Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2001, Side 65

Læknablaðið - 15.05.2001, Side 65
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURGREINING eðlilega greind. Einkenndi eru breiðar húðfellingar frá hálsi og út á axlir, lág hárlína, breiður brjóstkassi, skakkir olnbogar, fæðingarblettir í húð og stutt miðhandarbein. Stúlkurnar taka ekki kynþroska, fá ekki tíðir og í ljós kemur að eggjastokkar þeirra eru nánast engir. Þær eru ófrjóar, mynda ekki eggfrumur og framleiða ekki kvenhormón. Stundum fylgir meðfæddur galli í hjartaloku eða í ósæð og jafnvel nýrnagallar. Áhrif á lífslíkur eru þó oftast lítil. Klinefelters heilkenni stafar af auka X-litningi hjá drengjum (47,XXY). Þetta er nokkuð algengur litningagalli (1:500 til 1:2000) og orsaka er talið að leita í aðskilnaðartruflun í kynfrumuskiptingu hjá foreldri. Utlitið er venjulega ekki einkennandi við fæðingu og oftast uppgötvast sjúkdómurinn ekki fyrr en á skólaaldri. Hegðunarvandamál koma þá í ljós og námserfiðleikar og þroskaskortur eru algeng ein- kenni. Kynfæri eru lítil, eistu rýr og drengirnir taka síðan ekki út kynþroska. Síðar kemur í ljós ófrjósemi, en innri vanskapnaður fylgir venjulega ekki. Af litningasjúkdómum, sem stafa af bygg- ingargöllum, má nefna Prader-Willi heilkenni, sem einkennist af vöðvaslekju, óþrjótandi matarlyst, of- fitu og þroskahömlun. Sjúkdómurinn er mjög sjaldgæfur og stafar af mjög lítilli úrfellingu á litningi númer 15. Annað dæmi er úrfelling á litningi númer 13, sem einkennist af mikilli vangefni, vanskapnaði í heila, sérkennilegu höfuðlagi og andlitsfalli, van- skapnaði í kynfærum og stundum æxli í auga. Það er einnig mjög sjaldgæft. Síðustu 20 árin hafa verið gerðar 250-500 legvatnsrannsóknir á ári hér á landi til að leita að litningagöllum á fósturskeiði (mynd 4). I samantekt úr niðurstöðum þessara ára kemur fram að þnstæða 21 er algengasti gallinn sem finnst við litninga- rannsókn á legvatni, þar næst koma kynlitninga- gallar, síðan þrístæða 18, þá þrílitnun (triploidy) og loks þrístæða 13. í fjórðungi tilfella af þeim litningagöllum sem finnast í legvatnsfrumum, kemur í Ijós að fóstrið er einkennalaus arfberi fyrir litninga- galla (afbrigði) sem annað foreldrið hefur einnig. Tíðni litningagalla í legvatnssýnum hér á landi sveiflast mjög eftir árum, þar sem sýnin eru ekki mjög mörg miðað við aðstæður hjá öðrum þjóðum, og hefur hún reynst vera á bilinu 1,5-5,0% (mynd 5). I kjölfar þess að litningagalli finnst er foreldrunum ætíð boðið upp á erfðaráðgjöf til að gera þeim grein fyrir eðli gallans og úrræðum. Alvarlegur litningagalli leiðir oftast til þess að framkvæmd er fóstureyðing. Lögð er þó rík áhersla á að ákvörðunin sé í höndum foreldranna, en að veittur verði allur sá stuðningur sem heilbrigðiskerfið ræður yfir. Mynd 4. Fjöldi litningarannsókna á legvatni á ári síðustu 20 árin. Mynd S. Hundraðshlutfall litningagalla í legvatnssýnum árin 1979-2000. Sveiflur eru miklar milli ára. Læknablaðið 2001/87 453
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.