Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2001, Side 39

Læknablaðið - 15.05.2001, Side 39
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURGREINING Lífefnaskimun fyrir fósturgöllum - alfa-fetóprótín Hulda Hjartardóttir Fósturgreiningardeild Kvennadeildar Landspítala Hringbraut. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Hulda Hjartardóttir Kvennadeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími: 560 1000. Netfang: huldahja@landspitali.is Lykilorð: alfa-fetóprótín, lífefnaskimun, forburðarskimun, fósturgallar. Ágrip I þessari grein verður fjallað um alfa-fetóprótín (AFP) og þátt þess í skimprófum fyrir miðtauga- kerfisgöllum hjá fóstrum auk annarra fósturgalla. Rætt verður um rök þau sem hníga að því að þetta skimpróf verði notað á ákveðnum landsvæðum hér- lendis og hugsanlega framkvæmd þess. Þetta próf mætti gera sem hluta af þríprófi til skimunar fyrir litningagöllum fósturs við 15-18 vikna meðgöngu eða nota eitt og sér sem skimpróf fyrir miðtauga- kerfisgöllum. Inngangur Alfa-fetóprótín (AFP) er prótín skylt albúmíni sem er tjáð á fósturstigi og er aðalprótínið í sermi fósturs en er einnig framleitt í nokkrum gerðum af æxlum. Þetta prótín er fyrst framleitt í rauðusekk (yolk sac) fósturs en í lok fyrsta þriðjungs meðgöngu fer nær öll framleiðslan fram í lifur fóstursins (1). Prótínið skilst síðan út í þvagi fósturs og kemst þannig út í legvatnið. Þéttni alfa-fetóprótíns í sermi fósturs er um 150 sinnum hærri en í legvatni. Þéttni prótínsins bæði í sermi fósturs og í legvatni nær hámarki við 13 vikna meðgöngu en lækkar hratt eftir það. Þéttnin heldur hins vegar áfram að vaxa í blóði móður þar til við 30- 32 vikna meðgöngu. Alfa-fetóprótín fer yfir í móðurblóðrás um fylgju og belgi og er þéttni í blóðrás móður aðeins um 1:100-1:200 af þéttni í legvatni (1). Það hefur verið þekkt nokkuð lengi að í ákveðnum tegundum fósturgalla lekur aukið magn af alfa- fetóprótíni út fyrir líkama fóstursins og berst þannig í auknum mæli yfir í móðurblóðrás (2). Þessir fósturgallar eru allir þeir gallar þar sem rof er á húð fósturs en einnig gallar þar sem aukinn prótínleki verður í nýrum fósturs (3). f nokkrum öðrum fósturgöllum er skýringin á hækkuninni ekki þekkt. Best þekktir fósturgalla sem valda hækkun á alfa- fetóprótíni eru svokallaðir opnir gallar á hrygg (myelo-meningocele) og kviðvegg en vel er þekkt að fleiri sjaldgæfari gallar, svo sem ýmsir nýrnakvillar, þvagteppa, lokun á vélinda og görnum og spjald- rófubeinsvaxtarvilluæxli (sacrococcygeal teratoma) valda einnig hækkun á alfa-fetóprótíni í sermi móður (3). Alfa-fetóprótín sem skimpróf Tengslunum milli hækkunar á alfa-fetóprótíni í ENGLISH SUMMARY Hjartardóttir H Biochemical screening for fetal abnormalities - alpha-fetoprotein Læknablaðið 2001; 87: 427-9 The use of maternal serum alpha-fetoprotein (MSAFP) in screening for open neural tube defects and other fetal abnormalities is discussed. The arguments for the introduction of this screening test in certain areas of lceland are provided and its possible application. MSAFP could be used as part of the triple test used for the screening of chromosomal abnormalities at 15-18 weeks of pregnancy, or as a single marker for neural tube defects. Key words: alpha-fetoprotein, biochemical screening, antenatai screening, fetal anomaties. Correspondence: Hulda Hjartardóttir. E-mail: huldahja@landspitali.is móðursermi og aukinna líka á opnum galla á mið- taugakerfi var fyrst lýst árið 1972 (2). Skömmu síðar sýndi bresk rannsókn að með alfa-fetóprótíns skimun væri hægt að greina meirihluta opinna galla á hrygg hjá fóstrum (4). Þegar mönnum varð Ijóst að það voru tengsl milli þessara fósturgalla og hækkunar á alfa- fetóprótíni í móðurblóðrás var ómskoðunartæknin ekki það vel á veg komin að hægt væri auðveldlega að finna þessa galla með ómskoðun. Því var fyrst beitt legvatnsástungum til að meta magn prótínsins í legvatni (amniotic íluid AFP,LV-AFP). Ef um var að ræða mjög mikið magn alfa-fetóprótíns í legvatni var nokkuð öruggt að um alvarlegan fósturgalla var að ræða og kusu þá margir foreldrar fóstureyðingu. Eftir að ómskoðunartækni batnaði fækkaði mælingum á alfa-fetóprótíni í legvatni og greining fósturgallans hefur verið byggð á nákvæmri ómskoðun. Nú er ómskoðunartækni og kunnátta almennt orðin það góð að ekki er þörf á alfa-fetóprótínmælingu í blóði móður eins og áður, á þeim svæðum þar sem öllum konum er boðið upp á ómskoðun við 18-20 vikur. Læknablaðið 2001/87 427
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.