Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 64

Læknablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 64
S MÁS JÁI N íslensk erfðagreining fær ieyfi til rekstrar á miðlægum gagnagrunni ■ Laugardaginn 22. janúar af- henti Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra Kára Stefánssyni forstjóra íslenskrar erfðagreiningar ehf. rekstrarleyfi til gerðar og starf- rækslu gagnagrunns á heilbrigðis- sviði í 12 ár. Við það tækifæri sagði Kári að nú myndu hefjast samn- ingaviðræður fyrirtækisins við heil- brigðisstéttir og vonaðist hann til að þær yrðu komnar á það góðan rekspöl innan nokkurra mánaða að hægt yrði hefjast handa við gerð gagnagrunnsins. Pess má geta að fyrir rekstrarleyfið greiðir Islehsk erfðagreining 70 milljónir króna á ári auk hlutdeildar í hagnaði sem verður þó aldrei meiri en 70 millj- ónir. Rekstrarleyfið er mikið að vöxt- um, einar 800 blaðsíður þegar allt er talið. í því er meðal annars að finna lýsingar á þeim upplýsingum sem flytja má í grunninn og örygg- iskerfinu sem viðhaft verður við dulkóðun upplýsinga. Engin leið er að birta þetta efni hér í blaðinu en benda má á að Morgunblaðið birtir stærstan hluta þessara upplýsinga í vefútgáfu sinni sem nálgast má um veffangið www.mbl.is í útvarpsfréttum var haft eftir Sigurbirni Sveinssyni formanni LI að engin ástæða væri fyrir lækna- samtökin að endurskoða afstöðu sína til gagnagrunnsins að rekstrar- leyfinu útgefnu. Ekkert tillit hefði verið tekið til gagnrýni lækna eða annarra á lögin um gagnagrunn við gerð rekstrarleyfisins. Einnig kom fram í fréttum að nú mætti búast við lögsóknum á hend- ur ráðuneytinu vegna rekstrarleyf- isins. Samtökin Mannvernd vilja láta reyna á það fyrir dómstólum hvort það standist ákvæði stjórnar- skrár um friðhelgi einkalífsins og alþjóðlega samninga sem íslenska ríkið hefur undirritað. Kvótalögin voru á sinn hátt neyðarlög og því voru á þeim gallar sem hægt hefði verið að laga ef megingallarnir hefðu ekki verið þess eðlis að mögulegt var að leyfi til nýtingar fiskistofnanna söfnuðust á fáar hendur. Strax mátti sjá við þessum ann- marka og lagfæra hann, en áður en hugað var að því höfðu fjármagnsöflin notfært sér gallana í gróðaskyni og því hafa allar tilraunir til leiðréttinga á megingalla lag- anna dregist á langinn og að sjálfsögðu verja kvótaeigendurnir hann með kjafti og klóm. Ef við berum þetta saman við gagnagrunnslögin, sem eins og kvótalögin brjóta í bága við mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar, er munurinn sá að það lá ekkert á að setja gagnagrunnslögin, hvað þá að flýta þeim. í stað þess hefðu rnenn átt að hugsa sinn gang og ganga frá lögum um mannréttindi og sérlega að lagfæra lögin um réttindi sjúklinga í það horf að þeirra réttindi væru tryggð bæði gagnvart ríkisvaldinu og einkafyrirtækj- um. Gagnagrunnslögin voru sett með hags- muni gróðafyrirtækis að leiðarljósi og það samræmist ekki hagsmunum þess að lag- færa versta gallann sem er sá að hægt er að setja sjúkraskýrslur einstaklinga inn í grunninn án upplýsts samþykkis. Það er brot á mannréttindum og auk þess á jafn- réttisákvæðum stjórnarskrárinnar því lög- in mismuna þeim sem geta borið hönd fyrir höfuð sér (sagt sig úr grunninum) og hinum sem eru til þess vanmáttugir af ein- hverjum orsökum. En fyrirtækið mun verja mannréttindabrotin með kjafti og klóm. Vonum seinna hafa málaferli risið út af kvótalögunum, sem nú eru í uppnámi. Nú þegar eru málaferli vegna gagnagrunns- laganna í uppsiglingu og þeim mun fjölga þegar á reynir. Læknar ættu að gefa því gaum, að þegar og ef þeir færa trúnaðar- upplýsingar sjúklinga inn í gagnagrunninn eru þeir að taka á sig, ekki aðeins siðferði- lega heldur einnig lagalega ábyrgð. Heimildir 1. MacGyvers VL. Value. The University of Southem Louisiana 1999. 2. Óbirt skjöl um viðskipti mænusiggssjúklings við íslenska erfðagreiningu. 3. Edelstein W. Max Planck Institute for Human De- velopment. Óbirt grein. 4. Fortun M. Iceland Cometh to Commercial Geno- mics: From the Individual as Biomass to the Nation as Database. Óbirt erindi. 5. Riis P. Biobanker som salgsvarer. Ugeskr læger 2000; 162:102. 6. Hannibalsson Ó. Morgunblaðið 11. janúar 2000:34. 7. Reykjavíkurbréf. Morgunblaðið 16. janúar 2000: 33. 8. Anderson R. Comments on the Security Targets for the Icelandic Health Database. Óbirt álit. ATMOS; AstraZeneca, 950188 Forðaplástur; G 03 B A 03 Hver forðaplástur inniheldur: Testosteronum INN 12,2 mg (gefur frá sér 2,5 mg/24 klst.) eða 24,3 mg (gefur frá sér 5 mg/24 klst.) et constit. q.s. Eigin- leikar: Atmos er forðaplástur, sem inniheldur hormónið testósterón. Lyfið bætir upp minnkaða testósterónframleiðslu í líkamanum hjá karlmönn- um með kynkirtlavanseytingu (hypogonadism). Eðlilegur styrkur testósteróns næst strax á fyrsta sólarhring meðferðar. Með því að setja plástur á á kvöldin er líkt eftir eðlilegri sólarhringssveiflu test- ósteróns í blóði. Umbrot á sér fyrst og fremst stað í lifur. Stærsti hluti umbrotsefna skilst út með þvagi sem glúkúroníð eða súlfatefnasambönd.. Engin uppsöfnun á sér stað í líkamanum. Ábendingar: Uppbótarmeðferð við testósterónskorti hjá karl- mönnum með kynkirtlavanseytingu. Frábending- ar: Krabbamein í blöðruhálskirtli. Varúð: í upphafi meðferðar skal fylgjast með breytingum á blóð- þrýstingi hjá sjúklingum með óstöðugan blóðþrýst- ing. Hjá sjúklingum með rauðkornadreyra (poly- globulia) eða skerta lungnastarfsemi skal fylgjast með Hb-gildum, þar sem meðferð með testóster- óni getur aukið rauðkornamyndun. Hjá sjúkling- um með skerta hjartastarfsemi, nýrnasjúkdóma eða lifrarskemmdir, skal fylgjast með mögulegri vökvasöfnun og bjúg. Reynsla af notkun lyfsins til þess að koma af stað kynþroska hjá piltum liggur ekki fyrir. Atmos er ekki ætlað konum. Aukaverk- anir: Tímabundnar og staðbundar húðbreytingar þar sem plásturinn er settur á koma fram hjá um 50% sjúklinga. Algengar (>1%): Húð: Hörunds- roði með eða án blöðrumyndunar, ofnæmisútbrot, kláði. Mjög sjaldgæfar (<0,1 %): Almennar. Þreyta, höfuðverkur. Miðtaugakerfi: Þunglyndi, óróleiki. Innkirtlakeifi: Brjóstastækkun. Húð: Bólur. Við langtímameðferð geta andrógenar valdið skerð- ingu á eistnastarfsemi (tímabundið). Milliverkanin Andrógenar milliverka við cíklóspórín og fenó- barbital. Meðferð með andrógenum getur dregið úr insúlínþörf sykursjúkra. Skam m tastœrðir. Skömmtun lyfsins er einstaklingsbundin og er háð þeim testósteróngildum sem nást. Venjulegur skammtur er tveir plástrar 2,5 mg/24 klst. eða einn plástur 5 mg/24 klst. einu sinni á sólarhring (sett á að kvöldi). Testósteróngildin eru í hlutfalli við lík- amsþyngd og sjúklingar þyngri en 120 kg geta þurft stærri skammta. Þar sem upptaka testósteróns er háð snertingu húðar og plásturs skal setja plástur- inn á þurra, slétta og hreina húð, helst á baki, upp- handlegg, bol, læri eða sitjanda. Ef plástur er settur á mjóalegg eða efri hluta brjóstkassa getur borist minna af testósteróni til líkamans. Velja skal stað þar sem plásturinn er settur á þannig að sama svæði sé ekki notað nema á 7 daga fresti. Plásturinn má hafa á þegar farið er í bað eða sturtu. Ef plást- ur losnar af að nóttu eða fyrri hluta dags skal setja nýjan plástur á. Ef plástur losnar síðar um daginn skal setja nýjan plástur á venjulegum skiptitíma. Athugið: Opnuð pakkning: Plástur skal nota strax og hann hefur verið tekinn úr innri umbúðunum. Fleygja skal skemmdum plástrum. Pakkningan Forðaplástur 2,5 mg/24 klst.: 60 stk. - 8.267 kr. Forðaplástur 5 mg/24 klst.: 30 stk. - 8.267 kr. Greiðslufyrirkomulag: E Sjá ítarlegri upplýsingar um lyfið í texta Sérlyfja- skrár 1999. Umboð á íslandi: Pharmaco hf. AstraZeneca, Hörgatúni 2,221 Garðabæ. Sími: 535 7151. Fax : 565 7366. Lyfjanefnd ríkisins, 15. júlí 1998. 136 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.