Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2000, Qupperneq 39

Læknablaðið - 15.12.2000, Qupperneq 39
FRÆÐIGREINAR / OFNÆMI OG ÓÞOL fyrir (26%). Tuttugu og fjögur atriði voru nefnd sem orsök útbrota eða kláða. Ávextir voru þar efst á blaði en skelfiskur var í öðru sæti. Súkkulaði er oftast nefnt sem orsök höfuðverkjar en samtals voru 23 atriði nefnd. Grænmeti er oftast nefnt sem orsök mæði en fiskur sem orsök nefeinkenna og aukaefni sem orsök þreytu. I töflu III er sleppt þeim fæðutegundum sem nefndar eru aðeins einu sinni sem orsök hvers einkennis. í töflu IV eru þeir fæðuflokkar, sem valda einkennum, taldir upp í röð eftir tíðni einkenna. Þar eru ávextir efst á blaði og nefndu flestir banana (6), kíví (5) og appelsínur (3). Þar næst komu kjötvörur en þar nefndu flestir fuglakjöt (6), hangikjöt/saltkjöt (4), pylsur/bjúgu (6) en svið, hrefnukjöt, lambakjöt, nautakjöt og kjöt (ótilgreint) var nefnt af einum aðila hvert. Fita var nefnd af 14 aðilum án þess að getið væri um uppruna. Auk þess nefndu tveir feitan fisk. Ellefu nefndu mjólkurvörur og einn þeirra nefndi sérstaklega jógúrt en tveir osta. Níu aðilar nefndu egg, steiktan mat eða grænmeti. í þeim hópi sem valinn var af handahófi í könnunina höfðu 20 einstaklingar (4,0%) jákvæð mótefni fyrir fæðupanelnum, og þegar mótefni voru könnuð fyrir hverri fæðutegund um sig höfðu níu þeirra jákvæð mótefni fyrir samtals 16 fæðu- tegundum (1,8%) (tafla V). Tveir þessara 20 einstak- linga höfðu einkenni af fæðu sem kemur fyrir í fæðupanelnum; annar fyrir eggjum en hinn fyrir fiski. Hvorugur hafði þó sértæk mótefni fyrir þessum ákveðnu fæðutegundum. Af þeim sem valdir voru í könnunina vegna einkenna höfðu fjórir (5,1%) mótefni fyrir fæðupanelnum. Tveir þeirra voru einnig jákvæðir fyrir fiski. I töflu VI er kannað samband milli uppgefinna einkenna af mat og niðurstaðna úr húðprófum og RAST prófum. Þar kom fram marktækt samband milli húðprófa fyrir Cladosporium og einkenna af mat. Sértæk IgE mótefni fyrir fæðupanelnum voru mæld hjá 92 einstaklingum með einkenni og 487 einstaklingum, sem ekki höfðu einkenni. I fyrri hópnum höfðu 7,6% jákvæða svörun en 3,5% í þeim síðari og nálgast það að vera marktækt (p<0,07). Einnig var kannað samband milli einkenna af mat og öndunarfæraeinkenna, auðreitni, mígrens, ofsa- kláða, ofsabjúgs og ætlaðs lyfjaofnæmis (tafla VII). Marktækt samband var á milli einkenna af mat og surgs síðustu 12 mánuði. Einnig var marktækt sam- band milli einkenna af mat og einkenna um mígreni, ofsakláða og ofsabjúg. Sterkast var þó samband. einkenna af mat við ætlað lyfjaofnæmi. Konur vóru í miklum meirihluta þeirra sem töldu sig hafa mígreni (p<0,0001), ofsakláða (p<0,01), ofsabjúg (p<0,05) og einkenni af lyfjum (p<0,002). Alls svöruðu 545 spurningunni: Hefur þú haft mígreni? Níutíu og sex (17,6%) svöruðu því játandi. Meðal þeirra 15 einstaklinga sem nefndu höfuðverk af mat kváðust 10 hafa mígreni (10,4% þeirra sem sögðust hafa mígreni) og voru átta konur í þeim hópi. Ekki var marktækt samband milli ætlaðs lyfjaofnæmis og uppgefinna einkenna um mígreni (p=0,12). Engin tengsl voru heldur á milli einkenna af mat og jákvæðra metakólínprófa. Umræða Við höfum fundið að 15% íslendinga á aldrinum 20- 44 ára telja að þeir hafi næstum alltaf veikst með sama hætti eða orðið illt á sama hátt af að borða einhverja sérstaka fæðu. Þetta er hátt hlutfall og svipað og í þeim fæðu- ofnæmisrannsóknum sem ná til fullorðinna og vitnað var til í upphafi greinarinnar (15,16). í þeim rannsóknum kom fram að miklu fleiri telja sig hafa ofnæmi eða óþol fyrir mat en hafa það í raun og veru. Fimmti til sjöundi hver einstaklingur telur sig hafa veruleg eða nokkur einkenni tengd neyslu ákveðins matar, en þegar grannt er skoðað virðist mega áætla að um 2% fullorðinna í vestrænum þjóð- félögum hafi fæðuofnæmi eða -óþol. Table IV. Food items reported to have caused an illness nearly always after eating (7i= o Item Responses n Fruits, fresh/frozen/canned 21 Meats, fresh/processed 20 Fats 14 Milk/cheese/yogurt 11 Eggs 9 Fried food 9 Vegetables 9 Flour 8 Spicy food 7 Cacao/chocolate 7 Coffee/coke 6 Fish 6 Shellfish 6 Smoked/salted food 6 Food additives 5 Alcoholic beverages 5 Other (two separate items cited) 2 Table V. Prevalence (%) of specific IgE antibodies to a food panel and six types of food in random and symptomatic samples. Random sample Symptomatic sample n=502 (%) n=78 (%) Food panel 20 (4.0) 4 (5.1) Eggs 2 (0.4) 0 (0.0) Peanuts 4 (0.8) 0 (0.0) Soy 1 (0.2) 0 (0.0) Milk 6 (1.2) 0 (0.0) Fish 1 (0.2) 2 (2.6) Wheat 2 (0.4) 0 (0.0) Table VI. Comparison of IgE-mediated allergy to different allergens among those reporting symptoms always after eating particular food(s) and those not. Subjects reporting Subjects not reporting symptoms n=102 symptoms n=531 p-value Positive skin prick testing (>lmm) for: 32.3% 24.8% 0.11 birch and/or grass 21.4% 14.9% 0.10 cat and/or dog 23.5% 15.9% 0.07 Cladosporium 8.2% 2.9% <0.05 D. pteronyssinus 15.3% 10.0% 0.11 Specific IgE positive to airborn allergens 31.2% 25.7% 0.2 Positive food panel 7.6% 3.5% 0.07 Læknablaðið 2000/86 855
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.