Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 9
FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN Samband menntunar og kransæðasjúkdóma Gunnar Sigurðsson Höfundur er prófessor í lyflækningum við Háskóla íslands og yfirlæknir við lyflækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, Fossvogi. f pessu tölublaði Læknablaðsins birtist áhuga- verð grein Einars Pórs Pórarinssonar og meðhöf- unda (1) um leit að þáttum sem skýra öfugt samband menntunar og dánartíðni, sérstaklega kransæðasjúk- dóma í Hjartaverndarrannsókninni. Könnun þessi byggist á spumingum til undirhóps úr upphaflegu úr- taki Hjartaverndarrannsóknarinnar. Fyrri grein Kristjáns Guðmundssonar og félaga (2) hafði fjallað um samanburð á helstu áhættuþáttum kransæðasjúk- dóma og menntunar og fundið að þessir áhættuþættir voru marktækt oftar til staðar meðal þeirra sem ein- ungis höfðu grunnskólapróf (hópur IV) en þeirra sem höfðu háskólapróf (hópur I), þeir sem höfðu stúdentspróf (hópur II) eða gagnfræðapróf (hópur III) voru mitt á milli. Samkvæmt þessum niðurstöð- um átti áhættan á kransæðasjúkdómi í hópi IV að vera 10% meiri meðal karla og 20% meiri meðal kvenna heldur en í hópi I. Við slíkan samanburð er þó vert að hafa í huga að ein mæling á áhættuþætti (til dæmis kólesteróli) getur vanmetið áhættu þess þáttar (allt að 60%) samanborið við að fleiri mælingar lægju til grundvallar yfir nokkum tíma til að vinna upp skekkjur í mælingu og líffræðilegan breytileika (3). I framhaldi þessarar rannsóknar könnuðu Marí- anna Garðarsdóttir ásamt Pórði Harðarsyni og sam- starfsfólki frá Hjartavemd afdrif þessara fjögurra hópa menntunarstigs á tímabilinu 1967-1991 (4). Sú rannsókn sýndi fram á marktækt hærri dánartölu af völdum kransæðasjúkdóma úr hópnum með grunn- skólapróf eingöngu samanborið við háskólamenntaða hópinn. Þessi munur var enn þá marktækur meðal karla eftir að leiðrétt hafði verið fyrir vægi helstu þekktra áhættuþátta. Aukningin á áhættunni reyndist vera um 29% (vikmörkin vom þó vemleg) en hefði átt að vera um 10%. Pví töldu höfundar ástæðu til að Ieita annarra skýringa en hinna helstu þekktu áhættuþátta á þessum mismun milli þjóðfélagshópa eins og reyndar sumar erlendar rannsóknir höfðu einnig bent til. Tilgangur rannsóknar Einars Pórs Þórarinssonar og félaga (1) var því sá að leita annarra skýringa á þessum mun. Rannsóknarhópurinn sem stuðst var við var að vísu lítill undirhópur (400) alls Hjartavemdarhópsins (um 19.000) og meðalaldurinn hár, eða 73 ár, þegar þeir svöruðu viðbótarspumingum um þekkingu þeirra á áhættuþáttum kransæðasjúkdóma, væntanleg við- brögð við einkennum hjartadreps, félagsleg tengsl og samskipti við heilbrigðiskerfið. Helsta niðurstaða þessarar könnunar var að betur menntað fólk hafi betri tengsl við heilbrigðisþjónust- una, meðal annars tíðari samskipti við heimilislækna og fleira, sem stuðli að betri heilsu þeirra. Einn helsti styrkleiki íslenska heilbrigðiskerfisins í samanburði við önnur lönd hefur verið talinn gott og auðvelt að- gengi að heilbrigðisþjónustunni fyrir almenning og ef til vill undirstrika þessar niðurstöður mikilvægi þess að auðvelda það aðgengi enn meir. Höfundar þessarar rannsóknar (1) benda þó á að margt sé enn óunnið í rannsóknum á vemlegum heilsufarsmismun eftir þjóðfélagsstöðu á íslandi. Þeir benda á að enn megi vinna meira úr hinum miklu gögnum Hjartaverndar í þessu sambandi. Benda þeir meðal annars á að kanna þurfi tengsl menntunar og líkamsæfingar og íþrótta sem hugsanlegrar skýringar. Einnig má benda á að menntun gefur vísbendingu um aðstæður í uppvexti sem hafa áhrif á heilsufar síðar á ævinni. Eitt þeirra atriða er líkamshæðin og niðurstöð- ur Hjartaverndar hafa sýnt að hópur IV var um tveim- ur sentimetrum lægri í hæð en hópur I. Aukin líkams- hæð hefur einnig reynst vemdandi þáttur gegn krans- æðasjúkdómum í úrtaki Hjartavemdar og víðar. Petta gæti bent til mikilvægis góðrar næringar á uppvaxtarár- unum auk erfðaþátta fyrir góða heilsu síðar á ævinni. Vert er einnig að kanna meðferðarheldni fólks eftir menntunarstigi í ljósi þess hve lyfjameðferð hef- ur reynst árangursrík, til dæmis varðandi háar blóð- fitur og háþrýsting. Pær þrjár greinar úr Læknablaðinu (1,2,4) sem hér hefur verið vitnað til voru allar unnar af læknanem- um sem hluti af námi þeirra (rannsóknarverkefni fjórða árs) undir handleiðslu Pórðar Harðarsonar prófessors, í samvinnu við starfsfólk Hjartaverndar. Pessar greinar endurspegla mjög vandaða vinnu og vissulega eru vonir bundnar við að slík rannsóknar- verkefni í læknanámi leiði til áframhaldandi rann- sóknaráhuga lækna á öllum aldri. Heimildir 1. Þórarinsson EÞ, Harðarson Þ, Vilhjálmsson R, Sigvaldason H, Sigfússon N. Leit að þáttum sem skýra samband menntunar og dánartíðni. Læknablaðið 2000; 86: 91-101. 2. Guðmundsson KÞ, Harðarson Þ, Sigvaldason H, Sigfússon N. Samband menntunar og áhættuþátta kransæðasjúkdóma. Læknablaðið 1996; 82:505-15. 3. Law MR, Wald NJ, Wu T, Hackshaw A, Baily A. Systematic underestimation of association between serum cholesterol concentration and ischaemic heart disease in observational studies: data from the BUPA study. BMJ 1994; 308:363-6. 4. Garðarsdóttir M, Harðarson Þ, Þorgeirsson G, Sigvaldason H, Sigfússon N. Samband menntunar og dánartíðni með sérstöku tilliti til kransæðasjúkdóma. Hóprannsókn Hjartaverndar. Læknablaðið 1998; 84: 913-20. Gunnar Sigurðsson Læknablaðið 2000/86 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.