Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2001, Page 78

Læknablaðið - 15.05.2001, Page 78
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURGREINING niðurstaðan er ekki fóstrinu í vil, að þau fái þann stuðning og þá umhyggju sem þau þurfa í þeirri ákvörðun sem þau sjálf taka. Umræða Þau fjögur ár sem ég hef starfað sem sjúkra- húsprestur við Landspítalann, hefur það reglulega komið í minn hlut að mæta þeim konum og þeirra mökum, sem í kjölfar sónarrannsóknar eða annarra rannsókna og eftirlits á meðgöngu, hafa fengið vitneskjuna um alvarlega galla á fóstri og í framhaldi þeirra niðurstaðna ákveðið að binda endi á meðgönguna með fóstureyðingu. Sálarástand þessara foreldra er jafn misjafnt og þeir eru margir. Enginn fer í gegnum þetta ferli ósnortinn. Hjá flestum togast á hinar ýmsu tilfinningar. Hugurinn sveiflast milli sáttar og sorgar, reiði og vonbrigða og er hlutverk mitt að deila þessari reynslu með foreldrunum, hlusta á þá, leiðbeina varðandi þá hluti sem framkvæma þarf - frágang fóstursins, segja frá svokölluðum fósturreit, duftreit eða öðrum úrræðum sem til eru - umfram allt þó að að veita stuðning og taka þátt í þeim siðferðislegu vangaveltum og spurningum sem í mörgum tilfellum leita á þau sem standa í þessum sporum. Þær eru ómetanlegar framfarirnar sem orðið hafa á sviði meðgöngueftirlits og stórkostlegt að hægt skuli vera að fylgjast með vexti, þroska og líðan fósturs eða barns í móðurkviði og hlýtur það að stuðla að auknu öryggi móður og barns. En aukin tækni hlýtur um leið að vekja upp spurningar og umræður sem öllum sem mæðraeftirliti sinna er hollt að velta fyrir sér og horfast í augu við. Eftirlit það og rannsóknir sem nú er boðið upp á, hvort sem um er að ræða sónarrannsókn, fylgju- eða legvatnspróf, eða hina nýju hnakkaþykktarmælingu, knýr reglulega til ákveðinna ákvarðana af hálfu foreldra. Þeir geta þurft að standa frammi fyrir spurningum eins og: Hvað eigum við að gera nú þegar sónarmyndin, eða hvaða rannsókn önnur sem er, segir okkur að barnið sem við eigum í vændum er ekki „draumabarnið“ eða „óskabarnið"? Eigum við að óska eftir fóstur- eyðingu? Eða - eigum við að bíða í 20 vikur til viðbótar, ljúka meðgöngunni, leyfa barninu að koma í heiminn og láta náttúruna hafa sinn gang, leyfa barninu að deyja? Kannski deyr það ekki strax. Kannski lifir það einhver ár, ef til vill lífi mörkuðu veikindum og erfiðleikum. Og ef það lifir, fötlunin er ekki lífshættuleg, erum við þá tilbúin til þess að skuldbinda okkur um ókomin ár? Þessar spurningar eru meðal þeirra sem allir foreldrar standa frammi fyrir eftir „slæma“ niðurstöðu úr þeim rannsóknum sem í boði eru. Við opnum ekki siðfræðirit öðruvísi en það hafi að geyma kafla sem inniheldur vangaveltur um siðferði- lega stöðu fósturs, fóstureyðingar, fósturgreiningar, réttmæti þeirra og afleiðingar. Innan siðfræðinnar eru uppi ýmis viðhorf og geta þau spannað ólíka póla (1). Við höfum til dæmis viðhorf sem setur foreldrum í hendur fullkomið frelsi til fóstureyðingar, án tillits til aðstæðna, án tillits til þess hversu alvarlegur eða ekki alvarlegur fósturgallinn er. Svo ég leyfi mér að sjá fyrir „ýkta“ afleiðingu þessa viðhorfs, þá væri, samkvæmt þessari skoðun, hægt að fara fram á fóstureyðingu vegna hvaða frávika sem er. Við höfum líka viðhorf sem felur í sér harða afstöðu gegn fóstureyðingum yfirleitt, án tillits til þess hvaða rök kunna að vera færð fyrir þeim, það er án tillits til þess að um mjög alvarlegan fósturgalla kunni að vera að ræða. Hörðustu fulltrúar þessa viðhorfs ganga jafnvel svo langt að setja samasemmerki milli fóstureyðinga vegna fósturgalla og þeirrar útrýmingarherferða á fötluðum sem við þekkjum úr sögunni. Talsmenn þessa viðhorfs telja sig ganga út frá reglunni um helgi lífsins, að virða beri allt mannlegt líf og túlka hana á þann veg að öllu lífi skuli viðhaldið óháð aðstæðum hverju sinni. Því megi alls ekki eyða fóstri þótt vitað sé að um alvarlega fötlun eða sjúkdóm sé að ræða. Sjálf vil ég hafa að leiðarljósi regluna um helgi lífsins, að okkur beri að virða mannlegt líf, að læknisfræðin eigi að hafa að markmiði sínu að lækna og líkna. En þá er það spurningin: I hverju er þessi virðing fólgin? í hverju er þessi líkn fólgin? Er hún hún fólgin í því að viðhalda og bjarga öllu lífi, líka lífi fósturs, sem aldrei á eftir að geta notið nokkurra lífsgæða, lífi sem á eftir að verða líf í þjáningu og erfiðleikum, bæði fyrir einstaklinginn sjálfan og fjölskyldu hans? Á árum áður, fyrir daga þeirrar tækni sem við búum við nú, dóu yfirleitt alvarlega vansköpuð börn þar sem ekki var hægt og eflaust oft ekki reynt að bjarga lífi þeirra. Önnur komust á legg og lifðu, sjálfsagt oft erfiðu og þjáningarfullu lífi. í dag er hægt að sjá fyrirfram hvort fóstur er heilbrigt eða ekki. í dag gerir tæknin okkur mögulegt að greina þá einstak- linga sem ekki falla undir það að teljast heilbrigðir og þegar sú greining liggur fyrir standa foreldrar frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort meðgöngu skuli haldið áfram eða ekki. Þannig er að vissu marki hægt að koma í veg fyrir þá þjáningu sem hlýst af því að eiga alvarlega fatlað eða sjúkt barn. En hvar eigum við að draga mörkin? Hvað er mikil fötlun og hvað er lítil fötlun? Eigum við öll að vera steypt í sama mót? Eigum við að geta „valið úr“ þau börn sem ekki „henta“ okkur, þau börn sem ekki falla 100 prósent undir það að vera eins og við viljum að þau séu? Á það að vera krafa af hálfu samfélagsins að allar konur gangist undir þær rannsóknir sem mögulegar eru til þess að hægt verði að draga sem mest úr fæðingu þeirra einstaklinga sem óhjákvæmi- lega hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir samfélagið? Þessum spumingum er ekki varpað fram með nein augljós svör í huga heldur einungis sem vangaveltum um þá hugsanlegu þróun sem sífellt 466 Læknablaðið 2001/87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.