Læknablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 48
FRÆÐIGREINAR / ATVINNUSJÚKDÓMAR
fallstala óþæginda frá ökklum hins vegar 5,3 sem
kom á óvart og erfitt er að finna skýringu á því. Al-
gengi óþæginda er hátt frá fleiri líkamssvæðum þótt
hópurinn sé lítill og öryggismörkin víð er hér um
ákveðna vísbendingu að ræða.
Rannsókn Ohlsson og samstarfsfélaga (7) sýndi
að ekki var marktækur munur á algengi óþæginda
meðal núverandi og fyrrverandi starfsmanna. I þeirri
rannsókn höfðu starfsmenn hætt störfum við færi-
bandavinnu á fjögurra ára tímabili áður en rannsókn-
in hófst sem gerir samanburðinn við þá rannsókn erf-
iðan. Ohlsson og félagar spurðu fyrrverandi starfs-
menn hvers vegna þeir hefðu hætt störfum og 26%
þeirra sem svöruðu sögðu ástæðuna vera óþægindi
frá hreyfi- og stoðkerfi. I annarri sænskri rannsókn
gáfu 24% kvenna sem hætt höfðu vinnu í fiskvinnslu
upp að ástæðan hefði verið óþægindi frá hreyfi- og
stoðkerfi (13). í íslensku rannsókninni voru fyrrver-
andi starfsmenn ekki spurðir um það hvers vegna
þeir hættu störfum og því er ekki hægt að bera hana
saman við sænska fiskvinnslufólkið.
Yngsti hópurinn, 16-19 ára, átti fleiri börn en nú-
verandi starfsmenn. Petta gæti haft áhrif á ákvörðun
þeirra um að hætta. Pessi hópur var einnig með stysta
starfsaldurinn. Sex af hverjum 10 fyrrverandi starfs-
mönnum höfðu minna en eins árs starfsaldur í fisk-
vinnslu.
Atvinnuleysi á íslandi var hvað hæst á árinu 1993
þegar þessi rannsókn var gerð. Mest var atvinnuleysið
meðal ófaglærðra kvenna á landsbyggðinni. Það er
því fremur ólíklegt að fiskvinnslukonurnar hafi hætt
störfum vegna tilboða um önnur störf. Það má leiða
að því líkum að hér séu á ferðinni áhrif hraustra
starfsmanna (healthy worker effect).
Með áhrifum hraustra starfsmanna er átt við að
það eru yfirleitt hraustustu starfsmennimir sem verða
eftir en þeir sem þola minna hætta fyrr (14). Fólk þarf
að hafa ákveðna lágmarksheilsu til þess að leita að
vinnu, sækja um hana, fá og halda. Áhrif hraustra
starfsmanna geta einnig birst í starfsaldri en 64%
fyrrverandi starfsmanna höfðu unnið skemur en þrjú
ár samanborið við 41% núverandi starfsmanna.
Hugtakið, áhrif hraustra starfsmanna, er mest notað í
krabbameins- og dánarmeinarannsóknum. En það
kemur einnig fyrir í vaxandi mæli í rannsóknum á
óþægindum frá hreyfi- og stoðkerfi (15).
Mikilvægi þess að geta mælt álag í rannsóknar-
hópnum er þekkt. Vöðvaspenna var ekki mæld og
ekki er vitað hvort einhver tengsl séu á milli afkasta
starfsmanna og óþæginda þeirra. Hins vegar eru ýms-
ir álagsþættir meðal fiskvinnslukvenna þekktir.
Starfsfólkið í báðum hópunum kemur frá sömu fisk-
vinnsluhúsunum, hefur sama launakerfi, það getur
lítil áhrif haft á vinnufyrirkomulagið og kemur úr
sömu þjóðfélagshópunum þannig að hóparnir eru
álitnir vera mjög sambærilegir. Starfsaldur var ólíkur
í hópunum. Fyrrverandi starfsmenn, sem almennt
höfðu hærra algengi óþæginda, höfðu meðaltals starfs-
aldur sem var um þriðjungi lægri en starfsaldur
núverandi starfsmanna. Það eru því öfug tengsl milli
starfsaldurs og algengis óþæginda.
Telja má víst að lífsstíll hafi áhrif á algengi óþæg-
inda frá hreyfi- og stoðkerfi. Það er meðal annars
þekkt að reykingar eru algengari meðal fólks í lægri
stigum þjóðfélagsins heldur en hjá öðrum (16) og það
virðist vera tengsl milli reykinga og óþæginda frá
hreyfi- og stoðkerfi. Það er álit margra að tengsl séu
milli bakverkja og reykinga (17,18). Reykingar hafa
einnig verið taldar hafa áhrif á óþægindi frá hálsi,
herðum og höndum (19,20). Oþægindi frá útlimum
virðast meira tengjast reykingum en óþægindum í
hálsi eða baki (16).
Til þess að fá betra yfirlit yfir vinnuaðstæður fólks-
ins þótti áhugavert að fá upplýsingar um það hvort
starfsmenn hefðu búnað, til dæmis vinnuborð, stól
eða pall til að standa á, sem hægt væri að stilla. Jafn-
framt var spurt að hve miklu leyti starfsfólkið nýtti
sér slíka möguleika. Langflestir fyrrverandi og núver-
andi starfsmenn höfðu stillanlega stóla og palla til að
standa á. Mikill meirihluti starfsmanna sagðist nýta
sér stillimöguleikana. Eftir því sem best er vitað hafði
ekkert fyrirtækjanna keypt sér þjónustu á sviði heilsu-
vemdar starfsmanna. Úrbætumar sem fengust með
stillanlegum búnaði flæðilínanna virðast ekki hafa
minnkað óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfi meðal
starfsfólksins (3). Rúmlega 70% starfsfólks í fisk-
vinnslu vinnur við snyrtingu og pökkun. Af þessum
sökum er erfitt að koma fyrir verkvíxlun.
Lokaályktunin er að það kunni að vera orsaka-
tengsl milli óþæginda frá hreyfi- og stoðkerfi og þess
að hætta störfum í fiskvinnslu. Framtíðarinnar bíður
að endurskoða og finna lausnir á vinnuskipulagi í
fiskvinnslu með það að leiðarljósi að auka fjölbreytni
við störfin og draga þar með úr óþægindum starfs-
manna frá hreyfi- og stoðkerfi.
Helmlldir:
1. Steingrímsdóttir ÓA, Rafnsson V, Sveinsdóttir 1>, Ólafsson
MH. Einkenni frá hreyfi- og stoökerfi. Hóprannsókn á úrtaki
íslendinga I. Læknablaðið 1988; 84:223-32.
2. Ólafsdóttir H, Steingrímsdóttir ÓA, RafnssonV. Óþægindi frá
stoðkerfi meðal fiskvinnslufólks. Læknablaðið 1993; 79:29-35.
3. Ólafsdóttir H, Rafnsson V. Increase in musculoskeletal symp-
toms of upper limbs among women after introduction of the
flow-line in fish-fillet plants. Int J Ind Erg 1998; 21:69-77.
4. Kuorinka I, Jonsson B, Kilbom A, Vinterberg H, Biering-S0r-
ensen F, Andersson G, Jprgensen K. Standardised Nordic
questionnaire for the analysis of musculoskeletal symptoms.
Applied Ergonomics 1987; 18:233-7.
5. Schibye B, Skov T, Ekner D, Christiansen JU, Sjógaard G.
Musculoskeletal symptoms among sewing machine operators.
Scand J Work Environ Health 1995; 21:427-34.
6. Luopajárvi T, Kuorinka I, Virolainen M, Holmberg M. Preva-
lence of tenosynovitis and other injuries of the upper extremi-
ties in repetitive work. Scand J Work Environ Health 1979; 5/
Suppl. 3:48-55.
7. Ohlsson K, Attewell R, Skerfving S. Self-reported symptoms
in the neck and upper limbs of female assembly workers.
Scand J Work Environ Health 1989; 15:75-80.
8. Ranney D, Wells R, Moore A. Upper limb musculoskeletal
disorders in highly repetitive industries: precise anatomical
physical findings. Ergonomics 1995; 7:1408-23.
124 Læknablaðið 2000/86