Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir góðar móttökur á árinu sem er að líða Sendum viðskiptavinum okkar og velunnurum í gegnum árin okkar bestu jóla og nýjárskveðjur Dalbraut 16 • Akranesi • sími 431 2157 • brautin@braut.is BÍLAVERKSTÆÐI • BÍLALEIGA BIFREIÐARÉTTINGAR • BÍLAMÁLUN Keppnislið Akraneskaup- staðar í Útsvarsþætti RUV sl. föstudagskvöld vann góðan sigur á Reykja- nesbæ; með 108 stigum gegn 89. Keppnin var jöfn og spennandi allt frá upp- hafi til enda og var það ekki fyrr en í blálokin sem úrslitin réðust. Frammi- staða Skagamanna var til fyrirmyndar nú sem áður, en liðið er skipað þeim Sigur- björgu Þrastardóttur, Þorkeli Loga Steinssyni og Valgarði Lyngdal Jónssyni. Óvíst er hvort þátttöku Reykjanesbæj- ar sé lokið þennan veturinn, þar sem tvö stigahæstu taplið- in komast áfram í átta liða úr- slit. Næstkomandi föstudag keppir lið Borgarbyggðar við Seltjarnarnes. mm Síðastliðinn miðvikudag var leik- skólinn Andabær á Hvanneyri vígð- ur formlega sem heilsuleikskóli. Heilsustefnan fór formlega af stað árið 1996 í Kópavogi en það var Unnur Stefánsdóttir frá Vorsabæ sem var brautryðjandi í verkefninu. Andabær varð 25. heilsuleikskól- inn hér á landi. Kristín Eiríksdóttir, formaður Samtaka heilsuleikskóla, færði Andabæ fána Heilsustefn- unnar og flutt voru ávörp. Með- fylgjandi mynd tók Kristín Jóns- dóttir þegar Valdís Magnúsdóttir leikskólastjóri dró fánann að húni. mm Þessi mynd var tekin við lok þriggja kvölda félagsvistar sem spiluð var í félagsheimilinu Þing- hamri í Borgarfirði í janúar á þessu ári. Á myndinni eru þeir sem hlutu verðlaun. Nú um há- tíðarnar verður aftur blásið til leiks í Þinghamri. Áramóta- brenna verður við félagsheimilið 2. janúar nk. og sama kvöld spilað fyrsta kvöldið af þremur í félags- vistinni. Fólk er hvatt til að mæta og eiga góðar stundir við spila- borðið. mm Landssamband hestamannafélaga og tryggingafélagið VÍS hafa tek- ið höndum saman um að auka sýni- leika knapa og fáka þeirra í svartasta skammdeginu. Verkefnið gengur út á að bjóða sérvalin endurskinsmerki til sölu í tugum verslana um land allt. Til að fyllsta öryggis sé gætt er end- urskinið bæði ætlað knapa og hesti þar sem þeir geta orðið viðskila. „Á síðasta áratug hefur eitt bana- slys orðið þar sem ekið var á endur- skinslausan knapa og hest. Jafnframt eru þess fjölmörg dæmi að næstum hafi verið ekið á hest og knapa bæði innan og utan hesthúsasvæða. Tals- verð hætta er á að hross fælist þeg- ar bíll kemur óvænt að þeim og við- brögð þeirra þá ófyrirsjáanleg. Þétt- ing byggðar krefst enn frekari ár- vekni hestamanna gagnvart sýni- leika sínum. Hesthús sem áður voru langt frá byggð eru komin í eða við byggðakjarna og öll umferð í ná- grenni þeirra þyngst sem því nem- ur,“ segir í tilkynningu frá LH. Hestamenn, vinir þeirra og vandamenn geta nú auðveldlega fundið nauðsynlegar endurskins- vörur við hæfi sem jafnvel má lauma með í jólapakkann. „Hestamanna- félög eru hvött til að benda félags- mönnum sínum á brýna þörf end- urskins því þá sést viðkomandi allt að fimm sinnum fyrr en ella. Sá tími sem þannig gefst getur skipt sköp- um. Á facebook síðu verkefnisins er hægt að nálgast upplýsingar um endurskinið og hvaða verslanir taka þátt í því,“ segir jafnframt í hvatn- ingu öryggisnefndar LH. mm Um liðna helgi var síðari sýning- arhelgi af tveimur á sýningu Sig- urbjargar Þrastardóttur bæjar- listamanns á Akranesi sem kall- aðist; „Hér eru skýin snjaka- hvít.“ Jafnframt var þetta síðasti viðburðurinn í Kirkjuhvoli sem Akraneskaupstaður hefur ákveð- ið að leggja af sem listasetur. Á sýningunni voru verk myndlistar- manna sem Sigurbjörg hefur átt samstarf við. Sýnd eru verk eft- ir Messíönu Tómasdóttur, Þor- vald Þorsteinsson, Bjarna Þór Bjarnason, Lauru Jurt og fleiri. Þar mátti sjá teikningar, málverk og ljósmyndir sem hafa bein og óbein tengsl við verk höfundar- ins og varpa skímu á samstarf rit- höfunda við listamenn úr öðrum greinum. Einnig var á boðstóln- um nýtt textaverk sem Sigur- björg vann í samstarfi við Ragnar Helga Ólafsson, myndlistarmann og kápuhönnuð. grþ Fjöldi fólks kom á sýninguna. Hér er Sigurbjörg að veita leiðsögn. Sýningin „Hér eru skýin snjakahvít“ var sú síðasta í Kirkjuhvoli Akranes vann góðan sigur í Útsvari Félagsvist og áramótabrenna í Þinghamri Andabær formlega orðinn heilsuleikskóli Knapar láti ljós sitt skína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.