Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 69

Læknablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 69
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐASAFN LÆKNA 119 Ofhæring, ofnæmi og veira Jóhann Heiðar Jóhannsson Netfang: johannhj@rsp.is Um tillögugerð sína sagði Vil- niundur: „Þótti mér nú sem valið stæði á milli orðanna væra og veira. Svo mjög sem ég hefði kosið hið fyrrnefnda orð vegna miklu nánari hljóðlíkingar, hafnaði ég því þó vegna lifandi sjúkdómsmerkingar þess, sem ég óttaðist að gæti valdi rugl- ingi.“ Sigurður Pétursson. gerlafræð- ingur, hafði þetta að segja um nýyrði Vilmundar: „Nafnið veira hefur líka verið notað á þennan lífveruflokk í íslensku máli, en hefur ekkert fram yfir orðið vírus nema tilgerðina. Orðið vírus fer vel í málinu og beygist eins og prímus." Hirsutism Guðmundur Arason, kvensjúkdómalæknir, hafði samband og óskaði eftir umfjöllun um fræðiheitið hirsutism. Hann var að þýða erlendan texta fyrir sjúklinga sína og líkaði ekki það heiti sem íðorðasafn lækna birtir, ofloðna. Hirsutus er latneskt lýsingarorð sem merkir ann- ars vegar: loðinn, stríðhœrður, úfinn, og hins vegar: grófur, ófágaður. Latneska viðskeytið -ismus er talið komið úr grísku, af -ismos, og birtist í ensku sem -ism. Það er, samkvæmt læknisfræðiorðabók Stedmans, oft notað í samsettum heitum þegar á ferðinni er: 1. lœknis- fræðilegt fyrirbœri eða sjúkdómur sem stafar af eða felur í sér sértœkt ástand. 2. ástundun, iðkun, kenning. Hirsutismus ætti samkvæmt þessu að vera læknis- fræðilegur kvilli eða sjúkdómur sem hefur í för með sér afbrigðilegan hárvöxt. Flestar tiltækar læknis- fræðiorðabækur gefa til kynna að hirsutismus vísi fyrst og fremst í karlmannlegan hárvöxt og háradreifingu hjá konum. Þó er stundum tilgreint að heitið geti einnig átt við um óeðlilegan hárvöxt hjá börnum og fullorðnum af völdum hormóna eða lyfja. Oft er vísað í heitið hypertrichosis til samanburðar, en sjaldnast er þó gefið til kynna að um algjört samheiti sé að ræða. Eitt orðasafnið lýsir fyrirbærinu einfald- lega þannig að heitið hypertrichosis sé notað um aukinn hárvöxt, almennt eða staðbundið. Iðorðasafnið birtir samsetn- inguna ofvöxtur hárs sem þýðingu á hypertrichosis og gisið hár sem þýðingu á hypotrichosis. Ef til vill er ástæða til að geta þess hér að trichosis er grískt heiti sem er stundum notað í samsetningum um sjúklegt ástand eða sjúkdóm í hári. Upprunalega gríska heitið á hári er thrix, en latneska heitið er pilus. Vilmundur tók þó heitið veira í notkun en varð síðar fyrir sárum vonbrigðum þegar hann bar tillögu sína undir aldavin sinn Halldór Halldórsson, dósent, og fékk svar málræktarmannsins og nýyrðasafnarans: „Við ætlum að kalla það viru.“ Ofhæring I sjúkdómaskránni ICD-10 hafa verið tekin upp heitin ofhæring og vanhæring. Sé ekki sérstök ástæða til að aðgreina hirsutismus og hypertrichosis getur of- hæring dugað fyrir bæði. Guðmundur getur því sagt sjúklingum sínum að ofhær- ing geti fylgt tiltekinni hormónameðferð. Ef beita þarf sérstakri nákvæmni, má greina frá því að karlhæring geti látið á sér bera í stað venjulegrar kvenhæringar. Atopla Bjöm Árdal, barnalæknir, hefur lengi knúið á með beiðni um að fundið verði lipurt íslenskt heiti á því sem atopia nefnist á latínu. Orðabók Stedmans segir svo frá: Arfgengt ofnœmisástand gagnvart ofnœmis- vökum íumhverfi. Ofnœmisviðbragð aftegund Ifylg- ir framleiðslu á IgE mótefnum og fram geta komið astma, frjónœmi (hay fever) eða húðbólga (atopic dermatitis). Orðið er samsett úr hinu neitandi forskeyti a- og orðhlutanum top- sem kominn er úr grísku, af orðinu topus sem sagt er merkja staður eða svæði. Viðskeyt- ið -ia er hér notað, eins og í mörgum öðrum læknis- fræðilegum heitum af grískum uppruna, til að full- gera heiti sem táknar sjúklegt ástand. Eftir uppflett- ingar og orðarakningar í ýmsum orðabókum varð niðurstaðan sú að upprunalega merkingin á atopia gæti hafa verið eitthvað sem er undarlegt, framandi, skrýtið eða ókunnuglegt. Hvað er nú til ráða? Iðorðasafn lækna kemur ekki að gagni því að báðum heitunum nafnorðinu atopy og lýsingarorðinu atopic fylgja einungis spurningar- merki (?). Engin íslensk heiti hafa því fundist meðan ritsafnið var í smíðum. Síðan hefur að vísu verið skráð heitið bráðaofnæmishneigð. „Bráðaofnæmi" á við um ofnæmi af tegund I og „hneigð“ vísar í þá til- hneigingu þessara einstaklinga til að sýna ofnæmis- viðbragð. Óskað er eftir aðstoð við að finna íslenskt heiti sem nálgast það að vera eins lipurt og það latn- eska. Veira Undirritaður telur sig í vaxandi mæli verða varan við það að ákafir fréttamenn gleymi því ágæta heiti veira í stað latneska heitisins virus. Einn heyrðist meira að segja tala um „víru“ í beljandi lýsingu á skelfilegum sjúkdómsfaraldri sem yfir okkur gæti dunið á næstu vikum. Það er sorglegt ef þetta góða heiti, veira, tapast í flumbrugangi síbyljunnar. Læknisfræðiorðabók Stedmans skilgreinir veirur þannig: flokkur smitvera sem komast í gegnum síur sem stöðva bakteríur, sjást venjulega ekki í Ijóssmásjá, skortir óháð efnaskipti og geta ekki vaxið eða fjölgað sér utan lifandi frumna. Til gamans má geta þess að ein latneska orðabókin birtir orðin slím, eitur, sterk lykt og selta til að þýða orðið virus. Söguna um tilurð heitisins veira má lesa í ritsafni Vilmundar Jónssonar, fyrrum landlæknis, Með hug og orði, og birtist hún þar í grein frá 1955 sem hann nefndi Vörn fyrir veiru, sjá ramma. Læknablaðið 2000/86 139
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.