Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Page 80

Skessuhorn - 18.12.2013, Page 80
80 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Maðurinn sem við tölum við rekur litla fiskverkun í Hafnarfirði ásamt bróður sínum. Þeir eru í harkinu. Kaupa fisk á mörkuðum og verka fyrir svipula markaði erlendis. Síð- an er hann mikill áhugamaður um knattspyrnu og heldur þá að sjálf- sögðu með liði úr heimabænum. Það er Víkingur Ólafsvík. Helgi Kristjánsson fylgist með því af lífi og sál. Hann skráir söguna í fortíð og nútíð og birtir á vinsælli blogg- síðu sem hann heldur úti á netinu. Síðustu misserin hefur áhuginn á sögunni og varðveislu hennar kom- ið fram á fleiri sviðum. Helgi held- ur utan um safn gamalla ljósmynda frá Ólafsvík, Hellissandi og Rifi sem hann sýnir á fésbókarsíðu sinni á netinu. Fólk skrifar upplýsing- ar við þær og sendir honum gaml- ar myndir úr fórum sínum. Safnið stækkar ört. Ólsari sem fór suður Við hittum Helga Kristjánsson á heimili hans í Fossvogi í Reykjavík. „Ég er fæddur og uppalinn í Ólafs- vík. Fæddist í kjallaranum á Hjarð- artúni 3 þar í bæ. Í Ólafsvík átti ég heima fyrstu 32 árin í mínu lífi, fyr- ir utan þrjá vetur sem ég vann í Reykjavík í Búnaðarbankanum og var í Versló. Ég flutti þaðan 1990 og þá til Reykjavíkur. Eftir skóla- göngu fór ég á sjóinn eins og flestir ungir menn í Ólafsvík á þeim tíma. Svo var ég að vinna hjá bænum á sumrin, spilaði knattspyrnu með Víking Ólafsvík, vann við smíð- ar, á bæjarskrifstofunni og Lands- bankanum og fór á vertíðir. Þá var ég á Garðari II SH 164, sem í dag er Magnús SH frá Rifi sem brann uppá Skaga í haust. Þar var ég fimm vertíðir með Einari Kristjónssyni. Síðan fór ég eina vertíð með Óttari Guðlaugssyni á Auðbjörgu SH 197. Eftir það fór ég suður.“ Helgi býr í Reykjavík ásamt Oddnýju Björgu Halldórsdóttur konu sinni. „Við eigum eina dóttur saman sem heitir Helga Björg og fermist í vor. Kon- an mín átti fyrir dótturina Birgittu. Hún á tvo fimm ára tvíburadrengi, svo ég er orðinn afi.“ Á meðan Helgi bjó í Ólafsvík var hann um 16 ára skeið leikmað- ur með heimaliðinu í knattspyrnu. Reyndar hélt þátttakan í knatt- spyrnunni áfram eftir að hann kom suður. „Ég spilaði 16 leiktímabil með Víking Ólafsvík, frá 1975 til 1990. Þá um haustið lagði ég skóna á hilluna og leið mín lá til höfuð- borgarsvæðisins. Tveimur árum eftir að ég kom suður réði ég mig sem framkvæmdastjóra hjá knatt- spyrnudeild Vals. Þar var ég í tæp sex ár. Sá tími var mjög skemmti- legur.“ Í sjávarútvegi síðustu 15 ár Helgi hóf störf í sjávarútvegi eftir að hann lét af störfum sem fram- kvæmdastjóri hjá Val. Það var kannski rökrétt í ljósi þess að hann var fæddur og uppalinn í sjávar- plássinu Ólafsvík. „Jóhannes bróð- ir minn er skipstjórnarmenntað- ur. Hann hafði verið stýrimaður á togara sem var seldur. Hann réði sig á tvo togara til viðbótar en báð- ir voru seldir jafnhraðan. Að lokum stóð hann uppi og vissi ekki hvað hann ætti af sér að gera. Þá stakk einhver upp á því að það væri ráð að hefja saltfisksverkun. Ég var þá að vinna við bókhald hjá Glugga- og hurðasmiðju SB í Hafnarfirði. Ég sá strax að ef Jóhannes ætlaði að fara að verka saltfisk þá yrði hann að hafa mig með sér. Mín sérgrein var pappírsvinnan en hann var ekk- ert inni í slíku. Við störtuðum svo saltfiskverkuninni í febrúar 1998 og skírðum í höfuðið á móður okkar – fiskverkunin Björg.“ Fyrirtækið hefur síðan siglt gegnum stormi og stórsjói íslensks efnahagslífs og lifað bæði kreppu hér heima og miklar sviptingar á erlendum mörkuðum. „Það er nú búið að ganga á ýmsu gegnum tíð- ina. Við erum þó enn til og enn að verka saltfisk þó við höfum líka fært okkur yfir í ferska fiskinn upp á síðkastið. Í ferskfisksútflutning- num höfum við verið í svokölluð- um gljáfiski. Þá er fiskurinn haus- aður og slægður og settur í frauð- plastskassa og sendur með roði, beinum og öllu saman beint í flug. Þetta er þó lítill markaður sem við höfum svona með hinu.“ Erfið staða á saltfisksmörkuðum Síðustu misserin hafa erlend- ir markaðir fyrir íslenskan salt- fisk verið mjög erfiðir. „Það má segja að saltfisksmarkaðurinn hafi gersamlega hrunið um áramót- in 2011/2012. Ástandið á Spáni og Íta líu sem eru mikilvægustu mark- aðslöndin er þó eitthvað að bragg- ast núna. Það hefur líka orðið um 20% neysluaukning í Portúgal en verðin þar eru hins vegar lág. Þar dæla Norðmenn sínum fiski inn. Gæði norska fisksins eru ekki jafn mikil og á þeim íslenska en Portú- galarnir horfa á verðin. Það má sennilega líka segja það hreint út að við Íslendingar verðlögðum okkur út af þeim markaði. Okkar vara var of dýr. Það er mitt mat.“ Fiskverkunin Björg er ein af þeim fiskvinnslum hér á landi sem spjar- ar sig án þess að eiga aflaheimild- ir eða stunda útgerð. „Fyrirtækið Helgi Kristjánsson frá Ólafsvík: Verkar og selur fisk, sinnir knattspyrnunni og safnar og birtir sögulegar ljósmyndir úr heimabyggð Helgi Kristjánsson við tölvuna og gamlar ljósmyndir heima í stofu þaðan sem hann birtir ótrúlegustu gersemar fyrir augum fólks á netinu. Ólafsvíkurþorp 1890-1900. Mynd í eigu Árna Jóns Þorgeirssonar. Höfnin í Ólafsvík áður en frekari hafnarframkvæmdir hófust um 1963. Mynd: Viðar Ingi Pétursson. Fjaran og Ólafsbrautin í kringum 1960. Mynd: Garðar Geir Sigurgeirsson. Kaupfélagið Dagsbrún sem seinna brann. Mynd: Magnús Arnar Einarsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.