Skessuhorn - 18.12.2013, Side 94
94 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013
Áhugaljósmyndarar finnast víða og
fer þeim fjölgandi eftir að stafræn
ljósmyndatækni gerði slíkt áhuga-
mál í senn ódýrara og auðveld-
ara en áður. Þeir eru ekki endilega
að ljósmynda í atvinnuskyni held-
ur drífur áhuginn þá áfram. Mjög
víða stunda áhugaljósmyndar-
ar ómetanlega samtímaskráningu
fyrir sín byggðarlög, atvinnusög-
una, menningarsöguna og fleira.
Samtímaskráning af þessu tagi er
oft vanmetin. Í raun ætti að verð-
launa þetta fólk með einhverjum
hætti; gera það að launuðum bæj-
arlistamönnum, því það er þetta
fólk vissulega.
Hér á Vesturlandi eru marg-
ir sem stunda áhugaljósmyndun af
kappi. Í jólablöðum Skessuhorns á
liðnum árum hafa áhugaljósmynd-
arar á Vesturlandi verið kynntir,
einn á hverju ári. Við köllum þetta
fólk samtímasöguritara, fólkið sem
á í fórum sínum þúsundir mynda
frá liðnum árum. Myndir sem
varðveita annars glötuð augnablik.
Fiktið kallar á
betri græjur
Sagnaritari samtímans að þessu
sinni er Eyjólfur Matthíasson.
Hann er 37 ára gamall, alinn upp
á Hrafnabjörgum í Hvalfjarðar-
sveit. Eyjólfur starfar sem smið-
ur hjá Trésmiðjunni Akri á Akra-
nesi. Hann flutti á Skagann fyrir
nokkrum árum eftir að hafa byggt
sér fallegt einbýlishús í Flatahverf-
inu. „Ég byggði húsið sjálfur, það
var svona „hobbý“ hjá mér í nokk-
ur ár,“ segir hann.
Eyjólfur segist hafa fengið áhuga
fyrir ljósmyndun þegar hann eign-
aðist fyrstu stafrænu myndavélina.
„Þetta byrjaði þegar ég eignaðist
litlu vélina, fyrir um tíu árum. Svo
fór þetta af stað fyrir alvöru þeg-
ar ég eignaðist betri vél, Canon
400D. Þegar maður fer að fikta
meira í græjunum og lærir á þær,
þá vill maður sífellt betri græjur.
Ég er núna með Canon 50D og er
að huga að því að uppfæra hana,“
segir hann. Eyjólfur er að mestu
sjálfmenntaður í faginu. „Ég hef
bara lært þetta með einhverju fikti.
Svo hafa aðrir félagar í Áhugaljós-
myndarafélaginu Vitanum kennt
mér sitthvað líka. Ég fikta mig
bara áfram þar til eitthvað gáfulegt
kemur út úr þessu.“
Fuglarnir heilla mest
Fuglar af öllum stærðum og gerð-
um hafa heillað Eyjólf mest í ljós-
mynduninni. Óhætt er að segja að
hann hafi náð mörgum glæsileg-
um myndum af fuglum í íslenskri
náttúru. Í upphafi þekkti hann að-
eins helstu fuglana úr sveitinni en í
dag er hann farinn að þekkja fleiri
tegundir. „Fuglarnir heilluðu mig.
Það er frekar erfitt að mynda þá,
sérstaklega ef þeir eru á flugi. Það
getur tekið marga tíma að ná góðri
mynd. En stundum fær maður góð-
ar fyrirsætur. Þá hleypa þeir mér
að og leyfa að láta mynda sig. Eitt
sinn var hópur af snjótittlingum á
bryggjunni en þegar ég nálgaðist
fóru þeir allir nema einn. Hann var
ótrúlega rólegur. Ég náði að taka
myndir af honum með linsunni
sem var á vélinni. Svo skipti ég
um linsu og gerði það í tvígang en
aldrei fór fuglinn,“ útskýrir hann.
„Ég er með 400 mm linsu þegar
ég tek myndir af fuglunum. Ég hef
því lent í því að þurfa að bakka frá
fyrirsætunum ef þær leyfa manni
að koma nálægt. Ég næ ekki fók-
us ef ég stend of nálægt með þessa
linsu,“ bætir hann við.
Eyjólfur tekur þó ekki einung-
is myndir af fuglum. Hann hefur
einnig myndað landslag og norð-
urljósin. „Ég er eiginlega alltaf
með vélina í sætinu í bílnum þegar
ég fer eitthvað út. Stundum fer ég
út eingöngu til að taka myndir. Ég
er helst á svæðinu í kringum Akra-
nes og inni í Hvalfirði. Ég hef samt
farið með Vitanum í ferðir á Snæ-
fellsnes og Reykjanes. Fyrr á árinu
gerði ég mér ferð inn í Kolgrafa-
fjörð til að reyna að ná myndum
af örnum sem þar voru. Það tókst
reyndar ekki, þeir vildu ekkert láta
mynda sig. Ég náði bara öðrum
ágætis myndum í staðinn.“
Eyjólfur hefur tekið þátt í þrem-
ur samsýningum hjá Vitanum og
hefur selt nokkrar af ljósmynd-
um sínum. Auk ljósmyndaáhugans
hefur hann einnig áhuga fyrir tón-
list og glamrar aðeins á gítar en
þó er það ljósmyndunin sem á hug
hans allan. „Ég stefni á að halda
áfram að taka myndir, er hvergi
nærri hættur. Ég ætla bara að vera
duglegri að taka þrífótinn með
mér þegar ég fer út,“ segir Eyjólf-
ur Mattíasson, sagnaritari samtím-
ans. Hægt er að skoða ljósmyndir
Eyjólfs á vefsíðunni flickr.com/ey-
fim eða á Facebook síðu hans, und-
ir nafninu Eyjólfur Photography.
grþ
Sagnaritari samtímans 2013 er
Eyjólfur Matthíasson áhugaljósmyndari
Eyjólfur Matthíasson er smiður og
áhugaljósmyndari.
Akraneshöfn og spegilsléttur sjórinn.
Þessi fallega brandugla stillti sér upp fyrir Eyjólf. Myndin er tekin í Laugardalnum
í Reykjavík.
Brandugla á flugi, rétt fyrir utan Akranes.
Eldsmiður að störfum á Norður-
landamóti í eldsmíði sem haldið var sl.
sumar á Akranesi.
Grindhvalur sem villtist á land við Akranes.
Hagi í Skorradal.
Heiðlóa að verja hreiður sitt.
Glæsilegur æðarkóngur á sundi.