Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2001, Síða 51

Læknablaðið - 15.05.2001, Síða 51
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURGREINING líkindamörkum velji í framhaldinu litningagrein- ingarpróf, þar af yfir 90% þeirra sem bera fóstur með alvarlegt litningafrábrigði (12). Þó gjarnan sé miðað við fastsetta 5% misávísun við samanburð á skim- hæfni prófa, fer það eftir aldurssamsetningu skimaðra hversu hátt hlutfall reynist yfir mörkum á líkindamati. Ef konum á íslandi stæði samþætt próf til boða að upplýstu vali, lægi misávísun fyrir allri ójafnlitnun væntanlega nærri 5-6,5%, ef miðað er við að konur sem veldu prófið endurspegluðu aldurs- samsetningu fæðandi kvenna á íslandi nú, ef höfð er hliðsjón af reynslu K. Spencers af samþætta prófinu hjá bresku fæðingaþýði. Fyrirliggjandi gögn benda einnig til, að hjá 6-7% þeirra sem eru yfir líkinda- matsmörkum á samþættu prófi reynist fóstur vera með alvarlegt litningafrábrigði. Með öðrum orðum sagt benda rannsóknargögn og reynsla til að líkurnar á einhverri gerð ójafnlitnunar hjá fóstri í meðgöngu yfir líkindamatsmörkum á samþættu prófi, gætu verið nálægt 1 af 12-14. Stærri rannsóknarþýði í klínískum uppgjörum þarf þó til að staðreyna slíka vísbendingu. Hjá hluta þeirra sem fara í samþætt próf og reynast yfir eða innan líkindamatsmarka gætu einnig komið fram vísbendingar um tilvist eða yfirvofandi annan fóstur- og/eða meðgönguvanda (hjartagalla fósturs, vaxtarhindrun í móðurlífi, fóstur- lát, meðgöngusykursýki, meðgönguvakinn háþrýst- ing) eins og áður var greint frá. Samfelluskimun á fyrsta og öðrum meðgönguþriðjungi Þá er að lokum að geta að 1999-2000 þróaði prófessor N. Wald svonefnt samfellupróf (integrated test) (1,34,35). I samfelluprófi er mæld hnakkaþykkt og MS-PAPP-A á fyrsta þriðjungi meðgöngu og fjórir lífefnavísar til viðbótar í mæðrasermi á öðrum þriðjungi meðgöngu (AFP, frítt þ-hCG (eða hCG), uE3 og inhibin-A). Líkindamat á fósturgalla við sam- fellupróf fæst því ekki fyrr en á öðrum þriðjungi meðgöngu. Samfellupróf er sagt ná 85% næmi fyrir þrístæðu 21 fósturs við aðeins 1% misávísun og OAPR 1:9 (1). Gallar þess eru mikill kostnaður og fyrirhöfn auk þess sem niðurstaða liggur eingöngu fyrir á öðrum þriðjungi meðgöngu. Frekari reynsla og rannsóknir munu leiða í ljós hvort samfellupróf sé raunhæfur möguleiki sem almennt skimpróf hjá stórum hópum kvenna. Niðurlag Á íslandi hefur konum 35 ára og eldri verið boðin litningarannsókn. Þunguðum konum hefur ekki verið boðið þrípróf með kerfisbundnum hætti. Þeim hafa ekki boðist önnur lífefnaskimpróf (fjórpróf, tvípróf, samþætt próf). Eins og kemur fram í öðrum greinum hér í blaðinu þá hefur fósturgreiningardeild Kvennadeildar Landspítala Hringbraut aflað sér sér- þekkingar og hafið mælingar í takmörkuðum mæli á hnakkaþykkt fósturs og náð þar góðum árangri. Þessa þjónustu ber að þróa frekar en jafnhliða þarf að vera hægt að bjóða konum lífefnarannsóknir í forburðarskimun. Lífefnaskimun og ómskimun fyrir litningafrábrigðum bæta hvor aðra upp sem skim- próf. Besti kostur er að þeim sé beitt saman ef kona óskar eftir líkindamati á litningafrábrigði. Einn meginkostur lífefnaprófa til líkindamats á litninga- frábrigðum er að hægt er að senda sýni til rannsóknar hvaðan sem er af landinu. Þau henta því sérstaklega vel fyrir þungaðar konur sem búa á landsbyggðinni og eiga ekki tök á að ferðast til ómskoðunar. Greinarhöfundar hafa undanfarið tekið þátt í undirbúningsstarfi varðandi lífefnarannsóknir til for- burðarskimunar á íslandi. Þessi vinna hefur verið í tengslum við starfshóp á vegum landlæknis um forburðarskimun fyrir litningagöllum. Hér er gerð stuttlega grein fyrir hvernig við sjáum lífefnarann- sóknum best beitt í því samhengi. Heppilegast er að lífefnaskimun sé gerð í meðgönguvikum 11-13. Mælt væri MS-frítt þ-hCG og MS-PAPP-A og líkindamat með tilliti til litning- afrábrigðis fósturs reiknað, byggt á þessum mæling- um, aldri móður og meðgöngulengd. Lífefnaskimun er flókin og vandasöm og krefst sérhæfðs starfsfólks og hefur meinefnafræðideild Rannsóknastofnunar Landspítalans unnið að undirbúningi að starfsemi á þessu sviði. Gera má ráð fyrir að í flestum tilvikum fari konan jafnframt í ómskoðun til mælingar á hnakkaþykkt fósturs. I þeim tilvikum væri gefið upp líkindamat reiknað út frá niðurstöðum úr samþættu prófi byggt á hnakkaþykkt og lífefnamælingum. Ef kona kemur í fyrstu mæðraskoðun eftir 14 vikna meðgöngu væri hægt að bjóða henni lífefnaskimun með MS-fríu þ-hCG og MS-AFP í vikum 14-16. í sjaldgæfum undantekningartilvikum, kæmi kona seinna til skoðunar, væri hægt að bjóða henni lífefnaskimun allt að viku 18. Þar eð þessar rann- sóknir á öðrum meðgönguþriðjungi væru sjaldgæfar þá væri eðlilegast að senda þær á erlenda rannsóknastofu, en slíkt fyrirkomulag væri hægt að endurskoða eftir því sem efni og ástæður væru til. Þakkir Höfundar þakka prófessor Nicholas Wald, Karen Wald og Simon Rish hjá Logical Medical Systems fyrir fjölþætta, vandaða og óeigingjarna faglega aðstoð. Karen Wald fyrir upplýsingar varðandi forburðarskimun og líkindamat og Simon Rish fyrir veitta aðstoð við útreikninga á skimhæfni prófa fyrir íslenskt fæðingaþýði. Nicholas Wald er sérstaklega þökkuð heimild til birtingar tveggja mynda og persónulegar skriflegar upplýsingar um aldurstengda skimhæfni samþætta prófsins. Kevin Spencer á meinefnafræðideild Harold Wood Hospital er sérstaklega þakkað fyrir að miðla okkur af þekkingu sinni og reynslu af alúð og Læknablaðið 2001/87 439
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.