Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 12
FRÆÐIGREINAR / FARALDSFRÆÐI artíðni af völdum kransæðasjúkdóma sérstaklega (6,8,9). Hér að neðan verður fjallað um mun á heildar- dánartíðni og almennu heilsufari eftir þjóðfélags- stöðu en einnig verður fjallað sérstaklega um dán- artíðni af völdum kransæðasjúkdóma. Auk þess að vera ein algengasta dánarorsök á Vesturlöndum eru kransæðasjúkdómar taldir eiga orsök sína að stórum hluta í lífsvenjum fólks og ytri aðstæðum. Tíðni þessara sjúkdóma hefur einnig sýnt sterkt öfugt samband við þjóðfélagsstöðu í rannsóknum síðustu ára (10,11) meðan aðrir stórir sjúkdóma- flokkar eins og ristil- og brjóstakrabbamein sýna jafnvel jákvætt samband við þjóðfélagsstöðu (12). Ymsir mælikvarðar hafa verið notaðir á þjóðfé- lagsstöðu einstaklinga svo sem starfsgrein, tekjur og menntun. I faraldsfræðirannsóknum síðari ára hefur menntunarstig rutt sér til rúms sem ákjósan- legur mælikvarði á þjóðfélagsstöðu. Menntun hef- ur endurtekið sýnt jákvætt samband við almennt heilsufar og lífslíkur fólks (2,7,8,13). Menntun greinir fólk í hópa snemma á lífsleiðinni, hægt er að flokka alla með tilliti til menntunar og einstak- lingar færast sjaldan á milli menntahópa eftir að fullorðinsaldri er náð. Oft er auðveldara að nálg- ast gögn um menntun stórra hópa en aðra kvarða svo sem tekjur og starfsstétt. í hóprannsókn Hjartaverndar hefur menntun meðal annars verið notuð sem mælikvarði á þjóðfélagsstöðu. Kristján Þ. Guðmundsson vann ásamt fleirum rannsókn byggða á gögnum hóprannsóknar Hjarta- verndar. Þar var sýnt fram á öfugt samband mennt- unar og ýmissa áhættuþátta kransæðasjúkdóma svo sem blóðþrýstings og reykinga hjá báðum kynjum og kólesteróls í blóði hjá konum (16). Út frá þessum niðurstöðum mátti ætla að einhver munur væri á dánartíðni af völdum kransæðasjúk- dóma eftir menntun. I framhaldi af þessari rannsókn gerðu Marí- anna Garðarsdóttir og fleiri athugun á því hvort samband á milli menntunar og dánartíðni væri til staðar á Islandi (17). I ljós kom tölfræðilega mark- tækt öfugt samband milli menntunar og dánar- tíðni, bæði þegar skoðuð var dánartíðni af völdum allra orsaka og af völdum kransæðasjúkdóma sér- staklega. Þegar leiðrétt var fyrir þeim áhættuþátt- um sem kannaðir voru í rannsókn Kristjáns kom í ljós að þeir skýrðu ekki nema brot af þessu sam- bandi. Þetta er í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna (9,10). Því er töluverður munur á dánaráhættu ein- staklinga eftir menntun sem ekki hefur tekist að skýra nema að litlu leyti. Það var því ætlun okkar með eftirfarandi rannsókn að varpa ljósi á hugsan- lega skýringarþætti. Rannsóknin skiptist í fjóra kafla. Tveir fyrri sneru sérstaklega að kransæða- sjúkdómum og fjölluðu umþekkingu á áhœttuþátt- um kransœðasjúkdóma og vœntanleg viðbrögð við einkennum hjartadreps. Seinni tveir sneru að al- mennu heilsufari og fjölluðu um félagsleg tengsl og samskipti við heilbrigðiskerfið. Efniviður og aðferðir Rannsókn þessi er hluti af hóprannsókn Hjarta- verndar sem hófst árið 1967.1 hóprannsókn Hjarta- verndar var upphaflega rannsóknarþýðið allir sem búsettir voru í Reykjavík og nágrannabæjum sam- kvæmt Þjóðskrá 1. desember 1966, karlar fæddir 1907-1934 og konur fæddar 1908-1935, alls 30.795 einstaklingar. Þýðinu var skipt í sex hópa, A-F, eftir fæðingardögum. Rannsóknin hefur farið fram í sex áföngum. Hópi B var boðið í alla áfangana (undan- tekningar: aðeins var boðið helmingi kvenna í III. áfanga og aðeins þeim, sem orðnir voru 70 ára í VI. áfanga). í II. áfanga var hópi C boðið að auki, í III. áfanga hópum A og C, í IV. áfanga hópi D, í V. áfanga hópi E og í VI. áfanga hópi F (70 ára og eldri). Þýðið í okkar rannsókn var sá hópur sem mætti í IV. áfanga hóprannsóknarinnar það er hópar B og D. í þeim áfanga mættu 3245 karlar og 3586 konur alls 6831 manns. Mæting var 70,4% í heild. Karlar mættu á árunum 1979-1981 og konurnar 1981-1984. Allir sem tóku þátt í hóprannsókn Hjartaverndar svöruðu spurningalista þar sem spurt var um heilsufarslega og félagslega þætti, meðal annars menntun, og mættu síðan í blóð- rannsóknir og læknisskoðun. Fjórir menntahópar voru skilgreindir eftir því námi sem þátttakendur höfðu lokið (25): Hópur. 1: háskólapróf eða sam- bœrileg menntun. Undir þennan hóp falla þeir sem lokið hafa almennu háskólaprófi eða prófi í for- spjallsvísindum auk þeirra sem lokið höfðu kenn- araprófi ef um stúdentspróf var einnig að ræða (um það bil 14 ára skólaganga eða meira). Hópur 2: stúdentspróf eða sambœrileg menntun. Undir það fellur stúdentspróf, samvinnuskólapróf, versl- unarskólapróf og kennaraskólapróf (um það bil 13 ára skólaganga). Hópur 3: gagnfrœðapróf eða sambœrileg menntun. Hér eru þeir sem lokið hafa gagnfræðaprófi, unglingaprófi, miðskólaprófi, lands- prófi, prófi úr sjómanna- og stýrimannaskóla, iðn- skólaprófi eða prófi úr tækniskóla án stúdents- prófs (um það bil níu ára skólaganga). Hópur 4: barnaskólapróf eða minni menntun (um það bil sex ára skólaganga eða minna). Uppgefin tíma- lengd skólagöngu er aðeins gróft viðmið. Raun- verulegur árafjöldi innan hvers hóps getur hafa verið minni og mjög breytilegur. Tekið var 400 manna lagskipt úrtak úr rann- sóknarþýðinu, 100 manns úr hverjum menntahóp. Allir í úrtaki voru á lífi samkvæmt Þjóðskrá í ágúst 1998. Kynjaskipting var höfð jöfn og var úrtakið lagskipt eftir aldri (sex aldurshópar) þannig að jöfn aldursskipting var í öllum menntahópunum. 92 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.