Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 27
FRÆÐIGREINAR / BARNALÆKNINGAR börn (24%) fleiri en eitt ofnæmiseinkenni. Níu þeirra höfðu tvö einkenni (astmi/exem hjá einu, astmi/of- næmiskvef hjá sex, ofnæmiskvef/exem hjá tveimur) og tvö börn höfðu þrjú einkenni. Ofnæmiskvef var eitt einkenna í 10 af 11 tilvikum hjá átta ára börnum. Af átta ára börnum með fjölofnæmi höfðu 64% já- kvæða fjölskyldusögu. Ofnœmispróf: Alls voru 22 börn með jákvæð húð- próf og þar af höfðu 18 (82%) einkenni astma eða ofnæmis. Algengi jákvæðra húðprófa fór vaxandi með aldri. Af fimm börnum með marktæka svörun á öðru ári höfðu fjögur jákvæð húðpróf fyrir fæðutegundum. Fjögurra ára höfðu fimm böm jákvæð húðpróf, öll gegn fæðutegundum og eitt að auki gegn köttum. Við átta ára aldur höfðu 17 af 45 börnum með ofnæmissjúkdóma jákvæð húðpróf (38%) eða 13% af þeim sem þátt tóku í rannsókninni. í 14 tilvikum (82%) var um ofnæmi fyrir köttum að ræða, en of- næmi fyrir grasi var næst algengast og kom það fyrir hjá sjö börnum (41%). Sjö af 17 (41%) átta ára börn- um með jákvæð húðpróf, höfðu svörun við fleiri en einum ofnæmisvaka. Einungis tvö átta ára börn höfðu jákvæða svörun við fæðutegundum, bæði fyrir fiski. Fjölskyldusaga: Sjötíu og fimm (56%) átta ára barna koma úr fjölskyldum með ofnæmi og þar af var fjölskyldustuðull >4 í 27 tilvikum (36%). Af þessum 75 börnum voru 54 (72%) greind með ofnæmi á einhverju stigi rannsókanrinnar. Af þeim 27 börnum sem höfðu fjölskyldustuðul >4 greindust 22 (81%) með ofnæmi á rannsóknartímanum. Af þeim 134 bömum sem skoðuð voru átta ára höfðu 80 haft astma eða ofnæmi á einhverjum tíma rannsóknarinn- ar. Marktækt fleiri þessara barna höfðu jákvæða fjöl- skyldusögu samanborið við böm án ofnæmis (p= 0,002). Þau börn sem höfðu einkenni astma eða of- næmis við átta ára aldur voru einnig marktækt oftar með jákvæða fjölskyldusögu en börn sem voru ein- kennalaus á þeim aldri (p=0,003). Fimmtíu börn sem greindust með ofnæmiseinkenni einhvern tímann á rannsóknartímanum höfðu neikvæða fjölskyldusögu. Umhverfisþœttir: I upphafi rannsóknarinnar árið 1989 var reykt á heimilum 99 barna (55%), en á síð- asta stigi hennar var reykt á 61 heimili (38%) (p= 0,007). Gæludýr voru á heimilum 36 barna (20%) við 20 mánaða aldur en hjá 45 fjölskyldum (30%) við átta ára aldur (p=0,009). Af börnum sem greindust með astma eða ofnæmi á einhverju stigi rannsóknar- innar (107) voru dýr og/eða reykingar á heimili í 80 tilvikum (75%). Eyrnabólgur/kirtlar: Eitt hundrað fimmtíu og fimm börn (87%) höfðu sögu um eyrnabólgu á rann- sóknartímanum og voru 95 þeirra (65% af 134) með astma eða ofnæmi. Þrjátíu og sex börn áttu enn við þennan kvilla að stríða frá fjögurra til átta ára aldurs. í það minnsta 71 af 179 börnum (40%) hafði gengist undir kirtlatöku fyrir eða við átta ára aldur og af þeim höfðu 53 (75%) haft ofnæmi eða astma. Markmið rannsóknarinnar var að kanna breytingar á allergic symptoms algengi og tegund ofnæmissjúkdóma hjá hópi ís- according to age. lenskra barna sem fýlgt hefur verið eftir í langan tíma. Ofnæmissjúkdómar eru almennt taldir vera astmi, exem, ofnæmiskvef og fæðuofnæmi, en grein- ing þeirra getur verið erfið og ekki er alltaf hægt að staðfesta ofnæmi hjá einstaklingum með ofnæmisein- kenni. Þá gætir nokkurs ósamræmis í notkun hugtaka er tengjast þessum sjúkdómum. Þannig er astmi hjá börnum gjarnan útleystur af öndunarfærasýkingum án þess að um greinanlegt ofnæmi sé að ræða. I þess- ari rannsókn gerum við ekki greinarmun á því hvort um er að ræða astma tengdan sýkingum eða ofnæmi. Ofnæmiseinkenni eru algeng hjá íslenskum börn- um samkvæmt rannsókn okkar. Við fjögurrra ára aldur hefur hátt í helmingur barnanna haft slík ein- kenni, átta ára koma einkenni fyrir hjá þriðjungi hópsins. Langflest barnanna hafa þó fremur vægan sjúkdóm. Þetta er sambærilegt nýlegum erlendum niðurstöðum (6,20). Rannsóknir gefa þó mjög mis- munandi niðurstöður (6,7,21), enda er samanburður nokkrum erfiðleikum bundinn vegna skorts á sam- ræmdum greiningarskilmerkjum og staðlaðri að- ferðafræði. Þriðjungur rannsóknarhópsins var greindur með astma á einhverju stigi rannsóknarinnar. Þetta er sambærilegt við tölur frá Wight eyju og Englandi (20,22), nokkru hærra en gerist í Frakklandi og Sví- þjóð (23,24) og mun hærra en í Póllandi (6). Einnig finnast erlendar rannsóknir sem sýna mun hærri astmatíðni en hérlendis hjá skólabörnum eða 23- 37% (25,26), samanborið við 13% hjá átta ára ís- lenskum börnum. Þá er algengi hvæsandi öndunar gjaman á bilinu 15-20% sem skarast að mismiklu leyti við greininguna astmi (5,23,27). Þekkt er að astmi sem greinist á fyrstu aldursárum getur lagast með aldri. Hluti skýringarinnar er að Læknablaðið 2000/86 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.