Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2000, Qupperneq 47

Læknablaðið - 15.02.2000, Qupperneq 47
FRÆÐIGREINAR / ATVINNUSJÚKDÓMAR Starfsmenn voru spurðir hvort hægt væri að stilla hæð vinnuborðs, palla sem staðið er á og vinnustóla. Tafla V sýnir hversu margir svöruðu því játandi og hversu margir nýttu sér stillimöguleikana. Um það bil 90% starfsmanna höfðu stillanlega palla til að standa á og 64% til 83% höfðu stóla sem hægt var að stilla. Langflestir eða 89%-100% starfsmanna sögð- ust nýta sér stillimöguleika búnaðarins. Starfsaldur var mismunandi hjá þessum tveimur hópum. í ljós kom að starfsaldur hjá fyrrverandi starfsmönnum var styttri en hjá þeim sem héldu áfram að starfa. Einungis 30% núverandi starfs- manna höfðu unnið tvö ár eða skemur en 64% fyrr- verandi starfsmanna höfðu starfsaldur sem var tvö ár eða minna. Meðalstarfsaldur fyrrverandi starfs- manna var fjögur ár (frá einum mánuði til 22 ára) en núverandi starfsmenn höfðu hins vegar 11 ára meðal- starfsaldur (frá einum mánuði til 37 ára). Fiskvinnslukonurnar voru spurðar hversu mörg börn þær ættu. Tafla VI sýnir fjölda barna í hverjum aldurshópi fyrir sig meðal fyrrverandi og núverandi starfsmanna. Hlutfall þeirra sem áttu engin börn var 39% (98) meðal núverandi en 46% (13) meðal fyrr- verandi starfsmanna. Svipað hlutfall í báðum hópun- um átti eitt til tvö börn en 25% (64) núverandi og 18% (5) fyrrverandi starfsmanna áttu þrjú til fjögur börn. Meðal núverandi starfsmanna áttu 3% kvenn- anna fimm til sex börn en enginn fyrrverandi starfs- manna átti fimm til sex börn. Umræða Algengi óþæginda frá hreyfi- og stoðkerfi síðastliðna 12 mánuði var hærra meðal fyrrverandi starfsmanna heldur en meðal þeirra sem héldu áfram að vinna. Þetta háa algengi óþæginda frá hreyfi- og stoðkerfi styður fyrri niðurstöður (3) þar sem dregin var sú ályktun að tilkoma flæðilína og meðfylgjandi skipu- lagsbreytingar á vinnuumhverfinu hefðu aukið óþæg- indi frá fingrum, úlnliðum og olnboga meðal fisk- vinnslukvenna. Þessar niðurstöður eru í samræmi við rannsókn Schibyes og samstarfsaðila (5). Niðurstöður þeirra sýndu að konur sem unnu einhæf störf á saumastofu og höfðu skipt um starf höfðu hærra algengi óþæg- inda en þær sem héldu áfram að vinna. Hátt algengi óþæginda frá hreyfi- og stoðkerfi hefur komið fram í mörgum rannsóknum á fólki sem vinnur ýmis störf við færiband (5-8). Margir hafa lagt sig fram við að skilgreina síendurteknar hreyfingar (9-12). Silverstein og samstarfsmenn skilgreina störf sem krefjast síendurtekinna hreyfinga í tvö stig, hátt og lágt. Síendurteknar hreyfingar eru á háu stigi ef vinnuferlið er styttra en 30 sekúndur eða ef meira en 50% af vinnuferlinu er endurtekning sömu grunn- hreyfinga (12). Vinna við snyrtingu fiskflaka uppfyllir bæði skilyrðin en þar er vinnuferlið 10-20 sekúndur. Það er sá tími sem tekur að sækja flak, snyrta það og/ Table IV. Prevalence (96), Mantel-Haenszel odds ratio (M-H) and 95% confidence intervals (Cl), for symptoms hindering normal work in different anatomical regions during the previous 12 months, stratified in three age groups 16-19, 20-29 and 30-54 years, among former and current female workers in fish-fillet plants. Anatomical region Former workers % (n=28) Current workers % (n=254) M-H 95% Cl Neck 11 13 0.8 0.2-3.0 Shoulders 25 14 2.1 0.8-5.5 Elbows 4 4 1.3 0.1-11.5 Wrist 25 9 3.4 1.3-8.8 Upper back 11 10 1.1 0.3-3.9 Lower back 21 19 1.1 0.4-3.0 Hips 0 5 - - Knees 4 5 0.7 0.1-5.4 Ankles 11 2 5.3 1.3-21.5 Head 25 22 1.1 0.5-2.8 Fingers 25 5 7.1 2.8-18.0 Table V. The female workers possibility of adjusting the tabies, platforms and chairs while cutting and trimming fillets in fish-fillets plants. Access to adjustable Using the possibility to equipment adjust the equipment Former Current Former Current Type of workers workers workers workers equipment (n) % (n) % (n) % (n) % Tables (2) 7% (29) 11% (0) (29) 100% Platforms (25) 89% (235) 93% (25) 100% (229) 90% Chairs (18) 64% (210) 83% (16) 89% (196) 93% Table VI. Number ofchildren in different age groups among former and current female workers. Age group Former workers Current workers Number of children Children per woman Number of children Children per woman 16-19 5 0.5 3 0.06 20-29 4 0.4 50 0.6 30-54 20 2.5 399 3.1 eða skera og setja frá sér á viðeigandi færiband til pökkunar. Þegar næsta flak er sótt hefst nýtt vinnu- ferli. Vinna við að snyrta flokkast því undir síendur- teknar hreyfingar á háu stigi. Algengi óþæginda síðastliðna 12 mánuði var hæst frá mjóbaki og öxlum meðal fyrrverandi starfsmanna. Um 82% fyrrverandi starfsmanna sögðust hafa óþægindi frá öxlum og kann það að hafa áhrif á þá ákvörðun fólks að hætta störfum í fiskvinnslu. Þótt hlutfallið sé hátt er munurinn milli hópanna vegna óþæginda í öxlum ekki marktækur. Ekki reyndist vera marktækur munur á algengi óþæginda síðustu sjö daga. Niðurstöðurnar gefa hins vegar vísbendingu um að óþægindi í fingrum séu al- gengari meðal fyrrverandi starfsmanna en núverandi. Öfugt virðist eiga sér stað með óþægindi í hnjám en þau eru mun minni meðal þeirra sem hættu störfum en hinna sem héldu áfram. Fyrri rannsókn sýndi að óþægindi frá ökklum og hnjám sem hindruðu dagleg störf voru fátíðari meðal kvenna sem unnu við flæðilínu en þeirra sem unnu í fiskvinnslu án flæðilínu. í þessari rannsókn er hlut- Læknablaðið 2000/86 123
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.