Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2001, Síða 63

Læknablaðið - 15.05.2001, Síða 63
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURGREINING Litningarannsóknir til fósturgreiningar Jóhann Heiðar Jóhannsson Litningarannsóknadeild Landspítala Hringbraut. Fyrirspurnir, bréfaskipti. Jóhann Heiðar Jóhannsson litningarannsóknadeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími: 560 1900. Netfang: johannhj@landspitali.is Lykilorð: ábendingar, fylgjuvefssýnistaka, legástunga, litningagallar, litningarannsóknir. Key words: indications, chorionic villus biopsy, amniocentesis, chromosomal anomalies, chromosomal defects, chromosomal analysis. Læknablaðið 2001; 87: 451-3. Inngangur Litningarannsóknir hófust á íslandi sumarið 1967 á vegum Erfðafræðinefndar Háskóla íslands og Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg. Fyrstu árin var aðaláherslan lögð á að finna og skrá Downs heilkenni (sem þá nefndist mongolismus) á íslandi. Fjölskyldurannsóknir voru gerðar þegar arfgengar yfirfærslur fundust og litningagerð nánustu ættingja könnuð. Þjónusta við sjúkrastofnanir og lækna var einnig veitt, varðandi litningarannsóknir hjá öðrum einstaklingum með vanskapnað eða vangefni. Frá ársbyrjun 1976 hafa litningarannsóknirnar síðan verið á vegum Rannsóknastofu Háskólans og rekstrarlega tilheyrt Landspítalanum. Legástungur (amniocentesis) til fósturgreiningar hófust hér á landi árið 1973, en fyrstu fimm árin voru öll sýnin send til Danmerkur til rannsóknar. I legvatninu fljóta lifandi frumur, svonefndar legvatns- frumur, sem taldar eru fyrst og fremst upprunnar frá fóstrinu. Legvatnssýni eru tekin með legástungu við 15-16 vikna meðgöngulengd. Litningarannsóknir á legvatnsfrumum hófust hér á landi í júlí 1978 og hafa síðan verið fyrirferðarmesti þátturinn í starfsemi litningarannsóknadeildar. A árinu 1983 hófst undirbúningur að fylgjuvefs- rannsóknum (chorionic villus biopsy), en sýni úr fylgjuvef má taka fyrr á meðgöngutíma en legvatns- sýni, eða við 10 til 12 vikna meðgöngulengd. Fylgjuvefsfrumurnar eru af sama uppruna og frumur fóstursins þannig að þær eiga að hafa alveg sömu litningagerð. Fyrsta fylgjuvefssýnið var tekið í ágúst 1984 og hefur þeim rannsóknum farið fjölgandi síðustu árin (mynd 1). Litningarannsóknir eru gerðar til að finna litningagalla (chromosomal defect, chromosomal anomaly), en litningagallar hafa í för með sér samstæður líkamlegra og andlegra breytinga, svo sem Downs heilkenni og Turners heilkenni. Rétt er að geta þess að einnig eru til litningabreytingar sem ekki hafa í för með sér ágalla, svonefnd litningaafbrigði (chromosomal variants). Litningarannsóknir byggjast á smásjárskoðun litninganna úr þeim frumum sem teknar hafa verið til rannsóknar. Islenska heitið litningur er bein þýðing á gríska heitinu chromosoma (chromos = litur, soma = kroppur). Litningar í frumum mannsins eru 46 talsins, 22 pör A-litninga og eitt par kynlitninga (XX eða XY) og má greina við smásjárskoðun þegar fruma er í skiptingu. Hver litningur hefur sérstaka byggingu, sem sést mjög greinilega þegar litningunum hefur verið raðað eftir stærð og lögun (mynd 2). Litningarnar bera erfðaefnið, 1-3000 gen hver litningur, þannig að hver sýnileg litningabreyting nær yfir tugi eða hundruð gena. Litningarannsóknir fela í sér ræktun lifandi frumna í sérstöku æti í tilraunaglasi við 37°C hita og með súrefnisgjöf í hitaskápi. Eftir hæfilega langa Mynd 2. Smásjármynd aflitningum úr einni frumu. Læknablaðið 2001/87 451
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.