Læknablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 9
FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN
Samband menntunar
og kransæðasjúkdóma
Gunnar
Sigurðsson
Höfundur er prófessor í
lyflækningum við Háskóla
íslands og yfirlæknir við
lyflækningadeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur, Fossvogi.
f pessu tölublaði Læknablaðsins birtist áhuga-
verð grein Einars Pórs Pórarinssonar og meðhöf-
unda (1) um leit að þáttum sem skýra öfugt samband
menntunar og dánartíðni, sérstaklega kransæðasjúk-
dóma í Hjartaverndarrannsókninni. Könnun þessi
byggist á spumingum til undirhóps úr upphaflegu úr-
taki Hjartaverndarrannsóknarinnar. Fyrri grein
Kristjáns Guðmundssonar og félaga (2) hafði fjallað
um samanburð á helstu áhættuþáttum kransæðasjúk-
dóma og menntunar og fundið að þessir áhættuþættir
voru marktækt oftar til staðar meðal þeirra sem ein-
ungis höfðu grunnskólapróf (hópur IV) en þeirra
sem höfðu háskólapróf (hópur I), þeir sem höfðu
stúdentspróf (hópur II) eða gagnfræðapróf (hópur
III) voru mitt á milli. Samkvæmt þessum niðurstöð-
um átti áhættan á kransæðasjúkdómi í hópi IV að
vera 10% meiri meðal karla og 20% meiri meðal
kvenna heldur en í hópi I. Við slíkan samanburð er
þó vert að hafa í huga að ein mæling á áhættuþætti (til
dæmis kólesteróli) getur vanmetið áhættu þess þáttar
(allt að 60%) samanborið við að fleiri mælingar lægju
til grundvallar yfir nokkum tíma til að vinna upp
skekkjur í mælingu og líffræðilegan breytileika (3).
I framhaldi þessarar rannsóknar könnuðu Marí-
anna Garðarsdóttir ásamt Pórði Harðarsyni og sam-
starfsfólki frá Hjartavemd afdrif þessara fjögurra
hópa menntunarstigs á tímabilinu 1967-1991 (4). Sú
rannsókn sýndi fram á marktækt hærri dánartölu af
völdum kransæðasjúkdóma úr hópnum með grunn-
skólapróf eingöngu samanborið við háskólamenntaða
hópinn. Þessi munur var enn þá marktækur meðal
karla eftir að leiðrétt hafði verið fyrir vægi helstu
þekktra áhættuþátta. Aukningin á áhættunni reyndist
vera um 29% (vikmörkin vom þó vemleg) en hefði átt
að vera um 10%. Pví töldu höfundar ástæðu til að Ieita
annarra skýringa en hinna helstu þekktu áhættuþátta á
þessum mismun milli þjóðfélagshópa eins og reyndar
sumar erlendar rannsóknir höfðu einnig bent til.
Tilgangur rannsóknar Einars Pórs Þórarinssonar og
félaga (1) var því sá að leita annarra skýringa á þessum
mun. Rannsóknarhópurinn sem stuðst var við var að
vísu lítill undirhópur (400) alls Hjartavemdarhópsins
(um 19.000) og meðalaldurinn hár, eða 73 ár, þegar
þeir svöruðu viðbótarspumingum um þekkingu þeirra
á áhættuþáttum kransæðasjúkdóma, væntanleg við-
brögð við einkennum hjartadreps, félagsleg tengsl og
samskipti við heilbrigðiskerfið.
Helsta niðurstaða þessarar könnunar var að betur
menntað fólk hafi betri tengsl við heilbrigðisþjónust-
una, meðal annars tíðari samskipti við heimilislækna
og fleira, sem stuðli að betri heilsu þeirra. Einn helsti
styrkleiki íslenska heilbrigðiskerfisins í samanburði
við önnur lönd hefur verið talinn gott og auðvelt að-
gengi að heilbrigðisþjónustunni fyrir almenning og ef
til vill undirstrika þessar niðurstöður mikilvægi þess
að auðvelda það aðgengi enn meir.
Höfundar þessarar rannsóknar (1) benda þó á að
margt sé enn óunnið í rannsóknum á vemlegum
heilsufarsmismun eftir þjóðfélagsstöðu á íslandi. Þeir
benda á að enn megi vinna meira úr hinum miklu
gögnum Hjartaverndar í þessu sambandi. Benda þeir
meðal annars á að kanna þurfi tengsl menntunar og
líkamsæfingar og íþrótta sem hugsanlegrar skýringar.
Einnig má benda á að menntun gefur vísbendingu um
aðstæður í uppvexti sem hafa áhrif á heilsufar síðar á
ævinni. Eitt þeirra atriða er líkamshæðin og niðurstöð-
ur Hjartaverndar hafa sýnt að hópur IV var um tveim-
ur sentimetrum lægri í hæð en hópur I. Aukin líkams-
hæð hefur einnig reynst vemdandi þáttur gegn krans-
æðasjúkdómum í úrtaki Hjartavemdar og víðar. Petta
gæti bent til mikilvægis góðrar næringar á uppvaxtarár-
unum auk erfðaþátta fyrir góða heilsu síðar á ævinni.
Vert er einnig að kanna meðferðarheldni fólks
eftir menntunarstigi í ljósi þess hve lyfjameðferð hef-
ur reynst árangursrík, til dæmis varðandi háar blóð-
fitur og háþrýsting.
Pær þrjár greinar úr Læknablaðinu (1,2,4) sem hér
hefur verið vitnað til voru allar unnar af læknanem-
um sem hluti af námi þeirra (rannsóknarverkefni
fjórða árs) undir handleiðslu Pórðar Harðarsonar
prófessors, í samvinnu við starfsfólk Hjartaverndar.
Pessar greinar endurspegla mjög vandaða vinnu og
vissulega eru vonir bundnar við að slík rannsóknar-
verkefni í læknanámi leiði til áframhaldandi rann-
sóknaráhuga lækna á öllum aldri.
Heimildir
1. Þórarinsson EÞ, Harðarson Þ, Vilhjálmsson R, Sigvaldason H,
Sigfússon N. Leit að þáttum sem skýra samband menntunar og
dánartíðni. Læknablaðið 2000; 86: 91-101.
2. Guðmundsson KÞ, Harðarson Þ, Sigvaldason H, Sigfússon N.
Samband menntunar og áhættuþátta kransæðasjúkdóma.
Læknablaðið 1996; 82:505-15.
3. Law MR, Wald NJ, Wu T, Hackshaw A, Baily A. Systematic
underestimation of association between serum cholesterol
concentration and ischaemic heart disease in observational
studies: data from the BUPA study. BMJ 1994; 308:363-6.
4. Garðarsdóttir M, Harðarson Þ, Þorgeirsson G, Sigvaldason H,
Sigfússon N. Samband menntunar og dánartíðni með sérstöku
tilliti til kransæðasjúkdóma. Hóprannsókn Hjartaverndar.
Læknablaðið 1998; 84: 913-20.
Gunnar Sigurðsson
Læknablaðið 2000/86 89