Skessuhorn - 18.12.2013, Síða 86
86 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013
Á haustdögum síðustu voru 35 ár
liðin frá því Gunnar Örn Guð-
mundsson dýralæknir og kona
hans Elísabet Haraldsdóttir fluttu á
Hvanneyri og hafa búið þar síðan.
Bróðurpartinn af þeim tíma hef-
ur hann starfað við dýralækning-
ar í Borgarfirði og hefur því góða
yfirsýn á samfélagið. Þegar Gunnar
Örn er spurður hvort ræturnar séu
orðnar það sterkar í Borgarfirðin-
um að hann teljist Borgfirðingur,
segist hann kíminn á svip vera meiri
Borgfirðingur en margur annar.
Hann fæddist og ólst upp í Vest-
urbænum í Reykjavík, er glerharð-
ur KR-ingur eins og forfeðurnir
og var stimplaður kommakrakki á
uppvaxtarárunum. Fimm ára gam-
all var hann sendur í sveit vestur á
Snæfellsnes og á níu sumrum þar
fékk hann brennandi áhuga á land-
búnaði. Gunnar Örn og kona hans
Elísabet kynntust ýmsu skemmti-
legu á námsárum sínum í Vín í
Austurríki og þegar þau bjuggu í
Bæjaralandi í hálft annað ár, en hafa
líka átt viðburðarrík ár á Hvann-
eyri. Gunnar Örn kynntist nýrri
hlið bændastéttarinnar, ef svo má
segja, eftir að hann kom til starfa
í Borgarfirðinum. Það var því um
ýmislegt að spjalla þegar blaðamað-
ur Skessuhorns tók hús af Gunnari
Erni á Hvanneyri á dögunum.
Lyklabörn
Gunnar Örn er borinn og barn-
fæddur Vesturbæingur. Hann kom
í heiminn í nóvembermánuði 1948.
Guðmundur J. Guðmundsson,
faðir Gunnars Arnar, var þekktur
verkalýðsleiðtogi, gjarnan kallað-
ur Guðmundur jaki. Móðir Gunn-
ars Arnars, Elín Torfadóttir fóstra,
er á lífi og mjög ern, 86 ára göm-
ul. Hún var meðal fyrstu útskriftar-
nema frá Fóstruskóla Íslands á sín-
um tíma. „Við áttum alla tíð með-
an ég var að alast upp heima við
Ljósvallagötuna. Þarna í kring voru
margar götur sem mynduðu ramma
utan um leiksvæði okkar krakkanna
í hverfinu. Í minningunni var þetta
draumaveröld, endalausir leikir hjá
krakkagerinu í hverfinu. Við vorum
auðvitað bara lyklabörn, báðir for-
eldrarnir útivinnandi. Við krakk-
arnir vorum í fótbolta, brennibolta,
stökkum, hlaupum og ýmsum leikj-
um. Það voru svo sterk hverfis-
félög hjá okkur krökkunum í Vest-
urbænum að ég keppti ekki sem
félagsmaður í KR fyrr en lands-
prófsveturinn. Þá keppti ég í sundi
og sundknattleik og síðar einnig í
handbolta.“
Var kræfur í jakahlaupi
Í samtalinu við Gunnar Örn verður
faðir hans að nokkru umtalsefni til
að byrja með. Gvendur Jaki, eins og
hann var kallaður, varð þjóðþekkt-
ur maður. Vinsæll af alþýðu og ekk-
ert síður af andstæðum sínum í
pólitík en samherjum. Blaðamað-
ur spyr Gunnar Örn hvernig jaka-
nafnið hafi komi til. „Þegar hann
var stráklingur í Miðbæjarskólan-
um var frystihús þar sem skemmti-
staðurinn Glaumbær kom seinna,
núverandi Listasafn Íslands. Þá var
ísinn brotinn af Tjörninni til að
nota við kælingu á fiskinum. Pabbi
og félagar hans stunduðu jakahlaup
á Tjörninni og þótti hann kræf-
ur í því. Þannig kom víst jakanafn-
ið til.“ Guðmundur J. var eins og
áður segir verkalýðsleiðtogi og al-
þingismaður fyrir Alþýðubandalag-
ið. „Hann var óskaplega umdeildur
maður á þeim tíma sem við systk-
ininu vorum að alast upp,“ segir
Gunnar Örn sem er elstur í systk-
inahópnum. „Þetta bitnaði á okkur
krökkunum. Afi og amma í föður-
ætt bjuggu vestur á Ásvallagötu og
sinnti amma mér heilmikið með-
an ég var í barnaskóla. Á leið til
hennar tók maður oft á sig krók til
að verða ekki fyrir barðinu á eldri
strákum og reyndar líka fullorðnu
fólki, vegna skoðana pabba. Á þess-
um tíma var tínt til allt það versta
gagnvart kommunum eins og pabbi
var stimplaður. En pabbi var nátt-
úrlega ekkert þannig, hann var
mikill alþýðumaður og umburð-
arlyndur gagnvart skoðunum ann-
arra. Sem dæmi voru öll dagblöð-
in keypt heima. Hann sagði að við
yrðum að vita hvað aðrir væru að
segja í pólitíkinni. Hann var ekk-
ert að innprenta skoðanir í okkur
börnin og aldrei talaði hann illa um
sína andstæðinga. Pabbi var mild-
ur og góður maður, blíðlyndur og
skemmtilegur bæði heima og að
heiman.“ Gunnar Örn segir að það
hafi í raun verið skrítið að heim-
ilið hafi verið svona vinstri sinn-
að, því báðir foreldrarnir hafi kom-
ið frá hörðum sjálfstæðisheimilum.
„Föðurafi minn var t.d. glerharð-
ur sjálfstæðismaður og KR-ingur,
Guðmundur Halldór Guðmunds-
son sjómaður frá Hjallkárseyri við
Arnarfjörð.“
Fimm ára í sveit í
Helgafellssveitina
Á þessum tíma voru börn send í
sveit og Gunnar Örn var ekki nema
fimm ára þegar hann var fyrst send-
ur í sveitina, til föðurfrænda sinna
sem bjuggu tvíbýli á Staðarbakka
í Helgafellssveit. Þessir frændur
á Snæfellsnesinu voru reyndar frá
Heyholti í Borgafirði sem er bú-
jörð rétt neðan Svignaskarðs. „Það
var náttúrlega lítið hægt að nota
mig meðan ég var svona ungur,
helst að ná í kýrnar og reka þær í
hagann. Smám saman fór ég svo að
sinna ýmsum verkum. Lítið var um
lífsþægindi á þessum tíma, ekkert
rafmagn, mór tekinn og þurrkað-
ur til eldsneytis og allt heyjað með
hestum þar sem hægt var að koma
hestavélum við. Engi voru slegin
þegar þurfti og mikill tími fór í slátt
með orfi og ljá. Endalaust verið að
rifja og raka með hrífunni. Mér
leiddist talsvert til að byrja með,
ekki síst annað sumarið, rigninga-
sumarið 1955. Það sumar rigndi
endalaust og veðrið var oft afskap-
lega vont. Mér var ekki hleypt út
úr húsi dögum saman, sjálfsagt var
óttinn sá að ég gæti fokið í sjóinn.
Það var mikið passað upp á að mað-
ur færi sér ekki á voða. Húsfreyjan
Rósa innprentaði í mig til dæmis að
passa mig á mógröfunum, að detta
ekki í þær. Þar væru líka skordýr
sem hétu brúnklukkur sem væru
stórhættulegar. Þær ættu það til að
stökkva upp í krakka.“
Í fiski og á Eyrinni
Gunnar Örn segir að eftir að farið
var að treysta honum til fleiri verka
hafi hann orðið áhugasamur og
fundist sveitadvölin ómissandi. Þau
urðu níu sumrin í Helgafellssveit-
inni. „Mér lá orðið svo á að kom-
ast í sveitina í sauðburðinn á vorin
að ég fékk að taka prófin fyrr. Fór
þá upp á skrifstofuna til skólastjór-
ans og var prófaður þar. Svo kom
ég seint í skólann á haustin. Fékk
að vera í sveitinni þar til fyrri göng-
ur og réttir voru afstaðnar.“
Aðspurður hvað hafi svo tek-
ið við eftir að sveitadvölinni lauk,
í kringum fermingaraldurinn, seg-
ir hann að það hafi verið fiskvinna
í fyrstu. „Pabbi hafði áður verið
verkamaður hjá Bæjarútgerðinni
og ég fékk líka vinnu þar. Svo fór
ég á Eyrina eins og það var kallað.
Þar voru landanir og uppskipanir
úr skipunum. Ég vann hjá Togara-
útgerðinni við landanir úr togurum
og líka við uppskipanir hjá Hafskip-
um. Þá var verið að skipa upp ýms-
um varningi, stundum timbri og í
önnur skipti sekkjavöru. Á Eyrinni
var það þannig oft að menn mættu
á morgnana og svo valdi verkstjór-
inn hverja hann vildi fá í vinnu.
Seinna sumarið mitt á Eyrinni vann
ég hjá Eimskip. Þá komst ég í gengi
eins og það var kallað. Við vor-
um sex saman. Þessi vinna á Eyr-
inni var náttúrlega bölvaður þræl-
dómur, mikil líkamlega vinna. Allt
unnið á höndum og borið í stroff-
ur, gámarnir voru þá ekki komnir.
En maður varð sterkur og stæltur
af þessari vinnu.“
Námsleiði
Þegar Gunnar Örn er spurður út
í námsferilinn, barnaskólaárin í
Melaskóla og gagnfræðaskólaárin í
Hagaskólanum, segist hann hafa á
stundum verið mjög áhugalítill fyr-
ir náminu. „Gagnfræðaskólanám-
inu var hægt að ljúka með gagn-
fræðaprófi eftir fjóra vetur. Ég valdi
samt að fara í landspróf á þriðja
vetri til að komast í MR sem þá
var eini menntaskólinn í Reykjavík.
Mér hundleiddist í menntaskóla-
num. Hafði áhuga á flestu öðru en
náminu. Var mikið í íþróttunum, í
sundinu og sundknattleiknum með
KR, og svo í handbolta með Þrótti
sem var jú upprunalega Vestur-
bæjarlið.“ Þegar blaðamaður spyr
Gunnar Örn hvernig hann hafi þá
komist í gegnum áreiti unglings-
áranna fer hann að hlægja. „Ja ég
hef passað mig á að segja börnun-
um mínum ekki frá þessum árum.
Ég var ekki jafnþægur unglingur og
þau voru,“ segir Gunnar og hlær.
„En það dempaði mig mikið að ég
var ekki nema 17 ára þegar ég byrj-
aði að vera með konunni minni,
Elísabetu Haraldsdóttur. Hennar
faðir var Haraldur Ásgeirsson verk-
fræðingur frá Sólbakka í Önund-
arfirði og móðir hennar Halldóra
Einarsdóttir, Guðfinnssonar frá
Bolungarvík. Elísabet var á þessum
tíma að byrja í listnámi í Myndlista-
og handíðaskóla Íslands.“
Fjölbreytt sumarstörf
Gunnar Örn stundaði margvísleg
störf á námsárunum, var til sjós,
vann á loftpressu og við byggingu
háspennumastra. Sumarið áður en
hann hélt til náms í dýralækning-
um vann hann í skipasmíðastöð
í Málmey í Svíþjóð. Þau Gunn-
ar Örn og Elísabet stefndu á fram-
haldsnám erlendis þar sem þeirra
námsgreinar voru ekki kenndar hér
á landi. „Við vildum gjarnan bjarga
okkur sem mest á eigin spýtur og
fannst ekkert síðra að fara þangað
sem íslenskir námsmenn voru ekki
fjölmennir. Endirinn var sá að Vín
í Austurríki varð fyrir valinu enda
sú listaborg ágætur kostur fyrir
Elísabetu,“ segir Gunnar. Það var
þó annað sem kærustuparið unga
ákvað til að hleypa heimdraga num.
Það var að fara til verksmiðjustarfa
til Málmeyjar í Svíþjóð vorið 1970.
„Á þessum tíma var talsvert at-
vinnuleysi í landinu eftir að síldin
hafði brugðist fyrir norðan og aust-
an land árin á undan. Á sama tíma
vantaði fólk til verksmiðjustarfa í
Svíþjóð. Stórir hópar Íslendinga
fóru þangað. Ráðningarstjóri kom
til Íslands í leit að starfsmönn-
um frá sænsku skipasmíðastöðinni
Kochums og ég var fenginn til að
fylgja honum um landið. Það varð
til þess að mér bauðst vinna í skipa-
smíðastöðinni. Við Elsa ákváðum
að fara saman til Svíþjóðar, enda
fannst okkur við vera orðið fullorð-
ið fólk og allir vegir færir. Foreldr-
um okkar fannst þetta ekki sniðug
tilhögun hjá okkur.“
Byrjunarörðugleikar
í Vín
Um haustið tók Gunnar Örn lest-
ina frá Málmey í Svíþjóð til Vínar
í Austurríki þar sem beið hans há-
skólanám í dýralækningum. Elísa-
bet hélt hins vegar heim á leið þar
sem að hún átti eftir lokavetur-
inn í Myndlista- og handíðaskól-
anum. Hún kom síðan ári seinna í
sitt háskólanám í listum í Vín. Þau
Gunnar Örn áttu eftir að kynnast
ýmsu nýju í Vín, m.a. nýju tungu-
máli og menningu. „MR er þekktur
skóli fyrir að leggja mikla áherslu á
tungumálanám. Ég hélt ég stæði því
þokkalega vel og ekkert væri að ótt-
ast þar sem ég var búinn að fá skóla-
vist. En ég gerði þau mistök að fara
á öðrum degi mínum í Austurríki í
skólann til að láta innrita mig. Þar
hitti ég fyrir skrifstofustjórann frú
Prack. Þegar ég brá fyrir mig ryð-
gaðri menntaskólaþýskunni komst
ég hvorki lönd eða strönd gagnvart
frú Prack. Hún sagði, herra Guð-
mundsson komdu hingað eftir þrjár
vikur og þá tek ég þig inn í skól-
ann ef þú talar þá þýsku. Með það
fór ég heldur niðurlútur, enda hafði
mér verið hafnað við innritun. Nú
voru góð ráð dýr, hvað átti ég að
gera? Ég fór þá út í sveit á býli þar
sem voru íslenskir hestar. Þar náði
ég að þjálfa mig í þýskunni. Þegar
ég mætti svo þremur vikum síðar
á skrifstofuna til frú Prack tók hún
mér með kostum og kynjum. Upp
frá því vildi hún allt fyrir mig gera
og það var gott til hennar að leita.
Hér býr alveg öndvegis- og hæfileikaríkt fólk
Gunnar Örn Guðmundsson dýralæknir skautar yfir lífshlaupið og 35 ár í Borgarfirði
Gunnar Örn Guðmundsson við heimili þeirra Elísabetar á Hvanneyri. Ljósm. þá
Fjölskyldan samankomin fyrir nokkrum árum. Bárður Örn ásamt konu sinni
Agnesi Hlíf Andrésdóttur, Sólveig Ragnheiður, Halldór Örn, Elísabet Haraldsdóttir
og Gunnar Örn Guðmundsson.