Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2000, Page 15

Læknablaðið - 15.12.2000, Page 15
FRÆÐIGR^INAR /ERFÐAGREINING Meðalaldur þátttakenda var 29 ára (8-69 ára) og voru sjö karlar og átta konur. Ellefu þátttakendur höfðu ættarsögu um heyrnarleysi, en fjórir voru stök tilfelli. Tafla I sýnir niðurstöður heyrnarmælinga á báðum eyrum hjá þátttakendum. Rannsóknin var samþykkt af Tölvunefnd Dómsmálaráðuneytis og Vísinda- siðanefnd Sjúkrahúss Reykjavíkur. Aðferðir: Erfðaefni þátttakenda var eingangrað úr bláðæðablóði eins og áður hefur verið lýst (36). Niturbasaraðir gena Cx26 og POU3F4 voru fengnar af heimasíðu National Center for Biotechnology Information í Bandaríkjunum (http://www. ncbi.nlm.nih.gov) (32,37,38). Fákimi voru valin með hjálp Genetool™ 1.0 forritsins (Biotools Incor- porated, Edmonton, Kanada) og þau pöntuð frá TAG Copenhagen A/S í Kaupmannahöfn. Gena- bygging Cx26 og POU3F4, niturbasaröð fákima, sem notuð voru við fjölliðunarhvörf (polymerase chain reaction, PCR) og staðsetning þeirra í genunum eru sýndar á myndum 1 og 2. Fjölliðunarhvörf á ein- stökum DNA-bútum genanna voru gerð á hefð- bundinn hátt nema hvað geislavirkt a- P dATP var haft með í hvarfefnablöndu tO að merkja fjölfölduðu bútana. Skimað var eftir erfðabreytileikum í DNA- bútum með svokallaðri EMD-aðferð (enzymatic mutation detection) og var hvarfefnasettið Pass- port™ frá Amersham-Pharmacia Biotech, Kaup- mannahöfn notað (39). Einfölduð mynd til skýringar á aðferðafræði EMD er sýnd á mynd 3. Eftir að misþátta (heteroduplex) DNA-bútar höfðu verið meltir með T4 endónúkleasa VII, voru þeir raf- dregnir í 6% raðgreiningargeli. Að loknum rafdrætti var röntgenfilma lögð að gelinu og hún framkölluð um sólarhring seinna. Niturbasaröð þeirra DNA- búta, sem sýndu merki um að hafa verið klofnir af T4 endónúkleasa VII vegna mispörunar, var ákvörðuð með því að nota sömu fákirni og við fjölföldunina, a- P dATP, a- P dCTP, hvarfefnasettið Thermo- Sequenase™ frá Amersham Pharmacia Biotech, Kaupmannahöfn og 6% DNA raðgreiningargel. Niðurstöður Cx26 gen: Við leit að erfðabreytileikum með EMD aðferð komu fram merki um erfðabreytileika í fjölfölduðum DNA bútum Cx26 gens hjá fjórum einstaklingum. Dæmi um greinilega jákvæða EMD skimun fyrir erfðabreytileika má sjá í mynd 4. í bút Ex2a í Cx26 geni komu fram merki um þrjá mismunandi breytileika. Sams komar EMD mynstur í rafdráttargeli fundust hjá þátttakendum númer átta og níu (tafla I), annað mynstur fannst hjá þátttakenda númer tvö og það þriðja hjá einstaklingi sem notaður var sem viðmiðunarsýni. í bút Ex2b fannst merki um erfðabreytileika hjá þátttakenda númer níu. Raðgreining á DNA bút Ex2a hjá einstaklingi númer tvö sýndi arfblendni fyrir erfðabreytileika, þar POU3F4 gene Exon 1 PCR-fragments PCR- Forward primer Reverse primer fragments Exla ACATTATAACTAGTAGGGGATCCTCACCG GGGTTGGCCGCTTGACGTG Exlb ACTCACCGCACACTAACCACCCC ACCATACAGTGTGCCCAGCGCC Exlc AAGAATCAAGTTGGGCTTCACGCAGG GAGAGAAAGGAAATCCCGCGCTGCT Figure 1. Schematic representation ofthe POU3F4 gene. Lines under the schematic gene represent the overlapping PCR fragments amplifed for mutation analysis. The nucleotide sequence ofthe primers usedfor amplification is also given. Connexin 26 gene Exon 1 Exon 2 PCR-fragments PCR- Forward primer fragments Exl GGGGTGTGGGGTGCGGTTAAAA Ex2a TGCTTGCTTACCCAGACTCAGAGAA Ex2b TGGCCTACCGGAGACATGAGAAG Reverse primer GCTCTGGGTCTCGCGGTCCCT TCTCCCCCTTGATGAACTTCCTCTT GCCTCATCCCTCTCATGCTGTCT Figure 2. Schematic representation of the two exons of the connexin 26 gene. Lines under the schematic gene represent the PCR fragments amplifed for mutation analysis. The nucleotide sequence ofthe primers usedfor amplification is also given. Figure 3. Scliematic drawing oftlie principles of enzymatic mutation detection (EMD). Læknablaðið 2000/86 835

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.