Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2001, Page 73

Læknablaðið - 15.05.2001, Page 73
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURGREINING er unnt að gera líkindamat með tilliti til litningagalla á þessum tíma. Hafi kona hins vegar farið í 11-13 vikna ómskoðun og fengið líkindamat með tilliti tii litningagalla, má segja henni að komi ekkert óeðlilegt í ljós við skoðun í 18.-20. viku þá hafi líkur á litningagalla minnkað um helming miðað við fyrra mat. Dæmi: Líkindamat með tilliti til þrístæðu 21 við 11-13 vikna skoðun er 1:2000 en verður 1:4000 eftir eðlilega 18-20 vikna skoðun. Niðurlag Það er vandasamt að gefa hlutlausar upplýsingar og margir ganga svo langt að segja að það ætti einungis að gefa upplýsingar um svo mikilvægar rannsóknir sem fósturgreining er með bæklingum og mynd- bandsspólum, til að skoðanir ráðgjafans trufli ekki. Bent hefur verið á að sá sem gefur upplýsingarnar eigi erfitt með að leyna skoðun sinni og geti með raddbeitingu og svipbrigðum sagt mikið. Mörgum foreldrum finnst erfitt að taka ákvarðanir um fóstur- greiningu og vilja láta ljósmóðurina eða lækninn sinn ákveða fyrir sig hvað sé best að gera. Hafa ber í huga að það verða ávallt að vera foreldrarnir sem ákveða hvað þeir vilja að sé gert að fengnum greinargóðum upplýsingum um kosti og galla rannsóknanna frá heilbrigðisstarfsfólki. Bæklingar um ómskoðanir og litningarannsóknir á meðgöngu eru til á fóstur- greiningardeild Kvennadeildar og eru þeir ætlaðir verðandi foreldrum. Heimildir 1. Hreinsdóttir M, Fischer Þ. Fósturgreining og ómun í meðgöngu. Reykjavík: Ríkisspítalar/fósturgreingardeild Landspítalans: 2000. 2. Proud J. Murphy BT. Choice of a scan: how much information do women receive before ultrasound. Br J Midwifery 1997; 5 (3)- 3. Filly RA. The best way to terrify a pregnant woman. J Ultrasound Med 2000; 19:1-5. 4. Kerzin-Storrar L. Counselling and prenatal diagnosis. Speaker's notes. RCOG/RCR, February 12-16 2001. Seretide Diskus GlaxoSmithKline, R 03 AK 06 R.B Innúöaduft (duft í afmældum skömmtum til innúöunar meö Diskus- tæki). Hverafmældurskammturinniheldur:Salmeterolum INN, xínafóat 72,5 míkróg samsvarandi Salmeterolum INN 50 míkróg og Fluticasonum INN, própíónat 100 míkróg, 250 míkróg eöa 500 mikróg. Ábendingar: Seretide er ætlaö til samfelldrar meðferöar gegn teppu í öndunarvegi, sem getur gengiö til baka, þ.m.t. astma hjá börnum og fullorðnum, þar sem samsett meðferö (berkjuvíkkandi lyfs og barkstera til innöndunar) á viö s.s.: Hjá sjúklingum sem svara viðhaldsmeöferð með langvirkandi berkjuvíkkandi lyfjum og barksterum til innöndunar. Hjá sjúklingum sem hafa einkenni þrátt fyrir aö nota barkstera til innöndunar. Hjá sjúklingum á berkjuvikkandi meðferö, sem þurfa barkstera til innöndunar. Skammtar og lyfjagjöf: Lyfiö er eingöngu ætlaö til innöndunar um munn. Ráölagöirskammtar fyrir fulloröna og böm eldri en 12 ára:Einn skammtur (50 mikróg+100 míkróg, 50 mikróg+250 míkróg eöa 50 míkróg+500 míkróg) tvisvar á dag. Sérstakirsjúklingahópar. Ekki þarf aö breyta skömmtum hjá öldruðum eða sjúklingum með skerta nýrna- eöa lifrarstarfsemi. Skammtastœröir handa börnum 4 ára og eldri: Einn skammtur (50 míkróg salmeteról og 100 míkróg flútikasónprópíónat) tvisvar á dag. Ekki eru til upplýsingar um notkun lyfsins hjá börnum yngri en 4 ára. Frábendingar: Þekkt ofnæmi gegn einhverjum af innihaldsefnum lyfsins. Varnaöarorö og varúöarreglur: Meöferð á teppu í öndunarvegi, sem getur gengiö til baka, ætti venjulega aö fylgja áfangaáætlun og svörun sjúklings ætti aö meta út frá klínískum einkennum og lungnaprófum. Lyfiö er ekki ætlaö til meöhöndlunar á bráöum einkennum. I slikum tilfellum ætti aö nota stuttverkandi berkjuvíkkandi lyf (t.d. salbútamól) sem sjúklingar ættu ávallt að hafa viö höndina. Milliverkanir: Jafnvel þótt litiö finnist af lyfinu i blóöi er ekki hægt aö útiloka milliverkanir viö önnur efni sem bindast CYP 3A4. Foröast ber notkun bæöi sérhæföra og ósérhæföra betablokka hjá sjúklingum meö teppu í öndunarvegi, sem getur gengiö til baka, nema að þörfin fyrir þá sé mjög brýn. Meðganga og brjóstagjöf: Notkun lyfja hjá þunguðum konum og hjá konum meö barn á brjósti ætti einungis aö íhuga þegar væntanlegur hagur fyrir móöur er meiri en hugsanleg áhætta fyrir fóstur eöa barn. Þaö er takmörkuð reynsla af notkun á salmeterólxinafóati og flútikasónprópiónati á meögöngu og SERETIDE við brjóstagjöf hjá konum. Viö notkun hjá þunguðum konum skal ávallt nota minnsta virka skammt. Aukaverkanir: Þar sem lyfiö inniheldur salmeteról og flútikasónprópíónat má búast við aukaverkunum af sömu gerö og vægi og af hvoru lyfinu fyrir sig. Ekki eru nein tilfelli frekari aukaverkana þegar lyfin eru gefin samtímis. Hæsi/raddtruflun, erting í hálsi, höfuöverkur, sveppasýking í munni og hálsi og hjartsláttarónot sáust hjá 1-2% sjúklinga við klinískar rannsóknir. Eftirtaldar aukaverkanir hafa veriö tengdar notkun salmeteróls eöa flútíkasón- própíónats: Salmeteról: Lyfjafræðilegar aukaverkanir beta-2-örvandi efna, svo sem skjálfti, hjartsláttarónot og höfuðverkur hafa komiö fram, en hafa yfirleitt veriö timabundnar og minnkað viö áframhaldandi meöferö. Algengar (>1%): Hjarta- og œöakerfi: Hjartsláttarónot, hraötaktur. Miötaugakerfi: Höfuöverkjur. StoOkerfi: Skjálfti, vöövakrampi. Sjaldgæfar(<0,1 %): Almennar: Ofnæmisviðbrögö, þ.m.t., bjúgur og ofsabjúgur (angioedema). Hjarta-og œöakerfi: Hjartsláttaróregla t.d. gáttatif (atrial fibrillation), gáttahraötaktur og aukaslög. Wúö:0fsakláði, útbrot Efnaskifti: Ka I íu mskortu r í blóöi. Stoökerfi: úbvcrkyr, vöövaþrautir. Flútikasónprópíónat Algengar(>1%): Almennar. Hæsi og sveppasýking í munni og hálsi. Sjaldgæfar(<0,1%): HúO: Ofnæmisviöbrögöum í húð. Öndunarvegur. Berkjukrampi. Hægt er aö minnka líkurnar á hæsi og sveppasýkingum meö því aö skola munninn meö vatni eftir notkun lyfsins. Einkenni sveppasýkingar er hægt að meðhöndla meö staðbundinni sveppalyfjameöferö samtímis notkun innöndunarlyfsins. Eins og hjá öörum innöndunarlyfjum getur óvæntur berkjusamdráttur átt sér staö meö skyndilega auknu surgi eftir innöndun lyfsins. Þetta þarf að meðhöndla strax með skjót- og stuttverkandi berkjuvíkkandi lyfi til innöndunar. Hætta veröur notkun strax, ástand sjúklings skal metiö og hefja aöra meðferð, ef þörf krefur. Pakkningar og verö: Diskus - tæki. Innúðaduft 50 míkróg + 100 míkróg/skammt: 60 skammtar x 1, 60 skammtar x 3. Innúðaduft 50 míkróg + 250 míkróg/skammt: 60 skammtar x 1, 60 skammtar x 3. Innúðaduft 50 míkróg + 500 míkróg/skammt: 60 skammtar x 1, 60 skammtar x 3. Seretide 50/100: 6.008 krónur, Seretide 50/250: 7.532 krónur, Seretide 50/500:10.045 krónur. 19.03.01 Tilvitnun 1:KRChapman, N Ringdal 6t al. Can. Respir.J. 1999; 6(1): 45-51. Tilvitnun 2: G Shapiro ft al., Am. J, Respir. CritCare Med. 2000; 161: 527-534. GlaxoSmithKline Þverholti 14 • 105 Reykjavik • Simi 530 3700 • www.gsk.is Læknablaðið 2001/87 461
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.