Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 60
UMRÆÐA & FRÉTTIR / TÆPITUNGULAUST Er gagnagrunnurinn tæki til vísindaiðkana eða fjárglæfra? Árni Björnsson skrifar tæpitungulaust NÚ PEGAR HEILBRIGÐISRÁÐHERRANN Á ÍSLANDI hef- ur slegið smiðshöggið á gagnagrunnsmálið með því að veita fyrirtækinu deCode Genetics starfsleyfi til að búa til, og um leið einkaleyfi til að nota, íslenskan gagnagrunn á heilbrigðissviði í 12 ár, er tímabært að skoða á hvaða stigi umræðan er um þetta einstaka mál bæði hérlendis og erlendis. Hafa menn einfald- lega gefist upp við að hamla gegn þessari einstæðu þróun eða eru menn sáttir svo þeir eru reiðubúnir til að dansa eftir pípu ráðuneytisins, sem svo dansar eftir pípu deCode, sem svo dansar eftir pípum einhverra fyrirtækja úti í blámanum? Hvar er hið sjálfstæða (genetíska) íslendingseðli? Nú þegar er búið að hanna sjúkraskrár sem eiga að falla inn í kerfi gagna- grunnsins. Þessar sjúkraskrár eru merkilegar fyrir það að sjúkraskrá er ekki lengur saga sjúks einstak- lings og sjúkdóma hans heldur staðlað skjal sem mið- ar að því að falla inn í kerfi sem nota á til að vinna út úr söluhæfa framleiðsluvöru. Ennþá vita menn að vísu ekki alveg um samsetningu og innihald vörunnar en það verður eins og önnur söluvara lagað eftir þörfum kaupendanna hvort sem það eru lyfjafirmu eða tryggingafélög. Þeir sem leggja til hráefnið verða ekki spurðir ráða. En við skulum skoða hvernig þessi niðurstaða fellur að skoðunum þeirra sem hallast að því að ákveðnar siðareglur eigi að gilda um viðskipti sem fela í sér verslun með og rannsóknir á mannlegum eiginleikum. Nýlega barst mér í hendur grein eftir Valanne L. MacGyvers en hún er aðstoðarprófessor í sál- fræði við háskólann í Suðvestur-Louisiana í Bandaríkjunum en jafnframt formaður vísinda- siðanefndar sama háskóla (1). Grein þessi fjallar um togstreituna milli krafna vísindanna og mann- réttinda einstaklingsins og er kynning á vísinda- siðfræði fyrir nýstúdenta, einkum varðandi rann- sóknir á mönnum. Lítum aðeins í greinina: „Hverjar eru kröfur vísinda? Vísindum hefur verið lýst sem aðferð til að kynnast, búa til og meta nýjar hugmyndir um raunveruleikann. Þetta grein- ir vísindi frá öðrum aðferðum til að afla þekking- ar, þar á meðal fastheldni (telja það sannleika sem við höfum heyrt nógu oft), myndugleika (trú á sannleiksgildi orða þeirra sem hafa völd eða áhrif), rökhyggja (að finna sannleikann með því að beita aðleiðslu- eða afleiðslu-rökfræði) og heil- brigð skynsemi (innsýn í sannleikann byggð á eig- in skynjun og reynslu af umheiminum). Alfred North Whitehead, sem er vísindaheimspekingur, sagði að hin vísindalega aðferð sameinaði og fág- aði tvær aðferðir til þekkingaröflunar: vit og heil- brigða skynsemi.“ Síðar í greininni segir að þótt vísindi séu aðferð til að öðlast þekkingu þá séu þau ólík annarri þekkingarleit í því að við finnum aldrei sannleikann. í vísindum séu niðurstöður aðeins „núgildandi besta mat á sannleikanum þar til fengnar eru frekari upplýsingar “. MacGyvers vitnar í Nóbelsverðlaunahafann í eðlisfræði, Isidor I. Rabi sem segir: „Vísindin vinna samkvæmt þeirri trú að þekking sé góð og vanþekking sé eitthvað til að sigrast á. Það er ekki hægt að sanna þessa trú rökfræðilega, þetta er trú“. En eru siðfræðileg takmörk fyrir uppgötvun- um? Eru þau takmörk innbyggð í vísindalega þekkingarleit? Þau eru það að vissu marki. Illa hönnuð rannsókn gefur ekki nothæfar upplýsing- ar. Flestir vísindamenn vita að illa hönnuð rann- sókn á steini felur ekki í sér siðfræðileg vandamál en illa hönnuð rannsókn á mannsauganu getur verið ósiðleg vegna þess eins að hún sóar tíma þátttakenda í rannsókninni jafnvel þó hún skaði þá ekki á annan hátt. Það er nauðsynlegt að vís- indi sem fást við rannsóknir á fólki gefi marktækar upplýsingar. Vel hannaðar rannsóknir eru ekki endilega siðlegar. Ef vel skipulögð, vandlega gerð, rannsókn brýtur rétt á því fólki sem tekur þátt í henni er hún ekki siðleg og vísindamaðurinn tekur á sig ábyrgð gagnvart vísindasamfélaginu, borg- urunum og lögunum." Höfundur nefnir svo nokkur dæmi um brot á mannréttindum í vísindaskyni allt frá Þýskalandi nasismans upp úr 1935 til Bandaríkjanna 1972. Um upplýst samþykki segir prófessor MacGyvers: „Rétturinn til sjálfsákvörðunar felur í sér nauðsyn á upplýstu samþykki sem gerir ráð fyrir tæmandi skýringu á rannsókn. Það verður að kynna upplýs- ingarnar þannig að þátttakandinn geti tekið rök- rétta, upplýsta ákvörðun um það hvort hann vill vera með. Upplýst samþykki er miðstætt í sér- hverju skjali sem tengist rannsóknum á mönnum. Það verður að vera ljóst að um sjálfviljuga ákvörð- un sé að ræða. Þátttakendur í rannsóknum verða að skilja að þeir geta ekki aðeins neitað þátttöku (án þess að eiga á hættu ásakanir eða fordóma) heldur einnig að þeir geti alltaf dregið sig út úr rannsókninni án skýringa eða spurninga". Þetta hefur gengið illa hjá einstaklingum sem viljað hafa draga sig út úr rannsókn íslenskrar erfðagreiningar á mænusiggi (2). „Fyrstu reglur um siðfræði í lækn- ingarannsóknum urðu til í framhaldi af réttarhöld- unum í Núrnberg yfir 20 læknum og vísindamönn- 134 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.