Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 80

Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 80
UMRÆÐA & FRÉTTIR / A F SJÓNARHÓLI STJÓRNAR Alvarlegt ástand meðal unglækna Jón M. Kristjánsson Höfundur er formaöur Félags ungra lækna. Sjónarmiö þau er fram koma í pistlunum Af sjónarhóli stjórnar eru höfundar hverju sinni og ber ekki að taka sem samþykktir stjómar LÍ. Mikill skortur er nú á unglæknum á Land- spítala háskólasjúkrahúsi og á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Einnig vantar eins og þekkt er lækna í nám og störf við heilsugæslustöðvar landsins og er útlit fyrir enn meiri skort á næstu árum. Skorturinn leiðir, eins og alltaf til aukins álags á þeim sem eftir eru. Vaktaálag á sjúkrahúsunum hefur aukist rnikið síðustu ár. Þannig hefur fjöldi sjúklinga sem leitaði á bráðamóttökuna við Hringbraut þre- faldast frá 1988 til 2000 og í mars síðastliðnum leituðu 1525 sjúklingar á bráðamóttökuna og var það annar annasamasti mánuðurinn frá upphafi. A þessu tíma- bili hefur unglæknum á vakt aðeins verið fjölgað um einn og það aðeins á milli klukkan 16 og 20, þegar viðkomandi sjúkrahús sinnir bráðavakt. Þetta hlýtur að þýða að meðaltali nærri þrefalt aukið álag á hverri vakt fyrir hvern starfandi unglækni auk þess sem útskriftarárgangar fóru minnkandi í læknadeild á ofangreindu tímabili. Árið 1988 útskrifuðust 52 kandídatar frá læknadeild Háskóla Islands en aðeins 33 árið 2000 sem þýðir um þriðjungi fleiri vaktir í mánuði fyrir hvern aðstoðarlækni og er þá ekki tekið tillit til þess að fjórðungur aðstoðarlækna er á hverjum tíma við störf á heilsugæslustöð, en síðast- liðið sumar varð þriggja mánaða heilsugæsluskylda á ný hluti af kandídatsári. Algengt er að aðstoðar- læknar vinni um sjö til átta sólarhringsvaktir í mánuði á lyf- og handlækningadeildum en sums staðar er álagið enn meira, til dæmis hafa um nokkurra mánaða skeið aðeins verið þrír unglæknar á barna- deildinni við Hringbraut og eru þeir því á þrískiptum vöktum. Aukin vaktabyrði unglækna þýðir einnig aukið álag á unglækna við deildarvinnu þar sem aðstoðarlæknar fara heim að morgni dags eftir sólar- hringsvaktir. Þeir sem eftir eru hlaupa þá undir bagga á þeirri deild sem sá aðstoðarlæknir sinnir annars. Þetta er mikið vandamál þegar jafnmikill skortur er á aðstoðarlæknum og raun ber vitni, þannig að jafnvel getur verið um að ræða að enginn unglæknir sinnir deild þess sem er heima aftir vakt. Tekið hefur verið upp svokallað næturvaktarkerfi (night-float) á lyflækningadeildinni í Fossvogi sem byggir á því að ákveðnir unglæknar sinna nætur- vöktum nokkra sólarhringa í senn en aðrir eru aðeins á vöktum til miðnættis á meðan. Önnur breyting sem fylgir þessu kerfi er að deildarlæknir er á vakt að nóttu í stað aðstoðarlæknis en fjöldi unglækna á vakt er eftir sem áður óbreyttur. Reynslumeiri unglæknir er því í húsinu að nóttu til. Þannig minnkar vaktaálag aðstoðarlækna til muna en eykst vitaskuld hjá deildarlæknum. Skiptar skoðanir eu meðal unglækna um ágæti þessa kerfis en af hálfu stjórnar sjúkra- hússins er stefnt að því að setja það á á lyfjadeildum, skurðdeildum og barnadeildum í báðum húsum, þrátt fyrir að fjöldi unglækna sé hvergi nærri nógu mikill eins og er. Afar einkennilegt var að heyra háttsetta menn innan sjúkrahússins lýsa því yfir í útvarpi nýlega að vinnuálag unglækna sé hreint ekki mikið og það heyri til undantekninga að unglæknar séu á vakt í sólarhring í senn og ennfremur að þegar unglæknir ynni slíka vakt fengi hann oftast sex til sjö tíma hvíld yfir nóttina sem er mjög fjarrri sanni. Þessi afstaða endurspeglar mjög glögglega skilningsleysi stjórn- enda sjúkrahússins á vinnuálagi unglækna. Núverandi ástand er óásættanlegt fyrir unglækna og nauðsynlegt er að hefja strax markvissar aðgerðir sem miða að því að fjölga starfandi unglæknum og minnka álag á þeim, annars vegar með því að auka enn fjölda lækna sem útskrifast árlega úr læknadeild og hins vegar með því að reyna að tryggja að ung- læknar sjái sér hag í því að vinna þrjú til fjögur ár á ís- landi eftir útskrift í stað þess að fara utan eftir eitt og hálft til tvö ár eins og nú gerist í auknum mæli. Fjölg- un læknanema skilar augljóslega ekki árangri fyrr en eftir sex ár hið minnsta og líklegra er að árangurinn verði takmarkaður ef starf unglækna er ekki sam- tímis gert meira aðlaðandi með minnkuðu vinnu- álagi. Nýlega voru kynntar hugmyndir að endur- skipurlagi á stöðum deildarlækna á Landspítala háskólajsúkrahúsi sem fela meðal annars í sér aukna ábyrgð og þjálfun deildarlækna, en einnig að tveggja ára stöður séu eigi að fást metnar til fulls við sérnám erlendis. Að mínu mati er það grundvallaratriði að unnið verði hörðum höndum að slíkri viðurkenningu á framhaldsnámi íslenskra unglækna, ekki aðeins á Norðurlöndum heldur einnig í öðrum löndum þar sem íslenskir læknar stunda framhaldsnám. Slík breyting fjölga unglæknum sem staldra við á ís-landi í þrjú ár eða lengur eftir útskrift og bæta þjálfun þeirra. Ég tel það því mikilvægt að vel verði tekið í þessar hugmyndir og sem fyrst gerðar nauðsynlegar breytingar. Til dæmis er ljóst að umbuna þarf sér- fræðingum sérstaklega fyrir að taka þátt í framhalds- menntun unglækna, enda ekki hægt sífellt að auka skyldur starfsfólks heilbrigðisgeirans án þess að það fái umbun fyrir. Skortur á unglæknum er vandamál allrar lækna- 468 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.