Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / TÆPITUNGULAUST um nasista. Verjendur þeirra héldu því fram að rannsóknirnar væru réttlætanlegar vegna þess að árangur þeirra kæmi þjóðfélaginu til góða og ekki hefði verið hægt að ná honum á annan hátt.“ Röksemdafærslan hljómar kunnuglega, en þetta verður látið nægja af beinum tilvitnunum í grein prófessors MacGyvers. En lítum á þróunina síðan gagnagrunnslögin voru samþykkt í desember 1998. Eftir setningu laganna skrifaði dr. Wolfgang Edelstein við Max Planck stofnunina í Þýskalandi athugasemdir við þau og aðferðafræðina við setn- ingu þeirra, sem ekki hafa verið birtar fyrr (3). Þar segir meðal annars: Ljóst er að leynisamkomulag var um viðskiptahagsmuni vísindaathafnamanns- ins sem fólst í því að semja lög sem var ætlað að þjóna einkahagsmunum. Um upplýst samþykki: augljóst er að frumvarpið veitir ekki þá vernd sem almennt er grundvöllur að siðlegum rannsóknum á mönnum. Síðan ræðir höfundur um væntanleg áhrif gagnagrunnslaganna á mannréttindi, vísinda- frelsi og fleira. Um dulkóðunina segir hann meðal annars: Mér virðist augljóst að hvað sem líður var- úðarráðstöfunum og opinberum yfirlýsingum um hið gagnstæða verði alltaf hægt að þekkja einstak- linga í grunninum og hann lýsir áhyggjum sínum út af „stóru aðilunum“ sem í framtíðinni kunna að fá aðgang að grunnunum, svo sem tryggingafélögum, atvinnurekendum og jafnvel umboðsfyrirtækjum opinberra aðila. Síðan varar dr. Edelstein við áhrifum laganna á vísindafrelsi og fleira. En hvað hefur gerst síðan þetta var skrifað? Hafa einhverjir þessara ágalla laganna verið lag- færðir? Eru lögin ásættanlegri nú en þegar þau voru samþykkt í desember 1998? I erindi sem Mike Fortun hélt á þingi banda- ríska mannfræðingafélagsins í Chicago í nóvember 1999 (4) gerði hann góðlátlegt grín að okkur ís- lendingum. Hann rakti þar sögu gagnagrunns- málsins og gerði meðal annars grein fyrir tengslum og skiptum Kára Stefánssonar við íslensk stjórn- völd og sagði: „Nauðsynlegt er að muna að deCode hefur takmarkalausan aðgang að embætt- ismönnum íslensku ríkisstjórnarinnar, embættis- mönnum stjórnar sem formlega á og mun nota gagnagrunninn sem hún á formlega að stýra. Og ríkisstjórn sem gegnum ríkisbanka er sjálf stór meðeigandi í deCode Genetics." I Ugeskrift for lœger 3. janúar 2000 skrifar dr. Povl Riis meðal annars (5): „Með því að afhenda einkafyrirtæki ráðstöfunarrétt á íslenska gagna- grunninum og með því að gefa tilvonandi leyfis- hafa rétt til að meta hvort aðrir rannsóknarhópar geti ógnað hagsmunum leyfishafans er búinn til einokunarréttur, það er að segja greinileg skerð- ing á rannsóknafrelsi. Fullyrðingar um að það ætli menn að forðast eru léttvægar, þegar texti laganna er skoðaður.“ Ennfremur segir dr. Riis: „Hvað er hægt að læra af þessu máli hingað til? Það er að magnið af nýjum upplýsingum sem tölvufræðin, DNA keðjutækni og kortlagning erfðamengisins er nú orðið svo mikið og óyfirsjáanlegt bæði fyrir marga sérfræðinga og flesta almenna borgara, að vonirnar um nýjar háskólastöður, miklar tekjur fyrir þjóðir úr þessari uppsprettu ásamt ruglingi milli erfðafræði og ættfræði gefa markaðsöflunum lausan tauminn. Hugsanlega aðeins um tíma en samt er þetta viðvörun til hinna Norðurlandanna um að það getur verið örlagaríkt að sofa á verðin- um.“ Ólafur Hannibalsson segir 11. janúar 2000 í grein í Morgunblaðinu (6) með fyrirsögninani „Einkaleyfi ógna vísindunum og seinka lækningu sjúkdóma“ en greinin er lausleg þýðing og endursögn á grein úr tímaritinu Guardian Weekly 23.-29. desember 1999 en þar er íjallað um gullæðið kringum rannsóknir á erfðasjúkdómum og sérlega einkaleyfi: „Niðurstaðan verður sú að einkaleyfi á þekk- ingu um erfðasjúkdóma geti verið og séu nú þegar notuð til fjárkúgunar á samfélaginu, einkum sjúk- lingum og heilbrigðiskerfi." í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins frá 16. jan- úar 2000 (7) segir: „Hvernig má það vera að ís- lensk erfðagreining sé að verða jafnvel tvöfalt verðmætara fyrirtæki en Eimskipafélag íslands þótt fyrrnefnda fyrirtækið hafi ekki starfað nema í örfá ár og sé hvorki að skila þeim árangri í rann- sóknarstarfi né afkomu sem stefnt var að og búast má við. Hvort er þetta verðmat raunsæi eða rugl?“ Þannig spyr Morgunblaðið. Ross Anderson hefur starfað fyrir Læknafélag íslands nánast frá upphafi gagnagrunnsmálsins. Hann hefur skoðað álit Admiral, breska tölvu- fyrirtækisins sem Tölvunefnd réði til að meta álit nefndarinnar um starfhæfni gagnagrunnsins. Hann segir meðal annars í byrjun álits síns um álit fyrirtækisins (8): „Svo virðist sem í skjalinu sé horft framhjá tveimur grundvallarvandamálum: að þeir aðilar sem verja verður einkalíf sjúklinganna gegn eru starfandi handhafi einkaleyfisins, endan- legir notendur, þeir sem þróuðu kerfið og sá sem ber ábyrgð á matinu; og að hvernig sem á það er litið er það sami aðilinn (Decode).“ Anderson segir svo í lok álitsins: „Ég lít svo á að mat eftir þessum öryggismörkum mundi varla vera traustvekjandi og væri því lítils virði. Tölvu- nefnd ætti því að ráða sér aðra ráðgjafa, með við- unandi kunnáttu, og byrja upp á nýtt.“ í þessu tilefni er rétt að minna á önnur Iög sem verið hafa í almennri umræðu um langt skeið og bera þau saman við gagnagrunnslögin en það eru lögin um fiskveiðistjórnun. Nú þegar er búið að hanna sjúkraskrár sem eiga að falla inn í kerfi gagna- grunnsins. Þessar sjúkraskrár eru merkilegar fyrir það að sjúkraskrá er ekki lengur saga sjúks einstaklings og sjúkdóma hans heldur staðlað skjal sem miðar að því að falla inn í kerfi sem nota á til að vinna út úr söluhaefa framleiðsluvöru. Læknablaðið 2000/86 135
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.