Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2000, Page 26

Læknablaðið - 15.02.2000, Page 26
FRÆÐIGREINAR / BARNALÆKNINGAR Table II. Scoring system for severity ofatopy. Score Frequency of wheezing attacks 0-5 Severity or persistence of atopic eczema 0-5 Severity or persistence of rhinoconjunctivitis 0-3 History of allergic reaction to food 0-2 Urticaria 0-1 Immediate skin reaction to one or more of the allergens used 0-2 Mild allergy: global score £3. Moderate allergy: global score 4-5. Severe allergy: global score >6. Table III. Prevalence and types of allergy in lcelandic children (percentage). Note, that the majority ofchildren had mild symptoms. Age Types of Cumulative 18-23 months 4 years 8 years atopy incidence (n = 179) (n = 161) (n = 134) Atopy (total) 60 42 45 34 Asthma 32 19 28 13 Eczema 40 31 21 20 Rhinoconjunctivitis 13 0 7 10 Food allergy 2 1 1 2 Niðurstöður Fig. 1. Prevalence of allergic diseases and asthma according to age (numbers over columns indicate numbers of individuals). Almennt: Algengi ofnæmis og astma í íslenskum börnum reyndist vera 34-45% á mismunandi aldurs- skeiðum, en samtals greindust 107 börn (60%) með þessa sjúkdóma einhvern tímann á rannsóknartíma- bilinu (cumulative incidence) (tafla III, mynd 1 og 2). Algengið var mest við fjögurra ára aldur og minnst við átta ár (p=0,057). Samkvæmt stigun höfðu flest barnanna fremur vægan sjúkdóm. Einungis 3% þeirra barna sem höfðu astma eða ofnæmi á öðru ári (1% af heildarfjölda) töldust hafa meðalslæman eða alvarlegan sjúkdóm og enginn hafði alvarlegan sjúk- dóm við fjögurra og átta ára aldur. Astmi: Fimmtíu og sjö börn eða 32% (57/179) voru greind með astma á einhverju stigi rannsóknar- innar. Algengi astma á mismunandi aldursskeiðum sést á myndum 1 og 2 og í töflu III. Astmi var algeng- astur hjá fjögurra ára börnum en fátíðastur við átta ára aldur (p=0,003). Af þeim 34 bömum sem greind voru með astma 20 mánaða voru 23 (68%) enn með einkenni fjögurra ára en einungis níu (26%) höfðu enn astma við átta ára aldur. Sjúkdómurinn var væg- ur á öllum aldursstigum, ekkert barn hafði meðal- slæman eða alvarlegan astma. Húðpróf reyndust já- kvæð hjá átta af 18 (44%) börnum sem höfðu astma við átta ára aldur. Af 18 átta ára börnum með astma höfðu 14 (78%) fjölskyldusögu um ofnæmi saman- borið við 75 (56%) í úrtakinu öllu (p=0,125). Af þess- um 14 voru sex með fjölskyldustuðul >4. Átta astma- barnanna (44%) bjuggu á reykingaheimilum. Exem: Alls greindust 72 börn (40%) með exem á einhverjum tíma rannsóknarinnar og var það algeng- ast einkenna (tafla III, myndir 1 og 2). Algengið var mest hjá 20 mánaða börnum samanborið við fjögurra (p=0,037) og átta ára börn (p=0,029). Af þeim 56 börnum sem höfðu exem 20 mánaða voru 15 (27%) enn með einkenni þess við átta ára aldur. Af átta ára börnum með exem höfðu 78% jákvæða fjölskyldu- sögu um ofnæmi samanborið við 56% í heildarúrtak- inu (p=0,053). Fjölskyldustuðull var >4 hjá níu þess- ara einstaklinga (43%). Á 18 af 27 heimilum (67%) voru dýr og/eða reykingar (dýr á fjórum, reykingar á sex og bæði hjá átta) samanborið við 77 (57%) í heildarúrtakinu við átta ár (p=0,401). Ofnœmiskvef: Tuttugu og þrjú börn voru greind með ofnæmiskvef á rannsóknartímanum. Eins og sést á mynd 1 var ekkert barn greint með þennan sjúkdóm innan tveggja ára aldurs. Hins vegar greind- ust 12 börn (7%) með ofnæmiskvef fjögurra ára og 14 (10%) við átta ára aldur (myndir 1 og 2). Einungis þrjú þeirra barna sem höfðu einkenni ofnæmiskvefs fjögurra ára voru enn með slík einkenni átta ára. Af átta ára börnunum voru átta af 14 (57%) með já- kvæða fjölskyldusögu um ofnæmi og er það ekki marktækt hærra en heildarúrtakið. Reykingar og/eða dýr voru til staðar á átta heimilum (57%) sem er það sama og í úrtakinu í heild. Níu (64%) átta ára barna með ofnæmiskvef höfðu jákvæð ofnæmispróf, þar af höfðu allir ofnæmi fyrir köttum og fimm fyrir grasi. Fœðuofnœmi: Einungis tvö börn voru greind með fæðuofnæmi við 20 mánaða aldur og var ofnæmið enn til staðar á tveimur síðari stigum rannsóknarinn- ar. Átta ára uppfylltu þrjú börn skilmerki um fæðuof- næmi (2%), öll höfðu ofnæmi fyrir fiski og þar af eitt fyrir skelfiski. Fjölofnœmi: Tuttugu mánaða voru 15 börn (20%) með tvö eða fleiri ofnæmisvandamál. Af þeim voru 14 með astma og exem en eitt barn hafði auk þess fæðuofnæmi. Fjögurra ára voru 17 böm (24%) með fleiri en eitt ofnæmiseinkenni. 116 tilvikum voru tvö einkenni til staðar (astmi/exem hjá sex, astmi/ofnæm- iskvef hjá sjö, exem/ofnæmiskvef hjá þremur). Einn einstaklingur hafði þrjú einkenni. Átta ára höfðu 11 104 Læknablaðið 2000/86

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.