Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Page 101

Skessuhorn - 18.12.2013, Page 101
101MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Óskum Vestlendingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar með þökk fyrir árið sem er að líða Stykkishólmsbær sendir Vestlendingum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári, með þakklæti fyrir árið sem er að líða var stuttu eftir að ég byrjaði í smíð- unum að móðir mín tilkynnti mér að hún væri búin að fá samning fyr- ir mig í trésmíði hjá Trésmiðjunni Ösp, en meistari minn var Krist- ján Gíslason mikill hagleikssmiður. Mér datt náttúrlega ekki til hugar að andmæla og hlýddi mömmu, þó ég hafi ætlað mér að taka tíma í að ákveða hvað ég vildi verða. Svo leið ekki á löngu þar til mér var boð- ið að gerast hluthafi í Trésmiðj- unni Ösp. Ég var svo ungur að ég mátti ekki skuldbinda mig fyrir hlutafénu sem ég lagði í fyrirtækið. Faðir minn skrifaði uppá fyrir mig. Meðeigendur mínir í Öspinni voru synir Kristjáns Gíslasonar, bræður- nir Gunnlaugur og Hörður Krist- jánssynir, Hallfreður Lárusson og Björgvin Þorvarðarson. Seinna bættust fleiri eigendur við.“ Fékk fyrirgreiðslu til að brúa bilið Mikið var byggt á þessum tíma þeg- ar Þorbergur var að byrja í smíð- unum og eins og áður sagði fóru menn víða í byggingavinnu. „Árið 1966 þann17. desember giftum við hjónin okkur. Þá þegar var ég byrj- aður að byggja húsið okkar við Silf- urgötu 36, 136 fm sem þótti á þeim tíma nokkuð stórt íbúðarhús. Þar búum við enn í dag. Reglurnar voru þannig á þeim tíma að þar sem við vorum barnlaus fengum við ekki lán hjá Húsnæðismálastofnun. Við því brugðumst við með að skrá á okkur fósturbarn. En þegar til kom voru svo ekki til peningar hjá Hús- næðismálastofnun fyrir láninu sem við vorum búin að fá vilyrði fyrir. Það var svo Friðjón Þórðarson al- þingismaður sem var milligöngu- maður um að ég fengi bankalán til að brúa bilið. Er þetta kannski eitt- hvað í líkingu við það ástand sem er í dag hjá Íbúðalánasjóðnum. Húsbyggingin tókst ágætlega þrátt fyrir blankheit og inn fluttum við í júní 1968 í rúmlega fokhelt hús- ið, eins og ótal margir aðrir gerðu á þessum tímum. Þá var kominn í heiminn frumburðurinn okkar, dóttirin Kristín Jóhanna hjúkrun- arfræðingur en hún vinnur á líkn- ardeild LSH í Kópavogi og hef- ur gert í nokkur ár. Síðan var haf- ist handa við að betrumbæta húsið að innan smátt og smátt og meðan á því stóð fæddust drengirnir okkar tveir, Páll Vignir 1969 sem stund- ar sjómennsku og Sæþór Heiðar matreiðslumeistari 1971. Berglind Lilja yngsta barnið okkar er fædd 1980. Hún er viðskiptafræðing- ur og skrifstofustjóri Sýslumanns Snæfellinga í Stykkishólmi. Sess- elja konan mín hefur ásamt frænku sinni rekið verslunina Heimahorn- ið í rúm 20 ár. Fjölskyldan hef- ur því haft nóg fyrir stafni. Þó að ég segi sjálfur frá, allt harðduglegt fólk á öllum sviðum, félagslynt og tilbúið að taka þátt samfélagsverk- efnum í bænum af heilindum og dugnaði.“ Unnið vítt og breytt um land Þorbergur segir að öflugur iðn- skóli hafi verið starfræktur í Stykk- ishólmi, skóli sem gaf þeim nem- endum sem ekki fóru í langskóla- nám möguleika á menntun í hag- nýtu námi. „Nemum í margskon- ar iðnnámi fjölgaði því ört upp úr miðri síðustu öld. Fjölmarg- ir nemar voru á samningi hjá Tré- smiðjunni Ösp, en ég var síðasti nemi Kristjáns Gíslasonar. Á þess- um áratugum var unnið við smíð- ar vítt og breitt um landið. Smíð- aðar voru innréttingar og húsgögn í skóla svo sem í Menntaskólann á Ísafirði, Reykjaskóla í Hrútafirði, Leirárskóla og skóla á fleiri stöð- um. Einnig tókum við við fokheldu skólahúsi í Laugargerði og lukum við byggingu skólans. Menn urðu á þessum tímum að sækja vinnu hvar sem hún bauðst og urðu þá oft að vera langdvölum að heiman.“ Kannski von á páfanum Þorbergur hefur unnið við iðn- grein sína í 54 ár og komið að fjölda bygginga í Stykkishólmi, sem og víða um land. Vel innan við þrítugt var hann orðinn verk- stjóri og þegar best lét með milli 30 og 50 manns í vinnu. „Það kom fyrir að ég átti andvöku- nætur þegar verkefni skorti til að halda úti svo stórum hópi smiða, en þetta blessaðist alltaf. Ég stofn- aði árið 1999 mitt eigið fyrirtæki, trésmiðju og steypustöð. Var þá skyndilega orðinn einyrki, eins og það er kallað. Seldi nokkrum árum seinna steypustöðina til að létta aðeins af mér vinnu. Ég veit ekki hvort fólk gerir sér almennt grein fyrir að einyrkjar verða alfarið að stóla á sjálfa sig, engin laun sótt neitt, nema hafa unnið fyrir þeim. Ef menn taka starf sitt alvarlega er lítið um frítíma. Ég rek ennþá trésmiðju mína og núna erum við fjórir. Hef reyndar sagt að þetta sé líklega síðasta stóra verkið sem ég tek að mér. Við erum að breyta stóru og miklu húsi fyr- ir kaþólsku regluna hérna. Þetta var áður barnaheimili, en verið er að breyta því í fræðslu- og menn- ingarmiðstöð. Við byrjuðum samt fyrst á að endurnýja íbúðir kaþ- ólsku prestanna hérna. Ég hef ver- ið að gantast með það við strákana að kannski komi páfinn fljótlega á næsta ári til að fylgjast með hvern- ig verkinu miðar hjá okkur. Ég á samt ekki von á að hann komi,“ sagði Þorbergur í lok þessa spjalls. Það er þó aldrei að vita nema páf- inn gæti birst í Hólminum að vitja sinnar sóknar þar. þá Þorbergur Bæringsson og Sesselja Pálsdóttir með börnunum: Sæþór Heiðar, Berglind Lilja, Páll Vignir og Kristín Jóhanna Þorbergsbörn. Þorbergur og Sesselja ásamt barnabörnunum á 70 ára afmæli Þorbergs.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.