrir mig á gaml- árskvöld. Sagan inspíreraði mig til að reyna að skrifa sjálfur þótt ég rétt kynni að draga til stafs. Og síðan hef ég bara ekki getað hætt.“ FÆRT TIL BÓKAR !
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.