Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 71

Læknablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 71
UMRÆÐA & FRÉTTIR / GOMUL LÆKNISRÁÐ / LJÓÐ hryllingi til sullaveikinnar. En heimildarmenn sem svöruðu þessari skrá, nær allir fæddir eftir alda- mót, virtust margir kannast við að hundar væru látnir sleikja sár eins og sést á eftirfarandi brotum úr svörunum: „...var svo talið að ekki hlypi illt í sár sem hundur sleikti til dæmis á sjálfum sér og furða var hvað sár á hundum greru fljótt ef þeir náðu að sleikja þau. Sumir höfðu líka mestu tröllatrú á að láta hunda sleikja sig og sagt var um mann einn að hann þvægi sér ekki öðru vísi en svo að hann bæri skyr framan í sig og í eyrun og léti svo hundinn sleikja." „Eg man að pabbi fékk einu sinni sár á milli tánna, og að Táta gamla var látin sleikja það,“ seg- ir í annarri heimild en þar er talið alvanalegt að hundar sleiktu sár, sérstaklega þó ígerðir til lækn- inga. Heimildarmaður úr Norður Múlasýslu skrifar: „Eg held að öruggt sé að hundstungan sé græð- andi. Það reyndist hún okkur börnunum, hvort sem var á höndum eða fóturn. Oft var ekki heil brú í skónum að kvöldi eftir fjallgöngur allan daginn. Smalahundurinn bara sleikti allar mínar benjar og það var eins og hætti að blæða og allt greri.“ A þessu viðhorfi voru þó undantekningar og er þetta til dæmis haft eftir Strandamanni: „Eg veit hvorki til né hefi heyrt þess getið, að nokkrum manni eða konu hafi til hugar komið að láta hund sleikja sár og skurfur í græðslu- og lækn- ingarskyni. Þvert á móti gætti fólk mikillar var- færni í sínum samskiptum við hunda, að minnsta kosti allt yngra fólk.“ Annar heimildarmaður segir að á fyrri hluta aldarinnar hafi börnum verið bannað að snerta hunda eða láta þá sleikja sig. Það voru nær eingöngu Arnesingar sem þekktu sögur um lækningamátt tíkarmjólkur. Það var þá fyrst og fremst að hún ætti að örva hárvöxt, en því brá jafnframt fyrir að þetta væri að vera þveröfugt, menn ættu að bera hana á sig til að eyða hárum. Einn hafði heyrt að gott væri að bera tíkarmjólk á sár. Nokkuð þekkt var trúin um að hundar sæju feigð á mönnum, enda þóttu þeir afar næmir. Af hegðun þeirra mátti til dæmis marka veðurfar á næstunni og gestakomur og þá einnig hvernig fylgjur tilvonandi gestir hefðu. Þegar hundar þef- uðu af einhverjum og gengu síðan í burtu sneyptir með lafandi skott átti viðkomandi ekki langt eftir. Sérstaklega voru hundar næmir á þetta gagnvart eigendunum og sögð var saga bónda sem merkti eigin feigð af heimahundinum - og dó síðan drottni sínum. Jónas Hallgrímsson Bringsmalaskottan er brennivínsþyrst, Brynmeier skilur það tæplega fyrst, og enn síður Fjölnir og Finnur. Tómas og Konráð, sem trúa á hann, telja þó kjark í og hvetja sinn mann, en einstœðingsskapurinn iðjuna kann og örlagaþrœðina spinnur. Þrœðirnir tvinnast og þrinnast í band, og þrástöguð ógœfa býr honum grand, vonir hans fœrir ífjötra. í heiðbláum frakka með húfu ogstaf heyrir'ann samtíðarmannanna skraf svo stefnir hann ótrauður út yfir haf og upp yfirfátœktar tötra. í Köben og Sórey skal íslandi allt unnið í sjálfstœðis þágu, en valt er gengið hjá skáldinu góða. Einmanakenndin er óvinur hans, hins ástsæla, gáfaða forystumanns, veislurnar missa sinn glitoþm glans, uns gleðina setur hljóða. Vinunum fœkkar, og forlagagrimm feigðin úr gáttunum kallar, og dimm ský yfir skáldinu þruma. Vorboðinn Ijúfasti dofnar og deyr, dalbúasöngurinn heyrist ei meir. Eftir á hólunum einungis þeir álfa og dverga og guma, sem finna hjá vættunum viðnám og hlíf vonglaðir heilsa og biðja um líf og nú skilja nœstum því allir. Þú kveikir og smellir á veraldarvef velurþinn Jónas með Hraundrangastef: Smávinum foldar ég göfigum gef gull mín og óskahallir. Brynjólfur Ingvarsson Þess má geta að höfundur gaf út Ijóðabók árið 1999 sem enn má fá áritaða hjá honum. Læknablaðið 2000/86 141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.