Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2000, Page 93

Læknablaðið - 15.12.2000, Page 93
LAUSAR STÖÐUR FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Sérfræðingur f fæðinga- og kvensjúkdómalækningum Lausertil umsóknar staða sérfraeðings í faeðinga- og kvensjúkdómalaekningum við kvennadeild. Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. Starfinu fylgir vaktskylda á kvennadeild, þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta og þjálfun aðstoðar- og deildarlækna, auk þátttöku í rannsóknavinnu. Starfsskylda er við heilbrigðisstofnanir á Norður- og Austurlandi. Nánari upplýsingar veitir Vilhjálmur Andrésson, forstöðulæknir í síma 463 0130. Sérfræðingur í þvagfæraskurðlækningum Laus er til umsóknar staða sérfræðings í þvagfæraskurðlækningum með mikla reynslu í almennum skurðlækningum við handlækningadeild. Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í þvagfæraskurðlækningum. Starfinu fylgir vaktskylda á handlækningadeild, þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta og þjálfun aðstoðar- og deildarlækna, auk þátttöku í rannsóknavinnu. Starfsskylda er við heilbrigðisstofnanir á Norður- og Austurlandi. Nánari upplýsingar veitir Shree Datye, forstöðulæknir, í síma 463 0100. Sérfræðingar í geðlækningum Lausar eru til umsóknar tvær stöður sérfræðinga í geðlækningum við geðdeild. Umsækjendur skulu hafa fullgild réttindi í geðlækningum. Starfinu fylgir vaktskylda á geðdeild og vinnuskylda á göngudeild, þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta og þjálfun aðstoðar- og deildarlækna, auk þátttöku í rannsóknavinnu. Starfsskylda er við heilbrigðisstofnanir á Norður- og Austurlandi. Deildarlæknir við geðdeild Laus er staða deildarlæknis við geðdeild. Staðan er veitt til lengri eða skemmri tíma og getur nýst til sérfræðináms í geðlækn- ingum og heimilislækningum að hluta og/eða til endurmenntunar. Starfinu fylgir bakvaktaskylda. Nánari upplýsingar veitir Sigmundur Sigfússon, forstöðulæknir í síma 463 0100. Stöður aðstoðar- og deildarlækna Stöður aðstoðar- og deildarlækna við FSA eru lausar til umsóknar. Stöðurnar eru til lengri eða skemmri tíma og geta verið hluti af kandídatsári viðkomandi eða sérnámi í ákveðnum sérgreinum svo sem heimilislækningum. Umsækjendur skulu hafa lokið cand.med. prófi frá Háskóla íslands eða sambærilegu prófi og hafa íslenskt lækningaleyfi ef um deildarlæknisstöðu er að ræða. Boðið er upp á lyflækninga-, handlækninga-, bæklunar-, kvenna-, geð- eða barnadeild. Stöðurnar geta einnig hentað reyndum lækni sem hefði áhuga á að öðlast frekari reynslu á vissum sviðum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er 100%. Nánari upplýsingar veitir Eygló Aradóttir, fræðslustjóri lækna í síma 463 0100. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum sjúkrahúslækna. Stöðurnar veitast frá 1. mars næstkomandi eða eftir nánara samkomulagi. Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu ásamt hæfileikum á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnu- bragða. Umsóknir, á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt meðfylgjandi gögnum skulu berast í tvíriti, fyrir 15. desember 2000, til Þorvaldar Ingvarssonar, framkvæmdastjóra lækninga, FSA, 600 Akureyri, tölvupóstur thi@fsa.is og gefur hann jafnframt nánari upplýsingar. Öllum umsóknum um ofangreindar stöður verður svarað. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Læknablaðið 2000/86 907

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.