Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2001, Qupperneq 64

Læknablaðið - 15.05.2001, Qupperneq 64
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURGREINING ræktun, þar sem frumurnar fjölga sér stöðugt, eru frumurnar heimtar úr glasinu, frumuskiptingar stöðvaðar á vissu stigi (metaphasis) og frumu- kjörnunum með litningunum dreift á smásjárgler. Litningarnir eru síðan litaðir (til að gera þá sýnilega í smásjánni) og skoðaðir við stækkunina 100-1000 sinnum. Fjöldi litninganna er talinn í mörgum frumum og bygging einstakra litninga skoðuð mjög vandlega. Ljósmyndir eru teknar og gengið frá litningamynd (karyotype) með röðuðum litningum (mynd 3). Litningarannsóknirnar eru þjónusturannsóknir, sem gerðar eru samkvæmt ákveðnum ábendingum (indications). Helstu ábendingar til litninga- rannsóknar á legvatni eru eftirtaldar: þungun hjá konu 35 ára eða eldri, litningagalli hjá öðru foreldri, litningagalli hjá fyrra barni og loks aðrar ástæður (kvíði, fjölskyldurannsókn og fleira). Fylgjuvefs- rannsóknir eru hins vegar fyrst og fremst gerðar hjá konum 40 ára og eldri, við aukna hnakkaþykkt (nuchal thickness) hjá fóstri og þegar fundist hefur vanskapnaður við sónarskoðun, sem líklegt er talið að stafi af litningagalla. Litningagallar Litningagallar nefnast þær breytingar sem valdið geta líkamlegum eða andlegum ágöllum. Litninga- gallar eru oftast meðfæddir og sumir ganga í fjöl- skyldum. Áunnir litningagallar koma hins vegar helst fyrir í frumum illkynja æxla. Litningagöllunum má skipta í tvo aðalflokka, byggingargalla, þar sem bygging og útlit einstakra litninga er afbrigðilegt, og fjöldagalla, þar sem fjöldi litninga í hverri frumu er ekki réttur og litningum er ýmist ofaukið eða litning vantar. Dæmi um byggingargalla eru úrfelling (deletion), fjölfjöldun (duplication) og yfirfærsla (translocation). Dæmi urn fjöldagalla eru þrístæða (trisomy), einstæða (monosomy) og fjöllitnun (triploidy). Þekktustu litningagallarnir hjá mönnum eru þrístæða 21, þrístæða 18, þrístæða 13, einstæða X (annað X-ið vantar) og auka kynlitningar (XXY, XYY, XXX). Byggingargallarnir eru sjaldgæfari, en Mynd 3. Eðlilegum litningum úreinnifrumu hefur hér verið raðað upp i 23 pör. Síðast koma kynlitningarnir (hér X og Y). af vel þekktum byggingargöllum má til dæmis nefna úrfellingu á litningum númer 5,11 og 13. Downs heilkenni er algengasti litningasjúk- dómurinn (hér á landi um 1:900 lifandi fæddra) og fer nýgengið vaxandi með hækkandi aldri móður, sérstaklega eftir 40 ára aldurinn. Talið er að þrístæða 21 stafi af því að truflun verður á aðskilnaði litninga í skiptingu kynfrumna foreldranna. Aukalitningurinn kemur oftast frá móður barns (80%) þannig að truflun í eggfrumuskiptingum er algengari en truflun í sæðisfrumuskiptingum. Einstaklingar með auka- litning nr. 21 hafa einkennandi svipgerð (phenotype) sem oftast má þekkja við fæðingu. Höfuðlag og andlitsfall eru sérkennileg, þannig að höfuð er lítið, hnakki og andlit flöt, nef lágt, breitt er á milli augna, augnrifur hallast og húðfelling sést í innri augnkróki. Vöðvar eru með lítilli spennu og taugaviðbrögð oft minnkuð. Útlimir eru yfirleitt stuttir og breiðir og innri vanskapnaður getur fylgt, svo sem hjartagalli, stífla í meltingarvegi og þvagfæragalli. Lífslíkur eru minnkaðar frá upphafi, einkum vegna hjartagalla, en síðar er einnig aukin hætta á sýkingum og hvítblæði. Þroskahömlun er yfirleitt umtalsverð. Edwards heilkenni: Þrístæða 18 er mun sjald- gæfari (1:3000 til 1:8000 nýfæddra) og hefur aldur mæðra svipuð áhrif á nýgengið eins og við Downs heilkenni. Litningasjúkdómurinn er mjög alvarlegur þannig að flest börn með þetta heilkenni deyja strax á fyrsta mánuði. Þau fæðast létt, veikburða og mjög vanþroskuð, bæði andlega og líkamlega. Höfuðlag og andlitsfall eru sérkennileg, útlimir stífir, fingur krepptir, ökklar skakkir og oftast eru einnig til staðar hjartagalli og vanskapnaður í meltingar- eða þvagfærum. Börnin nærast illa, vaxa lítið og eru með verulega þroskahömlun. Pataus heilkenni: Þrístæða 13 tengist aldri á svipaðan hátt, en er enn sjaldgæfari (1:4000 til 1:20.000). Þetta er einnig mjög alvarlegur sjúkdómur og flest börnin deyja á fyrsta mánuði. Svipgerðin er oftast sérstök og einkennandi. Börnin fæðast lítil og veikburða, gjarnan með klofna vör og klofinn góm, afbrigðileg augu og eyru, aukafingur og auka tær, skekkjur í ökklum, naflakviðslit og vanskapnað í heila. Innri vanskapnaður fylgir gjarnan, svo sem hjartagallar og þvag- og kynfæragallar. Vangefni hefur reynst mikil hjá þeim fáu sem lifa lengur. Þær líkamlegu breytingar sem fram koma þegar annan kynlitninginn vantar hjá stúlkubörnum mynda samstæðu sem nefnd er Turners heilkenni. Litn- ingagallinn (45,X) er mjög algengur í fósturlífi og talið er að fósturlát verði í verulegum hluta tilfella, þegar um þessa litningagerð er að ræða. Útlit stúlkn- anna getur verið einkennandi strax við fæðingu, en þó uppgötvast þessi litningasjúkdómur oft ekki fyrr en á skólaaldri, á kynþroskaskeiði eða jafnvel þegar stúlkurnar ætla að fara að eignast börn. Þær eru smávaxnar og líkamlega óþroskaðar, en hafa oftast 452 Læknablaðið 2001/87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.