Skessuhorn - 18.12.2013, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013
Óskum viðskiptavinum okkar
og landsmönnum öllum gleðilegra
jóla og farsældar á nýju ári með
þökk fyrir góðar móttökur á árinu
sem er að líða
Sendum viðskiptavinum okkar og velunnurum í
gegnum árin okkar bestu jóla og nýjárskveðjur
Dalbraut 16 • Akranesi • sími 431 2157 • brautin@braut.is
BÍLAVERKSTÆÐI • BÍLALEIGA
BIFREIÐARÉTTINGAR • BÍLAMÁLUN
Keppnislið Akraneskaup-
staðar í Útsvarsþætti RUV
sl. föstudagskvöld vann
góðan sigur á Reykja-
nesbæ; með 108 stigum
gegn 89. Keppnin var jöfn
og spennandi allt frá upp-
hafi til enda og var það
ekki fyrr en í blálokin sem
úrslitin réðust. Frammi-
staða Skagamanna var til
fyrirmyndar nú sem áður,
en liðið er skipað þeim Sigur-
björgu Þrastardóttur, Þorkeli
Loga Steinssyni og Valgarði
Lyngdal Jónssyni. Óvíst er
hvort þátttöku Reykjanesbæj-
ar sé lokið þennan veturinn,
þar sem tvö stigahæstu taplið-
in komast áfram í átta liða úr-
slit. Næstkomandi föstudag
keppir lið Borgarbyggðar við
Seltjarnarnes.
mm
Síðastliðinn miðvikudag var leik-
skólinn Andabær á Hvanneyri vígð-
ur formlega sem heilsuleikskóli.
Heilsustefnan fór formlega af stað
árið 1996 í Kópavogi en það var
Unnur Stefánsdóttir frá Vorsabæ
sem var brautryðjandi í verkefninu.
Andabær varð 25. heilsuleikskól-
inn hér á landi. Kristín Eiríksdóttir,
formaður Samtaka heilsuleikskóla,
færði Andabæ fána Heilsustefn-
unnar og flutt voru ávörp. Með-
fylgjandi mynd tók Kristín Jóns-
dóttir þegar Valdís Magnúsdóttir
leikskólastjóri dró fánann að húni.
mm
Þessi mynd var tekin við lok
þriggja kvölda félagsvistar sem
spiluð var í félagsheimilinu Þing-
hamri í Borgarfirði í janúar á
þessu ári. Á myndinni eru þeir
sem hlutu verðlaun. Nú um há-
tíðarnar verður aftur blásið til
leiks í Þinghamri. Áramóta-
brenna verður við félagsheimilið
2. janúar nk. og sama kvöld spilað
fyrsta kvöldið af þremur í félags-
vistinni. Fólk er hvatt til að mæta
og eiga góðar stundir við spila-
borðið.
mm
Landssamband hestamannafélaga
og tryggingafélagið VÍS hafa tek-
ið höndum saman um að auka sýni-
leika knapa og fáka þeirra í svartasta
skammdeginu. Verkefnið gengur út
á að bjóða sérvalin endurskinsmerki
til sölu í tugum verslana um land allt.
Til að fyllsta öryggis sé gætt er end-
urskinið bæði ætlað knapa og hesti
þar sem þeir geta orðið viðskila.
„Á síðasta áratug hefur eitt bana-
slys orðið þar sem ekið var á endur-
skinslausan knapa og hest. Jafnframt
eru þess fjölmörg dæmi að næstum
hafi verið ekið á hest og knapa bæði
innan og utan hesthúsasvæða. Tals-
verð hætta er á að hross fælist þeg-
ar bíll kemur óvænt að þeim og við-
brögð þeirra þá ófyrirsjáanleg. Þétt-
ing byggðar krefst enn frekari ár-
vekni hestamanna gagnvart sýni-
leika sínum. Hesthús sem áður voru
langt frá byggð eru komin í eða við
byggðakjarna og öll umferð í ná-
grenni þeirra þyngst sem því nem-
ur,“ segir í tilkynningu frá LH.
Hestamenn, vinir þeirra og
vandamenn geta nú auðveldlega
fundið nauðsynlegar endurskins-
vörur við hæfi sem jafnvel má lauma
með í jólapakkann. „Hestamanna-
félög eru hvött til að benda félags-
mönnum sínum á brýna þörf end-
urskins því þá sést viðkomandi allt
að fimm sinnum fyrr en ella. Sá tími
sem þannig gefst getur skipt sköp-
um. Á facebook síðu verkefnisins
er hægt að nálgast upplýsingar um
endurskinið og hvaða verslanir taka
þátt í því,“ segir jafnframt í hvatn-
ingu öryggisnefndar LH.
mm
Um liðna helgi var síðari sýning-
arhelgi af tveimur á sýningu Sig-
urbjargar Þrastardóttur bæjar-
listamanns á Akranesi sem kall-
aðist; „Hér eru skýin snjaka-
hvít.“ Jafnframt var þetta síðasti
viðburðurinn í Kirkjuhvoli sem
Akraneskaupstaður hefur ákveð-
ið að leggja af sem listasetur. Á
sýningunni voru verk myndlistar-
manna sem Sigurbjörg hefur átt
samstarf við. Sýnd eru verk eft-
ir Messíönu Tómasdóttur, Þor-
vald Þorsteinsson, Bjarna Þór
Bjarnason, Lauru Jurt og fleiri.
Þar mátti sjá teikningar, málverk
og ljósmyndir sem hafa bein og
óbein tengsl við verk höfundar-
ins og varpa skímu á samstarf rit-
höfunda við listamenn úr öðrum
greinum. Einnig var á boðstóln-
um nýtt textaverk sem Sigur-
björg vann í samstarfi við Ragnar
Helga Ólafsson, myndlistarmann
og kápuhönnuð. grþ
Fjöldi fólks kom á sýninguna. Hér er Sigurbjörg að veita leiðsögn.
Sýningin „Hér eru skýin snjakahvít“
var sú síðasta í Kirkjuhvoli
Akranes vann góðan sigur í Útsvari
Félagsvist og áramótabrenna
í Þinghamri
Andabær formlega
orðinn heilsuleikskóli
Knapar láti ljós sitt skína