Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2001, Síða 79

Læknablaðið - 15.05.2001, Síða 79
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURGREINING fullkomnari tækni á sviði læknisfræðinnar gæti ýtt undir. Það eru í þessu máli sem svo mörgum öðrum, þar sem fengist er við „siðfræði lífs og dauða“ fátt um afgerandi svör og þau eru mörg „gráu svæðin“ sem verða á vegi okkar. Við vitum að mörg tilfellin eru þess eðlis, það er galli fóstursins svo mikill, að líf þess einstaklings, lifði hann á annað borð, myndi valda ómældum þjáningum, fyrir hann sjálfan fyrst og fremst og um leið foreldra hans og fjölskyldu. Erum við að brjóta regluna um helgi lífsins með því að koma í veg fyrir fæðingu þessa barns? Er ekki lífi þessa verðandi einstaklings sýnd mest virðing fái það að slokkna? Er dauðinn alltaf versti kosturinn? En við vitum líka að fatlanir eru mismiklar. Margir fatlaðir einstaklingar, séu þeir nokkurn veginn líkamlega hraustir, geta á sinn hátt lifað ánægjuríku lífi, upplifað hamingju, veitt og miðlað gleði, bæði sjálfum sér og öðrum. Það hefur að undanförnu mikið verið rætt um einstaklinga með Downs heil- kenni. Þótt ég hafi enga tölfræði hér í farteskinu, þá þykist ég vita að nær öllum Downs fóstrum er í dag eytt, finnist þau á fósturstigi. Og með þeim nýju aðferðum sem nú er boðið upp á, verða þau sjálfsagt enn fleiri sem „uppgötvast". Eg spyr: Er siðferðilega rétt að eyða þessum fóstrum? Eg ætla ekki að svara því til eða frá, enda ekki einföld spurning og engin einföld svör til heldur. Við vitum að þrátt fyrir þá staðreynd að einstaklingar með ákveðnar fatlanir geti átt ánægjuríkt líf, eins og ég minntist á hér áðan, þá er það um leið nærri undantekningarlaust mikið áfall og djúp sorg sem foreldrar verða fyrir við fæðingu þegar barnið þeirra reynist fatlað. Sjálf hef ég í starfi mínu á barnadeildum Landspítalans kynnst stórum hópi foreldra fatlaðra barna, bæði mikið fatlaðra og lítið fatlaðra. Öll eru þessi börn elskuð af foreldrum sínum og öll endurgjalda þau á sinn hátt þá umhyggju og þá elsku sem þau svo mjög þurfa á að halda. Þótt flestir foreldrar vinni úr sorg sinni og læri að lifa með nýjum aðstæðum og öðlist oft aðra og nýja sýn á lífið, þá kostar það í mörgum tilvikum blóð, svita og tár og nærri undantekningarlaust verður mikil breyting á lífi þessara sömu foreldra. Við búum við þá tækni sem hér hefur verið til umfjöllunar, þá tækni sem knýr okkur til að taka ákveðnar ákvarðanir. Við getum að vissu marki haft áhrif á líf okkar og örlög . Ég held við hljótum að þurfa að vega og meta hvert og eitt tilvik fyrir sig, að hvert og eitt foreldri, eftir viðeigandi upplýsingar, persónulega ráðgjöf og stuðning fagfólks, taki sína ákvörðun út frá eigin dómgreind og siðferðisvitund. Um leið ber þó að undirstrika mikilvægi þess að við umgöngumst og vinnum með þessa hluti út frá reglunni um helgi lífsins og jafna virðingu alls lífs. Það sitja alltaf í mér orð stúlkunnar er hún lét falla um frænku sína er tekið hafði þá ákvörðun að binda endi á meðgöngu sína þar sem legvatnsprufan hafði leitt í ljós að fóstrið var með alvarlegan galla: „Það var eins gott að hún lét taka sýni og gat þá losað sig við það“, eða orð heilbrigðisstarfsmannsins sem áttu að lýsa árangri af eftirliti því sem boðið er upp á á meðgöngu: „Við erum smám saman að finna þau fleiri“ með þeirri tækni sem við nú búum við „ættu þau fæst að sleppa í gegn“. Þetta eru auðvitað ýkt dæmi en samt ábending til okkar um að við þurfum að fara varlega í hvernig við nálgumst þessi mál, hvernig við setjum þau fram og fjalla um þau af virðingu fyrir lífinu og virðingu fyrir þeim foreldrum sem eiga fötluð börn og fötluðum sjálfum. Þótt kostirnir við aukna og betri tækni séu ótvíræðir, þá megum við ekki líta á það sem sjálfsagaðan hlut, sjálfsögð mannréttindi að öll séum við steypt í sama mót og dæma allt annað líf sem ekki þess virði að því sé lifað. Lokaorð Að lokum, þá vil ég ítreka að það sjálfræði sem við hljótum að þurfa að setja foreldrum í hendur, má ekki vera úr lausu lofti gripið. Það verður að byggja á góðu upplýsingaflæði, fræðslu og samræðum við það fagfólk sem í hlut á. Hvort sem um er að ræða sónarinn, hnakkaþykktarmælinguna, legvatns- ástungu eða annað sem í boði er, þá geta allar þessar rannsóknir leitt til þess að foreldrar þurfa að taka erfiðar ákvarðanir. Það er því mikilvægt að allar þessar rannsóknir á meðgöngu séu kynntar sem valkostur, en ekki sjálfkrafa vanagangur, sem konan gengur hugsunarlaust inn í vegna þess að hún eigi að gera það. Það er mikilvægt að þunguð kona og maki hennar viti tilganginn með því meðgöngueftirliti sem þeim stendur til boða, að þau séu meðvituð um það sem sónarinn til dæmist getur leitt í ljós, að tilgangurinn sé ekki bara sá að fullvissa þau um að allt sé í lagi, að þau fái fyrstu myndina í mynda- albúmið, heldur séu þau líka meðvituð um þær ákvarðanir sem þau gætu þurft að standa frammi fyrir. Og þegar og ef niðurstaðan er ekki fóstrinu í vil, að þau fái þann stuðning og þá umhyggju sem þau þurfa í þeirri ákvörðun sem þau sjálf taka. Heimildir 1. Árnason V. Siðfræði lífs og dauða. Reykjavík: Siðfræðistofnun Háskóla íslands; 1993. Læknablaðið 2001/87 467
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.