Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Side 6

Skessuhorn - 18.12.2013, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Nefndin þakkar fyrir sig VESTURLAND: „Hjartans þakkir til fyrirtækja, félaga og annarra velunnara sem lögðu til styrki til Mæðrastyrks- nefndar Vesturlands fyrir þessi jól. Án ykkar stuðnings hefði þetta ekki verið mögulegt. Óskum ykkur og skjólstæð- ingum okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Kær kveðja frá stjórn Mæðrastyrk- nefndar Vesturlands,“ segir í tilkynningu. Verkefnastjóri í mannréttinda- málum AKRANES: Á fundi bæjar- ráðs Akraness 12. desember sl. var samþykkt að ráða Önnu Láru Steindal núverandi fram- kvæmdastjóra Rauða krossins á Akranesi sem verkefnisstjóra mannréttindamála hjá Akranes- kaupstað. Um er að ræða ráðn- ingu til níu mánaða. Anna Lára mun fylgja eftir verkefnum sem Rauði krossinn á Akranesi hef- ur sinnt fyrir Akraneskaup- stað en Rauði krossinn hyggst draga verulega úr starfseminni á næsta ári og leggja áherslu á kjarnastarfsemi Rauða kross- ins, s.s. sjálfboðastörf. Í tilkynn- ingu frá Akraneskaupstað segir að bærinn og Rauði krossinn á Akranesi hafi átt í farsælu sam- starfi um árabil. Hafi RKÍ sinnt ýmsum samfélagsverkefnum fyrir kaupstaðinn, meðal ann- ars þjónustu við innflytjendur. Anna Lára Steindal hefur verið framkvæmdastjóri Rauða kross- ins á Akranesi síðastliðin 7 ár. –þá Félag eldri borg- arar flytja í Búbót SNÆFELLSBÆR: Félag eldri borgara í Snæfellsbæ tók í notkun nýtt húsnæði á dög- unum og hefur það fengið nafnið Búbót. Húsnæðið fékk félagið afhent í vor og síðan hefur verið unnið að stand- setningu þess. Í Búbót, sem er á Snoppuvegi í Ólafsvík, mun starfsemi félagsins verða og er ætlunin að þar verði opið á þriðjudögum og fimmtudög- um klukkan 13-16. Þá ætla félagsmenn að koma saman og vinna að áhugamálum sín- um. Á opnunardeginum komu margir gestir til að skoða hús- næðið og þiggja veitingar, auk þess þeir skoðuðu margt fall- egra muna sem leynast í hill- unum. Það er því aldrei að vita hvað hægt er að fá í Búbót ef kíkt er í heimsókn til þessa hressa og glaða félagsskapar sem greinilega er margt til lista lagt. –þa Kirkjuhvoll fær nýtt hlutverk AKRANES: Á fundi bæjar- ráðs Akraneskaupstaðar 11. desember sl. var samþykkt að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Skagaferðir ehf. um leigu á hinu sögufræga húsi, Kirkjuhvoli. Skagaferðir ehf. er í eigu þeirra Elinbergs Sveinssonar, Hafdísar Bergs- dóttur og Hildar Björnsdótt- ur. Fyrirtækið hyggst reka gistiaðstöðu í Kirkjuhvoli og kaffihús auk þess að vera með menningartengda viðburði í húsinu. –mm Hafna lóða- beiðni um sjálfs- afgreiðslustöð AKRANES: Á fundi bæj- arráðs Akraness á dögun- um var tekið fyrir erindi Atl- antsolíu dags. 2. desember sl. þar sem óskað er eftir lóð við Kalmansbraut fyrir sjálfsaf- greiðslustöð. Bæjarráð hafn- aði á fundinum beiðni Atl- antsolíu um umrædda lóð en fól framkvæmdastjóra um- hverfis- og framkvæmdasviðs að finna hentuga lóð í sam- ræmi við skipulag, fyrir starf- semi af þessu tagi. Atlantsolía hefur sem kunnugt er ítrek- að sótt um lóð á Akranesi, en ekki hefur ennþá fundist lóð fyrir fyrirtækið. –þá Síminn leitar eftir endursöluaðila GRUNDARFJ: Síminn leit- ar nú að endursöluaðila í Grundarfirði þar sem Hrann- arbúðinni hefur verið lokað eftir 45 ára verslunarrekst- ur. Verslunina ráku hjónin Gunnar Kristjánsson og Jó- hanna H. Halldórsdóttir og höfðu gert um áratugi. Sig- urður Svansson, viðskipta- stjóri endursölusamstarfs hjá Símanum, segir unnið að því að finna nýjan endursölu- aðila Símans í bænum. „Þetta er stór staður og miðsvæðis á Snæfellsnesi og því finnst okk- ur mikilvægt að halda þjón- ustunni í Grundarfirði,“ segir Sigurður. Þar til samið hefur verið við nýjan þjónustuaðila bendir hann á þjónustu Sím- ans bæði í Ólafsvík og Stykk- ishólmi, hjá VÍS í Ólafsvík og Bókaverzlun Breiðafjarðar í Stykkishólmi. Samhliða því að auglýsa eftir endursölu- aðilum fyrir Síminn vill fyr- irtækið þakka þeim Jóhönnu og Gunnari fyrir gott og far- sælt samstarf í gegnum árin. –mm Fimmtudaginn 12. desember kom stjórn Menningarsjóðsins Fegurri byggðir saman til fundar á Hótel Hellissandi. Sjóður þessi varð til þegar Landsbankinn yfirtók eign- ir og starfsemi Sparisjóðs Hellis- sands. Þá var varasjóði sparisjóðs- ins ráðstafað til stofnunar sjóðs- ins. Markmið menningarsjóðsins er að veita styrki til framfara- og menningarmála á því svæði sem áður var Neshreppur utan Ennis. Fyrsta verkefni hans var að kosta og koma upp listaverkinu Skip- inu eftir Jón Gunnar Árnason við Klettsbúð á Hellissandi vestan við bæjarskrifstofuhús Snæfellsbæj- ar. Til þess verkefnis fór megin- hluti þeirra peninga sem sjóðurinn réði yfir. Stjórn sjóðsins hefur val- ið þá leið að veita viðurkenningu fyrir mikilsverð störf unnin í þágu samfélagsins. Slíkar viðurkenning- ar hafa verið veittar tvö undanfar- in ár. Fyrrnefndur fundur var svo haldinn til að veita viðurkenning- ar í þriðja skiptið. Auk þeirra sem heiðra skildi voru boðnir til fund- arins fyrri viðurkenningarhafar. Boðið var upp á góðar veitingar og þeirra notið og jafnframt spjallað um stöðu Menningarsjóðsins Feg- urri byggðir, hvernig mætti efla sjóðinn og styrkja. Minningarkort sjóðsins eru til afgreiðslu í Lands- bankanum í Ólafsvík. Að loknu góðu spjalli afhenti Þórhalla Baldursdóttir formaður stjórnar Menningarsjóðsins Feg- urri byggðir, þeim Kay Wiggs og Ómari Lúðvíkssyni viðukenning- arskjal: Kay fyrir áratuga starf við tónlistarkennslu og kórstjórn og Ómari fyrir stuðning við þá starf- semi með þökk fyrir óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins. Þá af- henti Þórhalla einnig Reyni Ingi- bjartssyni viðurkenningarskjal fyr- ir áhuga hans á góðri kynningu og gerð og útgáfu landa- og göngu- korta af Snæfellsnesi. -fréttatilkynning Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra hef- ur að höfðu samráði við ríkisstjórn- ina ákveðið að heimila hvalveið- ar fram til 2018. Heimildin miðast við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar hverju sinni næstu fimm árin. Sam- kvæmt ráðgjöf Hafró fyrir næsta ár verður leyfilegt að veiða 229 hrefn- ur á landgrunnssvæði og 154 lang- reyðar. Ákvörðunin er í samræmi við stefnu stjórnvalda um sjálfbæra nýtingu lifandi auðlinda hafsins og með hliðsjón af ályktun Alþingis um hvalveiðar frá 10. mars 1999. Samkvæmt niðurstöðum nýlegra hvalatalninga þá er um 20.000 lang- reyðar og að minnsta kosti 30.000 hrefnur að finna á stofnsvæðun- um við Íslandsstrendur. Ráðgjöf Hafró er minna en 1% af stofn- stærð beggja tegunda og vel innan þeirra marka sem almennt er mið- að við að tryggi sjálfbærar veiðar úr hvalastofnum. Báðar hvalateg- undirnar sem Íslendingar nýta eru á válista Alþjóðlegu náttúruvernd- arsamtakanna (IUCN). hlh Hvalveiðar verða heimilar næstu fimm árin Stjórnarfólk í menningarsjóðnum og handhafar viðurkenninga úr honum. F.v. Skúli Alexandersson, Þórhalla Baldursdóttir, Kay Wiggs, Ómar Lúðvíksson, Reynir Ingibjartsson og Lydia Rafnsdóttir. Hlutu viðurkenningar úr Menningar- sjóðnum Fegurri byggðir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.