Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 26
FRÆÐIGREINAR / BARNALÆKNINGAR Table II. Scoring system for severity ofatopy. Score Frequency of wheezing attacks 0-5 Severity or persistence of atopic eczema 0-5 Severity or persistence of rhinoconjunctivitis 0-3 History of allergic reaction to food 0-2 Urticaria 0-1 Immediate skin reaction to one or more of the allergens used 0-2 Mild allergy: global score £3. Moderate allergy: global score 4-5. Severe allergy: global score >6. Table III. Prevalence and types of allergy in lcelandic children (percentage). Note, that the majority ofchildren had mild symptoms. Age Types of Cumulative 18-23 months 4 years 8 years atopy incidence (n = 179) (n = 161) (n = 134) Atopy (total) 60 42 45 34 Asthma 32 19 28 13 Eczema 40 31 21 20 Rhinoconjunctivitis 13 0 7 10 Food allergy 2 1 1 2 Niðurstöður Fig. 1. Prevalence of allergic diseases and asthma according to age (numbers over columns indicate numbers of individuals). Almennt: Algengi ofnæmis og astma í íslenskum börnum reyndist vera 34-45% á mismunandi aldurs- skeiðum, en samtals greindust 107 börn (60%) með þessa sjúkdóma einhvern tímann á rannsóknartíma- bilinu (cumulative incidence) (tafla III, mynd 1 og 2). Algengið var mest við fjögurra ára aldur og minnst við átta ár (p=0,057). Samkvæmt stigun höfðu flest barnanna fremur vægan sjúkdóm. Einungis 3% þeirra barna sem höfðu astma eða ofnæmi á öðru ári (1% af heildarfjölda) töldust hafa meðalslæman eða alvarlegan sjúkdóm og enginn hafði alvarlegan sjúk- dóm við fjögurra og átta ára aldur. Astmi: Fimmtíu og sjö börn eða 32% (57/179) voru greind með astma á einhverju stigi rannsóknar- innar. Algengi astma á mismunandi aldursskeiðum sést á myndum 1 og 2 og í töflu III. Astmi var algeng- astur hjá fjögurra ára börnum en fátíðastur við átta ára aldur (p=0,003). Af þeim 34 bömum sem greind voru með astma 20 mánaða voru 23 (68%) enn með einkenni fjögurra ára en einungis níu (26%) höfðu enn astma við átta ára aldur. Sjúkdómurinn var væg- ur á öllum aldursstigum, ekkert barn hafði meðal- slæman eða alvarlegan astma. Húðpróf reyndust já- kvæð hjá átta af 18 (44%) börnum sem höfðu astma við átta ára aldur. Af 18 átta ára börnum með astma höfðu 14 (78%) fjölskyldusögu um ofnæmi saman- borið við 75 (56%) í úrtakinu öllu (p=0,125). Af þess- um 14 voru sex með fjölskyldustuðul >4. Átta astma- barnanna (44%) bjuggu á reykingaheimilum. Exem: Alls greindust 72 börn (40%) með exem á einhverjum tíma rannsóknarinnar og var það algeng- ast einkenna (tafla III, myndir 1 og 2). Algengið var mest hjá 20 mánaða börnum samanborið við fjögurra (p=0,037) og átta ára börn (p=0,029). Af þeim 56 börnum sem höfðu exem 20 mánaða voru 15 (27%) enn með einkenni þess við átta ára aldur. Af átta ára börnum með exem höfðu 78% jákvæða fjölskyldu- sögu um ofnæmi samanborið við 56% í heildarúrtak- inu (p=0,053). Fjölskyldustuðull var >4 hjá níu þess- ara einstaklinga (43%). Á 18 af 27 heimilum (67%) voru dýr og/eða reykingar (dýr á fjórum, reykingar á sex og bæði hjá átta) samanborið við 77 (57%) í heildarúrtakinu við átta ár (p=0,401). Ofnœmiskvef: Tuttugu og þrjú börn voru greind með ofnæmiskvef á rannsóknartímanum. Eins og sést á mynd 1 var ekkert barn greint með þennan sjúkdóm innan tveggja ára aldurs. Hins vegar greind- ust 12 börn (7%) með ofnæmiskvef fjögurra ára og 14 (10%) við átta ára aldur (myndir 1 og 2). Einungis þrjú þeirra barna sem höfðu einkenni ofnæmiskvefs fjögurra ára voru enn með slík einkenni átta ára. Af átta ára börnunum voru átta af 14 (57%) með já- kvæða fjölskyldusögu um ofnæmi og er það ekki marktækt hærra en heildarúrtakið. Reykingar og/eða dýr voru til staðar á átta heimilum (57%) sem er það sama og í úrtakinu í heild. Níu (64%) átta ára barna með ofnæmiskvef höfðu jákvæð ofnæmispróf, þar af höfðu allir ofnæmi fyrir köttum og fimm fyrir grasi. Fœðuofnœmi: Einungis tvö börn voru greind með fæðuofnæmi við 20 mánaða aldur og var ofnæmið enn til staðar á tveimur síðari stigum rannsóknarinn- ar. Átta ára uppfylltu þrjú börn skilmerki um fæðuof- næmi (2%), öll höfðu ofnæmi fyrir fiski og þar af eitt fyrir skelfiski. Fjölofnœmi: Tuttugu mánaða voru 15 börn (20%) með tvö eða fleiri ofnæmisvandamál. Af þeim voru 14 með astma og exem en eitt barn hafði auk þess fæðuofnæmi. Fjögurra ára voru 17 böm (24%) með fleiri en eitt ofnæmiseinkenni. 116 tilvikum voru tvö einkenni til staðar (astmi/exem hjá sex, astmi/ofnæm- iskvef hjá sjö, exem/ofnæmiskvef hjá þremur). Einn einstaklingur hafði þrjú einkenni. Átta ára höfðu 11 104 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.