Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 28
FRÆÐIGREINAR / BARNALÆKNINGAR astmaeinkenni eru oft samfara efri loftvegasýking- um. Með færri sýkingum eldri barna fækkar þannig astmaköstum sem tengjast sýkingum. Niðurstöður okkar samræmast þessu. Fyrri rannsókn okkar sýndi að tveggja ára börn með lágt IgA höfðu aukna astma- tilhneigingu (11), en slík fylgni greindist ekki þegar þau voru orðin fjögurra ára (12). Athyglisvert er hversu mörg þeirra bama sem greinast með astma á fyrstu ámm verða einkennalaus fyrir eða við skólaaldur. Rúmur helmingur þeirra er þá jafnframt laus við öll ofnæmiseinkenni. Tæpur helmingur átta ára barna með astma hefur greinanlegt ofnæmi samkvæmt húðprófum og þrír fjórðu hlutar astmaveikra barna eiga nákomna ætt- ingja með sögu um ofnæmi. Athygli vekur að nær helmingur barna með astma býr á reykingaheimilum. Samband óbeinna reykinga og astma er vel þekkt (3,28). Því verður að ætla að fræðsla um áhrif óbeinna reykinga á astma nái ekki að skila sér. Þessu til áréttingar má benda á að nýleg samnorræn rannsókn sýnir að börn í Danmörku og á íslandi eru oftar útsett fyrir tóbaksreyk á heimilum en börn á hinum Norðurlöndunum (29). Tæplega helmingur barnanna (40%) hafði exem á rannsóknartímanum. Algengi exems hérlendis er sambærilegt við tölur frá Hong Kong, Madeira og Toulouse í Frakklandi (21,23,27), en exem er sjald- gæfara í Eistlandi (7). Á öllum aldursstigum var oft- ast um vægan sjúkdóm að ræða. Exem var algengast hjá yngsta aldurshópnum, en flest barnanna eru laus við kvillann á skólaaldri og eru tveir þriðju hlutar þá án nokkurra ofnæmisein- kenna. Þetta er sama ferli og á við um astmaeinkenni hjá þessum aldurshópi. Nær helmingur átta ára barna með exem fékk fyrst einkenni eftir 20 mánaða aldur. Byggt á þessum niðurstöðum má setja fram þá hug- mynd að exemi megi skipta í þrjá mismunandi flokka. I fyrsta hópnum eru börn sem fá einkenni snemma en verða einkennalaus fyrir skólaaldur. í öðrum hópi eru böm með snemmtilkomin einkenni sem eru viðvarandi og í þriðja lagi er exem sem fyrst kemur fram eftir tveggja ára aldur. Hugsanlegt er að mismunandi orsakir eða ónæmissvör valdi mismun- andi sjúkdómsmyndum. Fjögur af hverjum fimm átta ára börnum með exem eiga nákominn ættingja með sögu um ofnæmi, marktækt fleiri en heildarúrtakið. Ofnæmiskvef greindist ekki fyrir tveggja ára ald- ur, en gerir vart við sig í vaxandi mæli eftir það. Nið- urstöður okkar eru sambærilegar við tölur frá Eist- landi (7), nokkru lægri en í Frakklandi og Þýskalandi (5,23), en rannsókn á sex til sjö ára börnum í Hong Kong sýnir að þriðjungur þeirra þjáist af ofnæmis- kvefi (27). Athyglisvert verður að teljast að af 12 fjögurra ára börnum með einkenni ofnæmiskvefs voru níu (75%) einkennalaus átta ára. Mögulegt er að til hafi komið breytingar í umhverfi þessara barna. Þá er hugsanlegt að ofnæmiskvef hafi verið ofgreint hjá þessum börnum við fjögurra ára aldur og að ein- kennin hafi átt sér aðrar orsakir. Tveir þriðju hlutar átta ára bama með ofnæmiskvef hafa jákvæð húð- próf, öll hafa ofnæmi fyrir köttum. Fjölskyldusaga um ofnæmi og dýr eða reykingar í umhverfi reyndist hins vegar ekki hafa forspárgildi um ofnæmiskvef við átta ára aldur. Fæðuofnæmi er sjaldgæft á öllum aldursstigum, en hafa ber í huga að fæðuáreitipróf voru ekki gerð. Þá er þekkt að íslensk börn njóta almennt bijóstamjólk- ur í langan tíma og kann það að draga úr algengi fæðuofnæmis. Fleiri en einn ofnæmissjúkdómur greindist hjá nokkrum hópi barnanna á öllum aldursskeiðunum. Á fýrstu tveimur árum voru astmi og exem ríkjandi en hjá fjögurra ára bömum fór oftast saman astmi og exem eða astmi og ofnæmiskvef. Við átta ára aldur var ofnæmiskvef eitt einkenna í 10 af 11 tilvikum. Niðurstöður okkar sýna að börn með fjölofnæmi höfðu alvarlegri sjúkdóm en þau sem aðeins höfðu eitt ofnæmiseinkenni. Forspárgildi fjölskyldusögu var sambærilegt við þann hóp barna sem aðeins hafði eitt ofnæmiseinkenni. Jákvæð húðpróf voru mjög sjaldgæf á fyrstu ald- ursárum og í öllum tilvikum var um svörun við fæðu- tegundum að ræða. Hjá átta ára bömum voru húð- próf oftar jákvæð og í yfirgnæfandi tilvikum var þá um svörun við loftbomum ofnæmisvökum að ræða. Þetta er sambærilegt við börn í Póllandi og Eistlandi (6,7) en mun lægra en rannsóknir í Sviþjóð og Þýska- landi sýna (6,7). Samanburði á niðurstöðum húð- prófa milli rannsókna verður að taka með ákveðnum fyrirvara, tæknilegir þættir hafa áhrif og skilgreining- ar á jákvæðri svörun eru mismunandi (6,7). Þessi samanburður er þó engu að síður athyglisverður. Rannsókn okkar staðfestir að fjölskyldusaga hef- ur forspárgildi um ofnæmi. I því samhengi er mjög mikilvægt að upplýsingar séu nákvæmar, en nokkur almenn tilhneiging virðist vera til þess að nota hug- takið ofnæmi frjálslega. Fjölskyldusaga reyndist oftar jákvæð þegar börnin voru átta ára en á fyrri stigum. Skýring kann að liggja í því að fleiri systkini hafi með tímanum greinst með ofnæmi. Algengi jákvæðrar fjölskyldusögu er sambærilegt í rannsókn okkar og í Eistlandi (7). Tengsl reykinga og dýrahalds við astma og ofnæmi eru vel þekkt. Áhyggjuefni er hversu reykingar eru algengar á heimilum bama með astma. Það vekur þó athygli að á rannsóknartímanum fór heimilum þar sem reykt er fækkandi. Gæludýrum fór hins vegar fjölgandi. Rannsókn okkar gefur ekki möguleika á tölfræðilegum útreikningum á sambandi milli reyk- inga og astma eða ofnæmissjúkdóma. í upphafi samanstóð rannsóknarhópurinn af 179 börnum, við átta ára aldur hafði þeim fækkað í 134. Við skoðuðum þann möguleika hvort börn með of- næmiseinkenni á fyrstu tveimur stigum rannsóknar- 106 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.