Læknablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 25
FRÆÐIGREINAR / BARNALÆKNINGAR
Undirrót ofnæmis er enn aðeins þekkt að hluta.
Ljóst er að um fjölgenasjúkdóm er að ræða en um-
hverfisþættir eru einnig greinilegir áhrifavaldar. í far-
aldsfræðilegum rannsóknum er yfirleitt ekki gerður
greinarmunur hjá börnum á astma af völdum ofnæm-
isvaka eða sýkinga.
Athyglisverðar eru nýlegar rannsóknir sem sýna
að ofnæmi og astmaeinkenni eru algengari í vestræn-
um ríkjum en í Austur-Evrópu, þar sem umhverf-
ismengun er þó mun meiri (5-7). Þá hafa einnig verið
birtar niðurstöður rannsókna sem benda til þess að
yngri systkini í barnmörgum fjölskyldum fái síður
ofnæmi (8,9). Ein hugmynd sem varpað hefur verið
fram í þessu samhengi er að endurteknar sýkingar á
unga aldri dragi úr myndun ofnæmis (8,9). Slíkt gæti
örvað þroskun Thl hjálparfrumna og hindrað Th2
hjálparfrumur og þar með hamlað ofnæmismyndun.
Við höfum fylgt eftir hópi íslenskra barna sem
fædd eru árið 1987 og metið þau reglubundið með til-
liti til einkenna um astma og ofnæmi. Einnig hefur
verið safnað upplýsingum um fjölskyldu og nánasta
umhverfi barnanna, gerð ofnæmispróf og tekin blóð-
og munnvatnssýni til mælinga á mismunandi tegund-
um ónæmisglóbúlína.
Fyrri niðurstöður okkar hafa sýnt að ofnæmi og
astmi eru algeng hjá tveggja og fjögurra ára bömum
á Islandi (10-12). Sömu börn voru nú metin við átta
ára aldur með samanburði á algengi og einkennum
ofnæmis og astma meðal þeirra, miðað við fyrri rann-
sóknir.
Efniviður og aðferðir
Þátttakendur: Upphaflegt markmið rannsóknarinnar
var að kanna hvort magn af IgE í naflastrengsblóði
hefði forspárgildi fyrir ofnæmi (10,11). Naflastrengs-
blóði 792 nýbura var safnað árið 1987. Um tveggja
ára aldur voru 179 börn með hátt eða ómælanlegt
IgE við fæðingu metin (10,11) og 161 þeirra var end-
urmetið við fjögurra ára aldur (12). Ekkert samhengi
reyndist milli magns IgE í naflastrengsblóði og
ofnæmis við tveggja og fjögurra ára aldur hjá þessum
hópi. Þar sem ekkert samhengi reyndist milli magns
IgE í naflastrengsblóði og ofnæmis við tveggja og
fjögurra ára aldur (10,11) teljum við hópinn endur-
spegla íslensk böm almennt. Við rannsóknina nú var
reynt að ná til allra þeirra 179 barna sem rannsökuð
voru tveggja ára. Fjórtán börn neituðu þátttöku,
meðal annars vegna hræðslu við nálarstungur. Níu
fjölskyldur höfðu flust af landi brott og ekki hafðist
upp á 22 börnum. í rannsóknarhópnum við átta ára
aldur voru því 134 börn.
Samþykki til þátttöku var fengið hjá foreldrum og
forráðamönnum. Rannsóknin var samþykkt af Siða-
nefnd Landspítalans.
Klínískt mat: Skoðun og mat var framkvæmt af
sérfræðingum í barnalækningum og sérfræðingi í of-
næmissjúkdómum barna. Þetta var gert án vitneskju
Table 1. Allergens used for according to age. skin-prick testing
Allergen 18-23 months 4 years 8 years
Cows milk X X X
Eggwhite X X X
Cod X X X
Cat hair X X X
Dust mite
(D.Far,D.Pter) X X X
Grass X X X
Dog hair X X
Beans X X
Wheat X X
Horse hair X
Peanuts X
Cladosporium X
um fyrri niðurstöður. Tekin var sjúkrasaga samkvæmt
stöðluðum spurningalista, börnin skoðuð með sér-
stöku tilliti til ofnæmissjúkdóma og gerð húðpróf
(prick-test - Soluprick®, ALK) fyrir ofnæmisvökum
(tafla I). Þannig var aflað upplýsinga um hvæsandi
öndun (wheezing), húðútbrot, rennsli frá eða bólgu í
augum eða nefi og meltingartruflanir. Einnig var
spurt um lyfjanotkun, ofnæmi í fjölskyldu, reykingar
á heimili og gæludýr. Fjölskylduofnæmissaga miðað-
ist einungis við kjarnafjölskyldu (first degree rela-
tives), gefin voru tvö stig fyrir öruggt ofnæmi í ætt-
ingjum og eitt stig fyrir líklegt ofnæmi (13).
Greining: Greining ofnæmissjúkdóma var byggð á
viðurkenndum skilmerkjum (13-19). Notuð voru
sömu skilmerki og í fyrri rannsóknum (10,11) með
tilliti til samanburðar. Sömu greiningarskilmerki fyrir
astma eru í notkun á Norðurlöndum og verða fljót-
lega birt (Nordic Concensus Report on Asthma
Management). Exem var skilgreint sem þrálát roða-
svæði í húð með kláða og flögnun á hálsi, höndum,
fótum, í hnésbótum eða olnbogabótum. Börn með
hvæsandi öndun, sem greind hafði verið þrisvar eða
oftar af lækni, voru talin hafa astma. Fæðuofnæmi var
greint með sögu og jákvæðum húðprófum, en tví-
blind áreitipróf voru ekki gerð. Ofnæmiskvef var
skilgreint sem glært rennsli og kláði í nefi með eða án
slímhimnubólgu í augum án þess að hiti eða önnur
einkenni efri loftvegasýkingar væru til staðar. Húð-
próf (tafla I) voru framkvæmd samkvæmt viður-
kenndum stöðlum. Prófið var talið jákvætt ef svörun
var jafnstór eða stærri en histamín viðmiðun (3+) og
styðjandi ef svörun var minni, en þó greinileg (2+).
Greining ofnæmis var í engu tilvika byggð eingöngu á
jákvæðu húðprófi. Lagt var hlutlægt mat á alvarleika
ofnæmis með sömu stigagjöf og við höfum notað áð-
ur (11). Stigun (severity score) byggist á alvarleika
(intensity) og tíðni einkenna ásamt niðurstöðum
húðprófa (tafla II).
Tölfrœði: Samanburður á einkennum milli ára var
gerður með kí-kvaðrati eða nákvæmnisprófi Fishers.
Tölfræðilega marktækt p-gildi var sett við <0,05.
Læknablaðið 2000/86 103