Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 58
Samstarf við siðanefndir stofnana - Hvernig eru samskipti ykkar við nefnd- irnar sem starfræktar eru á stofnununum? „Samkvæmt reglugerð eiga að starfa siðanefndir á sjúkrahúsunum í Reykjavík og á Akureyri og innan heilsugæslunnar. Sú síðastnefnda hefur enn ekki verið stofnuð en hinar eru starfandi. Pær fjalla um þær rannsóknir sem gerðar eru inni á viðkom- andi stofnun. Rannsóknir sem gerðar eru í samstarfi stofnana innbyrðis eða við ein- staklinga og fyrirtæki heyra undir okkur, svo og fjölþjóðlegar rannsóknir. Þar á raun- ar eftir að skilgreina nánar hvaða rannsókn- ir teljast samstarfsrannsóknir því það var ekki ætlun stjórnvalda að við tækjum neitt frá stofnananefndunum sem þær eiga og vilja bera ábyrgð á, þvert á móti er það vilji stjórnvalda að styrkja þær nefndir. En raunin hefur samt orðið sú að við tökum við fleiri umsóknum en áður var sem endur- speglar aukið samstarf í rannsóknum. Fjöldi umsókna til Vísindasiðanefndar hef- ur tvöfaldast milli ára.“ - En hefur verið rætt um að hægt sé að áfrýja ákvörðunum stofnananefndanna til Vísindasiðanefndar? „Reglugerðin gerir ráð fyrir því, en það hefur ekki reynt á þetta enn. Einnig ber okkur samkvæmt reglugerð að gera tillögur um starfsreglur sem gilda líka fyrir stofn- ananefndirnar. Þær eiga að senda okkur all- ar niðurstöður um afgreiðslu mála sem þær hafa fjallað um. Það gæti líka fallið undir eftirlitshlutverk okkar að fylgjast með starfi stofnananefndanna, auk þess sem þá verður til á einum stað yfirlit yfir allar vísindarann- sóknir sem gerðar eru á fólki.“ Niðurstöður rannsókna á að birta - Hefur verið rætt í nefndinni hvemig fara skuli með niðurstöður rannsókna? „Já, við förum fram á að gerð sé grein fyrir því í umsókn hvernig ætlunin sé að birta niðurstöður. Við getum ekki fyrirskip- að fólki að birta þær, það samræmist ekki frelsi vísindanna. En almenna krafan er sú að vísindarannsóknir séu ekki gerðar nema til þess að svara vísindalegum spurningum og þær á að birta, að öðrum kosti hafa þær engan tilgang. Niðurstöðurnar á að birta í fagtímaritum sem fara yfir og meta gæði rannsókna. Almenna reglan er sú að niðurstöður eru birtar á þann hátt. Hins vegar gildir það um sumar rannsóknir, ekki síst lyfjarann- sóknir, að niðurstöðurnar eru ekki endilega birtar í nafni rannsakendanna. Oft er um að ræða fjölþjóðlegar rannsóknir þar sem ís- lenski hlutinn er ekki nema örlítið brot af heildinni, en þá er rannsakenda og/eða stofnana getið. I öðrum tilvikum eru ís- lenskir rannsakendur mjög virkir og jafnvel leiðandi í fjölþjóðlegum rannsóknum og þá að sjálfsögðu höfundar að vísindagreinum sem um þær birtast. Við gerum hins vegar þá kröfu að við birtingu niðurstaðna séu þátttakendur í rannsókninni ekki persónugreinanlegir. Það er tekið fram á samþykkisblaði sem þátttakendur undirrita." Rannsóknarumhverfið breytist ört - Nú er búið að leggja fram stjórnarfrum- varp um persónuvernd þar sem gert er ráð fyrir að koma á fót nýrri stofnun sem meðal annars á að veita starfshópum og stéttum ráðgjöf um gerð siðareglna. Sýnir þetta frumvarp ekki með öðru hversu miklar breytingar eru að verða á umhverfi vísinda- rannsókna hér á landi? „Jú, það er rétt. Það hafa orðið ótrúlega miklar breytingar á síðasta áratug. Sem dæmi má nefna að siðanefndir sjúkrahús- anna hafa breyst. Fyrir nokkrum árum voru bara læknar í þeim, en nú er búið að fjölga í nefndunum og þær eru orðnar þverfagleg- ar. Þar sitja fulltrúar heilbrigðisstétta, prest- ar og lögfræðingar. Rannsóknarumhverfið hefur líka breyst mikið og alþjóðleg um- ræða aukist verulega. Hún er líka farin að hafa mikil áhrif hér á landi. Ég held að við getum verið sátt við þær kröfur sem gerðar eru hér á landi til vís- indarannsókna og ánægð með það hvernig staðið er að rannsóknum. En umhverfið breytist ört og eitt af því sem við bíðum eftir eru lögin um lífsýni sem boðuð hafa verið. Þau varða margar rannsóknir sem byggjast á sýnum sem verið er að safna og sýnum sem hefur verið safnað í áranna rás í tengsl- um við greiningu og meðferð. Þama lifum við í ákveðnu tómarúmi.“ Vísindasiðanefnd þarf að takast á við mörg vísindasiðfræðileg álitamál. Ingileif seg- ir viðfangsefnin bæði ögrandi og skemmtileg og hún er ánægð með störf nefndarinnar. -ÞH PUI.MICORT TURBUHALER Draco. 880157 INNÚÐADUFT; R03BA02RB Hver úðastaukur inniheldur 200 úðaskammta. Hver úðaskammtur inniheldur: Budesonidum INN 100 míkróg, 200 míkróg eða 400 míkróg. Eiginleikar: Lyf- ið er afbrigði af prednisólóni (sykursteri). U.þ.b. 20- 40% af gefnum skammti kemst til lungna eftir inn- öndun. Af því magni, sem kyngt er, verður u.þ.b. 90% óvirkt eftir fyrstu umferð um lifur. Lyfið hefur því litlar almennar steraverkanir. Hámarksþéttni í plasma eftir innöndun á 1 mg af búdesóníði er u.þ.b. 3,5 nmól/1 og næst eftir um 20 mínútur. Ábendingan Asthma bronchiale. Frábendingar: Ofnæmi fyrir ein- hverju innihaldsefni lyfsins. Meðganga og brjóstagjöf: Forðast ber að gefa lyfið meðan á meðgöngu stendur nema brýna nauðsyn beri til. Ef ekki er hægt að komast hjá gjöf sykurstera á meðgöngu, er mælt með notkun innúðalyfs vegna lítilla almennra áhrifa þess miðað við sykurstera til inntöku. Aukaverkanir: Algengar (>1%): öndunarvegur: Sveppasýkingar í munni og koki. Erting í hálsi. Hósti, hæsi. Mjög sjaldgœfar (<0,1%): Húð: Ofsakláði, útbrot, húðbólgur svo og aukin tíðni marbletta. Öndunar- vegur: Berkjukrampi. í einstaka tilvikum hafa taugaveiklun, órói og þung- lyndi komið fram við notkun á búdesoníði sem og öðrum sykursterum. Til að draga úr hættu á sveppa- sýkingum og almennum steraverkunum er ráðlagt að skola lyfið vel úr munni og koki með vatni strax eftir notkun. Milliverkanir: Samtímis gjöf címetidíns veldur vægri hækkun á blóðgildum búdesóníðs og aðgengi þess. Líklega hefur þetta þó ekki klíníska þýðingu. Varúö: Varúð þegar sjúklingar með lungnaberkla og sveppa- og veirusýkingar í öndunarvegi eru með- höndlaðir. Skammtastærðir handa fullorðnum: í byrj- un meðferðar á astma eða þegar verið er að reyna að ná astma-sjúklingi af barksterum gefnum til inntöku, er skammtur 200-1.600 míkróg á sólarhring, skipt í 2-4 skammta. Viðhaldsskammtur er einstaklingsbundinn og reynt að finna þann skammt, sem heldur einkenn- um alveg niðri. Oftast er þó nóg að gefa lyfið kvölds og morgna, en ef dagsskammtur er lágur (200-400 míkróg) er mögulegt að gefa lyfið einu sinni á sólar- hring. Ef astmi versnar má auka skammtatíðnina. Nokkrar vikur geta liðið þar til full verkun fæst. Sé mikil slímsöfnun í berkjum kann að vera, að lyfið nái ekki til berkju-slímhúðar og er þá ráðlagt að gefa sterakúr til inntöku í stuttan tíma (ca. 2 vikur) sam- hliða notkun lyfsins. Athugiö: Þar sem nýting búdes- óníðs er betri með Tbrbuhalerúðatæki en með þrýst- ingsinnúða, kann að vera unnt að lækka skammta, þegar skipt er um lyfjaform. Skammtastæröir handa börnuni: Börn 6-12 ára: 200- 800 míkróg daglega, skipt í 2-4 skammta. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára. Pakkningar og verö: Innúðaduft 100 míkróg/úðaskammt: 200 skammta úðastaukur. - 5.796- kr. Innúðaduft 200 míkróg/úðaskammt: 200 skammta úðastaukur. - 7.776- kr. Innúðaduft 400 míkróg/úðaskammt: 200 skammta úðastaukur. - 12.310- kr. 50 skammta úðastaukur (sjúkrahúspakkning)- 4.043- kr. Hverri pakkningu lyfsins skal fylgja leiðarvísir á ís- lensku með leiðbeiningum um notkun úðatækisins og varnaðarorð. Greiðslufyrirkomulag: B Sjá ítarlegri upplýsingar um lyfið í texta Sérlyfjaskrár 1999 Umboö á Islundi: Pharmaco hf., AstraZeneca, Hörgatúni 2, 210 Garðabær. Sími: 535-7151 Fax: 565-7366. 132 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.