Læknablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 54
UMRÆÐA & FRÉTTIR / PERSÓNUVERND
Persónuvernd leysirTölvunefnd af hólmi
Stjórnar-
frumvarp um
persónu-
vernd og
meðferð
persónu-
upplýsinga
lagt fram rétt
fyrir jól
Skömmu áður en Alþingi fór í jólafrí lagði Sólveig
Pétursdóttir dómsmálaráðherra fram stjórnarfrum-
varp til laga um persónuvernd og meðferð persónu-
upplýsinga. Ekki náðist að mæla fyrir frumvarpinu og
bíður því nánari kynning og umræða þess að þing
komi saman að nýju sem verður nú í febrúar. En ljóst
er að efni frumvarpsins boðar veigamiklar breytingar
á allri umgjörð þeirrar starfsemi sem háð er leyfi
Tölvunefndar.
Forsaga þessa frumvarps er sú að í október 1995
gaf Evrópusambandið út nýja tilskipun um skrán-
ingu og meðferð persónuupplýsinga. Snemma árs
1996 skipaði dómsmálaráðherra þrjá fulltrúa í
nefnd til að endurskoða lög nr. 121/1989 um skrán-
ingu og meðferð persónuupplýsinga en þeir voru:
Þorgeir Örlygsson þáverandi formaður Tölvu-
nefndar, Sigrún Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri
Tölvunefndar og Porsteinn A. Jónsson þáverandi
skrifstofustjóri í Dómsmálaráðuneytinu. Auk þess
var Kristján Andri Stefánsson deildarstjóri skipað-
ur af Forsætisráðuneytinu.
Nefndin lauk störfum 1. október 1998 og af-
henti dómsmálaráðherra tillögur sínar í frumvarpi
sem er í öllum meginatriðum samhljóða því sem nú
hefur verið lagt fram.
Sjálfstæð ríkisstofnun
Ljóst er að frumvarpið hefur í för með sér verulegar
breytingar á öllu eftirliti með skráningu persónuupp-
lýsinga og meðferð þeirra. í stað Tölvunefndar sem
starfað hefur undir forsjá Dómsmálaráðuneytisins
verður til ný stofnun, Persónuvernd, sem hefur fullt
sjálfstæði eins og aðrar ríkisstofnanir.
í öðru lagi eru gerðar breytingar á gildissviði
laganna. Hugtakið persónuupplýsingar felur nú í
sér „sérhverjar persónugreindar eða persónu-
greinanlegar upplýsingar, það er upplýsingar sem
tengja má beint eða óbeint við einstakling“. Frum-
varpið nær einnig til „sérhverrar rafrænnar vinnslu
persónuupplýsinga án tillits til þess hvort afmörk-
uðum upplýsingum er safnað í skipulagsbundna
heild eða ekki, en tekur hins vegar því aðeins til
handunninnar meðferðar persónuupplýsinga að
þær séu eða eigi að verða hluti af skrá,“ eins og
segir í skýringum með frumvarpinu.
í þriðja lagi verður sú grundvallarbreyting á
vinnubrögðum að í stað þess að sá sem hyggur á
vinnslu persónuupplýsinga sæki um leyfi til Tölvu-
nefndar skal hann að lögunum samþykktum til-
kynna hinni nýju stofnun hvað hann hyggist fyrir. í
tilkynningunni eiga að koma fram allar upplýsing-
ar um það hvernig hann hyggst haga vinnslunni.
Persónuvernd tekur síðan afstöðu til þess hvort og
þá hvernig stofnunin mun fylgjast með vinnslunni.
Með þessu móti er ábyrgð þess sem vinnur með
persónuupplýsingar aukin og honum gert að við-
hafa innra eftirlit sem tryggi öryggi og gæði þeirra
upplýsinga sem unnið er með. Persónuvernd getur
stöðvað vinnsluna ef stofnunin telur að ekki sé far-
ið rétt að og jafnvel beitt dagsektum ef ábyrgðar-
aðili fer ekki að fyrirmælum hennar. Einnig er gert
ráð fyrir að „Persónuvernd gegni þýðingarmiklu
hlutverki við að leiðbeina þeim um persónuvernd
sem ráðgera að vinna með persónuupplýsingar eða
þróa kerfi fyrir slíka vinnslu. Er í því sambandi
m.a. haft í huga að stofnunin aðstoði við gerð starfs-
og siðareglna fyrir einstaka hópa og starfsstétt-
ir...,“ eins og segir í greinargerð.
Aukinn réttur hins skráða
í frumvarpinu eru mörg ný ákvæði sem ætlað er að
auka réttindi hins skráða og gera hann færari um að
gæta réttar síns. Þetta er gert með þrennum hætti:
„í fyrsta lagi með því að ábyrgðaraðila er að
eigin frumkvæði gert skylt að framkvæma ýmsar
ráðstafanir sem hafa það að markmiði að tryggja
að hinn skráði geti nýtt sér réttindi sín samkvæmt
lögunum. Dæmi um þetta eru ákvæði ... þar sem
sú skylda er lögð á ábyrgðaraðila að veita hinum
skráða fræðslu um tiltekin atriði þegar safnað er
upplýsingum um hann.
í öðru lagi eru hinum skráða veitt nokkur ný
eða rýmkuð réttindi sem hann verður sjálfur að
hafa frumkvæði að nýta sér ...
í þriðja lagi felst í því réttaröryggi fyrir almenn-
ing að Persónuvernd skal... halda skrá yfir alla þá
vinnslu sem henni er tilkynnt um ... og vinnslu sem
hún heimilar ... skrá þessi skal vera aðgengileg al-
menningi. Er það Persónuverndar að ákveða
hvernig það verður gert og kemur mjög til álita að
skráin verði m.a. aðgengileg á netinu,“ segir í
greinargerð.
Ljóst er að hér eru lagðar til umtalsverðar
breytingar á öllu starfsumhverfi þeirra sem vinna
með persónuupplýsingar. í þeim hópi eru allir sem
vinna að læknisfræðirannsóknum og er því full
ástæða til að hvetja lækna til að fylgjast vel með
umræðum sem verða munu um þetta frumvarp á
vormánuðum.
-ÞH
Stjórnarfrumvarpiö um persónuvernd og meðferð persónuupplýs-
inga má nálgast á vefsíðu Alþingis: www.althingi.is
128 Læknablaðið 2000/86