Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2000, Side 90

Læknablaðið - 15.12.2000, Side 90
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BÓKARKYNNING / ORLOFSHÚS Listin að lífa, listin að deyja Ut er komin hjá JPV forlagi, bókin Listin að lifa, listin að deyja eftir Ottar Guðmundsson geðlækni. Þetta er fimmta bók Óttars en áður hefur hann gefið úr íslensku kynlífsbókina, Tímann og tárið, Það sem máli skiptir og skáldsöguna Kvennamaður deyr. Bókin hefur að geyma hugleiðingar höfundar um líf og dauða en meginstef bókarinnar er sjálfur dauðinn og atferli hans að fornu og nýju. Óttar segir frá ýmsum atvikum og reynslu úr eigin lífi sem tengjast dauðanum og fjallar um mikilvægi dauðans varðandi trúarbrögð, heimspeki og allar listgreinar. Þjóðfélagsbreytingar liðinnar aldar, aukið langlífi þjóðarinnar, stórfenglegar uppgötvanir í læknis- fræði og öðrum vísindum hafa haft mikil áhrif á atferli dauðans í samfélaginu. Dauðinn er hægfara og seinvirkur en ekki snöggur og hraður eins og áður á tímum umgangspesta og mikils ungbarna- dauða. A sama tíma hefur dauðinn fjarlægst út úr daglegum veruleika fólks og tekið sér bólfestu inni á sjúkrahúsum og öðrum stofnunum. í stað hins raunverulega dauða sem áður bjó meðal fólksins í landinu er kominn óraunverulegur fjölmiðladauði sem veldur því að dauðinn verður enn fjarlægari. Óttar telur að þessar breytingar hafi mikil áhrif á allt líf fólks og allt andlegt líf í landinu. Sá sem ekki kann að deyja, kann ekki heldur að lifa svo að meint fjarvera dauðans breytir öllum lífsviðhorfum og lífsnautn fólks. Umræða um breytt atferli dauðans hefur verið mjög áberandi í thanatólógíu evrópskra háskóladeilda og vitnar Óttar í hátt í 100 heimildir og bækur um dauðann. Bókin er öðrum þræði þematengd ævisaga þar sem dauðinn er sá öxull sem allt leikur um. Óttar LISTIN AÐ LIFA LISTIN AÐ DEYJA HUGLEIÐINGAR LÆKNIS UM LlF OG DAUÐA gerir upp sakir við læknisstarfið, kirkjuna og vísind- in og leitar á náðir skáldskapar og lista og reynir þannir að tengja vísindahyggju samtímans húman- isma fyrri alda. Hann fjallar um heimspeki og siðfræði sjálfsvíga, líknardrápa, endurlífgana og gjörgæsludeilda og tengir saman fortíð og nútíð. Er dauðinn helsti andstæðingur læknisfræðinnar eða tryggur samverkamaður og bandamaður? Af hverju eiga nútímalæknar svo erfitt með að sætta sig við dauðann sem sjálfsögð endalok lífsins? Hvenær missti læknisfræðin tengsl sín við heimspeki og húmanisma og hvarf inn á svið vélvæðingar og sérhæfingar? Dauðinn er margslungið fyrirbæri sem er þrátt fýrir allt forsenda lífsins sjálfs. Þessar flóknu tengingar lífs og dauða fjallar Óttar Guðmundsson um í bók sinni. Fréttatilkynning Frá orlofsnefnd læknafélaganna Nýir umsjónarmenn í alllangan tíma hafa félagsmenn Læknafélags Islands tekið að sér að hafa umsjón með húsnæði orlofsheimilasjóðs læknafélaganna, eða haft húsnæði í fóstri eins og stundum hefur verið orðað. Umsjónarmenn hafa til dæmis fylgst með því að nauðsynlegt viðhald og endurnýjun fari fram. Nú hafa nýir umsjónarmenn tekið við húsnæði orlofsheimilasjóðs í Vaðnesi og við Hreðavatn. Jóhanna Björnsdóttir sem lengi hefur haft Hreðavatnsbústaðinn í fóstri lætur af því en við tekur Sveinn Magnússon, Heilsugæslunni í Garðabæ, sími: 520 1800 eða í Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, sími: 560 9700. Síðastliðið sumar var keypt orlofshús í landi Vaðness, þar sem orlofsnefndin hafði áður tekið heilsársbústað á leigu. Eignarbústaðurinn stendur að Birkibraut 6. Ólafur Stefánsson hefur tekið við umsjón með eignarbústaðnum. Ólafur er á Heilsugæslustöðinni Efra Breiðholti, sími: 567 0200; netfang: olafur.stefansson@efrabr.hr.is Sé einhvers vant á þessum orlofsstöðum eru gestir beðnir að koma upplýsingum þar um bæði til skrifstofu félagsins, sími: 564 4100 og eins til umsjónarmanns á hverjum stað. Engir símar Fram til þessa hafa símar verið í orlofsíbúðum læknafélagsins í Reykjavík og á Akureyri og eins að Hreðavatni. Þessir símar hafa nú verið fjarlægðir þannig að hver og einn verður að huga að því að hafa með sér síma vilji menn vera í talsambandi. 904 Læknablaðið 2000/86

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.