Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 41
FRÆÐIGREINAR / ATVINNUSJÚKDÓMAR 187 konur og 63 karlar (1). Einungis voru tekin með svör þeirra sem voru 16-64 ára til samræmis við fyrri rannsókn á úrtaki íslensku þjóðarinnar og þá stóðu eftir 176 konur og 53 karlar. Einungis 25 konur eða 14% þeirra sem tóku þátt í rannsókninni 1987 tóku einnig þátt árið 1993 sem eru 8% kvennanna sem þá tóku þátt. Ekki var gerður sérstakur samanburður á þessum einstak- lingum fyrir og eftir tilkomu flæðilínu. Arið 1993 fengu samtals 811 einstaklingar í 11 fyrirtækjum spurningalista senda heim til sín. Svör- un var 64% (522 einstaklingar), 419 konur (71%) og 103 karlar (54%). Til samræmis við fyrri rann- sókn voru einungis svör 16-64 ára tekin með og er heildarfjöldi svarenda því 476 manns, 384 konur og 92 karlar. Upplýsingar um aldur þátttakenda fengust með spurningalistunum. Svarhlutfall var mismunandi eftir fyrirtækjum allt frá 42% og upp í 90%. Árið 1993 sögðust 323 kvennanna (84%) vinna við flæðilínu. Það er þessi hópur, sem vinnur nær eingöngu við snyrtingu, sem hér er borinn saman við konur sem unnu fjölbreyttari störf í fiskvinnslu fyrir tilkomu flæðilínu. Vinnuaðstæður karlanna breyttust minna en kvennanna með til- komu flæðilína, en einungis 22% þeirra eða 20 sögðust vinna við flæðilínu. Þar sem karlarnir voru svo fáir og svarhlutfall lágt var ákveðið að skoða alla karlana (92) sem einn hóp óháð því hvort þeir ynnu við flæðilínu eða ekki. Gerður var samanburður á algengi óþæginda hjá fiskvinnslukonum árin 1987 og 1993 og reikn- uð hlutfallstala (odds ratio) og 95% öryggismörk (confidence interval, CI). Notuð var Mantel- Haenszel jafna og lagskipt eftir aldri (10). Konum og körlum var skipt í aldurshópa sem hver spannar fimm ár, 16-19, 20-24 ... 60-64 ára. Mantel-Haens- zel jafna var einnig notuð þegar gerð var lagskipt- ing eftir starfsaldri í fiskvinnslu. Konunum var skipt niður í fimm hópa eftir starfsaldri. í fyrsta hópnurn voru þær sem unnið höfðu eitt ár eða skemur, hópur tvö hafði unnið eitt til tvö ár, þriðji hópurinn fjögur til níu ár, sá fjórði 10-15 ár og fimmti hópurinn hafði unnið 16-37 ár. Með ofan- nefndri lagskiptingu verður samanburðurinn milli hópanna óháðari aldursdreifingu og starfsaldri hópanna sem verið er að bera saman. Ef hlutfallstalan var stærri en einn var meiri hætta á að konur við flæðilínur hefðu óþægindi frá viðkomandi líkamssvæði en þær konur sem unnu ekki við flæðilínu, en öfugt ef hlutfallstalan er minni en einn. Leyfi Tölvunefndar fékkst fyrir rannsókninni. Niðurstödur Óþœgindi síðastliðna 12 mánuði: Algengi óþæginda síðastliðna 12 mánuði meðal kvenna og karla er sýnt í töflu I. Árið 1993 hafði algengi einkenna hækkað frá Table 1. Prevalence of symptoms (%) in different anatomical regions during the last 12 months among workers in fish-fillet plants before (1987) and after the introduction of flow-line (1993). Anatomical regions Women Men Survey 1987 % (n=176) Survey 1993 % (n=323) Survey 1987 % (n=53) Survey 1993 % (n=92) Neck 68 68 38 51 Shoulders 83 80 59 65 Elbows 13 20 21 18 Wrists 47 50 40 30 Upper back 33 38 30 35 Low back 65 68 59 64 Hips 28 28 19 18 Knees 36 30 28 34 Ankles 34 26 28 27 Head 52 55 26 33 Fingers 27 37 23 29 Table II. The Mantel-Haenszel odds ratio (OR) and the 95% confidence intervals for symptoms in different anatomical regions during the last 12 months, stratified in five- year age groups, comparing women working in fish-fillet plants before (1987) and after the introduction offlow-line (1993). Anatomical 95% confidence intervals regions OR Lower Upper Neck 1.0 0.7 1.4 Shoulders 0.8 0.5 1.3 Elbows 2.0* 1.2 3.3 Wrists 1.1 0.8 1.7 Upper back 1.3 0.9 1.9 Low back 1.1 0.7 1.6 Hips 1.0 0.7 1.5 Knees 0.8 0.5 1.2 Ankles 0.7** 0.4 1.0 Head 1.2 0.8 1.7 Fingers 1.7* 1.1 2.5 * p=0.02, ** p= =0.06 sjö af 11 líkamssvæðum meðal karla en frá sex af 11 svæðum hjá konum, miðað við rannsóknina 1987. í töflu II sjást hlutfallstölur og öryggismörk vegna óþæginda síðustu 12 mánuðina hjá konum, þegar lag- skipt hefur verið eftir aldri. Tölurnar voru hæstar vegna óþæginda í olnboga 2,0 og fingrum 1,7. Lægst- ar voru tölurnar vegna óþæginda í ökkla 0,7. Meðal karla hafði hlutfallstala óþæginda ekki vikið mark- tækt frá einum eftir tilkomu flæðilína. Óþœgindi síðustu sjö sólarhringa: Algengi óþæginda síðustu sjö sólahringa meðal karla og kvenna er sýnt í töflu III. Algengið hafði aukist frá níu svæðum hjá konunum en frá átta svæðum hjá körlunum. Hlut- fallstala vegna óþæginda síðustu sjö daga meðal kvenna þegar skipt er eftir aldurshópum er sýnd í töflu IV. Hlutfallstölurnar voru hæstar fyrir olnboga 2,1, fingur 1,9 og úlnliði 1,7. Meðal karla hafði hlut- fallstala óþæginda ekki vikið marktækt frá einum eftir tilkomu flæðilínu. Óþœgindi og starfsaldur: Það voru hlutfallslega fleiri sem höfðu stuttan starfsaldur árið 1993 heldur en 1987. Tuttugu og eitt prósent kvennanna höfðu unnið þrjú ár eða skemur árið 1987 en 41 % árið 1993. Ekki var hægt að sjá að algengi óþæginda væri hærra því Læknablaðið 2000/86 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.