Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2001, Síða 92

Læknablaðið - 15.05.2001, Síða 92
UMRÆÐA & FRÉTTIR / KLÍNÍSKAR LEIÐBEININGAR forskriftinni: Fœkkum heilaáföllum! Gáttatif er talið orsök fimmtungs til fjórðungs af öllum heilaáföllum og hugsanlegt er að koma megi í veg fyrir allt að tvo þriðju þeirra með réttri blóðþynningu. Við höfum ákveðnar vísbendingar úr rannsóknum hér og erlendis að bæta megi meðferðina. Með leiðbeiningunum erum við að ýta á lækna að greina sem flesta og setja á rétta meðferð. A síðunni verður rakið skilmerkilega hver sé ávinningurinn af meðferð og hverjir ókostirnir. Þetta er vegið og metið og helst viljum við gera þetta þannig að sjúklingarnir komi inn í ákvarðanatökuna. Hins vegar er efnið í byrjun skrifað á læknamáli fyrir lækna. Framtíðarsýnin er sú að góðar leiðbeiningar fylgi til sjúklinga og þar lítum við ekki síst til reynslu Skota sem hafa verið með mjög stóra vinnuhópa þar sem fulltrúar úr sjúklinga- hópum taka þátt i starfinu. Annað dæmi sem má taka er hópur sem fjallar um skimun fyrir ristilkrabba- mein. Þar hefur vantað mikið upp á að efni sé tiltækt læknum. Sá hópur hefur starfað í upp undir ár og unnið vandað efni og sömu sögu má segja um ýmsa fleiri hópa. Efni um klamýdíu er þegar tilbúið og hefur verið reynslukeyrt, athugasemdir komið fram og svarað eða brugðist við og efni um neyðar- gelnaðarvörn er vel á veg komið. Efnið um klamýdíu var sent til formanna nokkurra félaga, heimilislækna, barnalækna, kvensjúkdóma- og smitsjúkdómalækna. Þeir sjá um að senda efnið til allra sinna félagsmanna. Þar hafa þeir tækifæri til að koma með hugmyndir sínar á framfæri en þeir verða að styðja þær ein- hverjum faglegum rökum og helst heimildum. Svo þegar búið er að hafa efnið til skoðunar í ákveðinn tíma er það sett á vefinn með dagsetningum hvenær útgáfa er fyrirhuguð og hvenær verður farið í endurskoðun." Fyrir hvern er veríð að skrifa, sérfrœðinga í tiltölulega sérhœfðum greinum eða almenna lœkna? „Það er verið að skrifa fyrir alla lækna. Við höfum ekki haft inni klausu, eins og víða er gert, þar sem sagt er að leiðbeiningunum sé ætlað að ná til þessara eða hinna notendanna. Þetta efni er vísindalega unnið, bakgrunnurinn er sterkur og það gildir fyrir alla. Auðvitað gagnast þær meira þeim sem ekki starfa í viðkomandi starfsgrein og eru kannski gagnlegastar fyrir sérfræðinga í heilsugæslunni en það skiptir líka máli, til dæmis fyrir skurðlækni, að geta nálgast efni eins og hvernig eigi að meðhöndla háþrýsting og hjartasjúkdóma, sem er ekki hans sérgrein.“ Hvernig á að skrifa leiðbeiningar? „Oft telja menn sig auðvitað geta sest niður og skrifað leiðbeiningar en til er mjög markviss aðferðafræði sem við reynum að styðjast við. Að baki nokkrum síðum eru ef til vill fimm möppur af aðferðafræði. Eitt af því sem við gerum er að gefa skýrt til kynna hversu sterk vísindaleg sönnun sé að baki viðkomandi ráðleggingu. Þá er farið í gegnum allar stærstu rannsóknirnar og hve mikil gögn liggja að baki hverri ráðleggingu sést á bók- stafamerkingum. Ef miklar rannsóknir liggja að baki henni er hún merkt með bókstafnum A en ef tiltölulega litlar rannsóknir eru að baki henni stendur kannski C. Þetta segir hins vegar ekkert um hversu mikilvæg ráðleggingin er. Síðan geta nýjar rannsóknir breytt þessum merkingum og við eigum einmitt von á að þurfa að gera slíkar breytingar nú í sumar.“ Lendið þið ekki í verulegri vinnu við uppfœrslu þegarfram líða stundir? „Jú, það þarf að huga vel að því. Menn gera sér oft ekki grein fyrir því hve mikið mál þessi hluti er. Allt frá því að skoða reglulega hvort tengingar J Leiðbeiningar Siðferðislegar spurningar um rannsóknir í DANSKA LÆKNABLAÐINU VAR NÝVERIÐ GREIN EFI IR Povl Riis, sem er fyrrverandi ritstjóri blaðsins og mörgum íslenskum læknum að góðu kunnur, enda heiðursfélagi Læknafélags Islands. í greininni tekur hann fyrir ýmis álitaefni varðandi læknisfræðilegar rannsóknir út frá hags- munum fólks í þróunarlöndunum, sem oftast eru fyrir borð bornir. Tölfræðilegar staðreyndir sýna til að mynda að meðalaldur fólks, sem er um 70 ár í þróuðu löndunum, er víðast hvar undir 40 árum í verst settu samfélögunum í hópi þróunarlandanna. Þar sem ástandið er verst er meðalaldurinn um 30 ár. Utgjöld til heilbrigðismála eru hins vegar allt frá 344.470 krónum á mann á ári þar sem þau eru hæst niður í 1017 krónur (gengi 3. apríl 2001) á mann þar sem ástandið er verst samkvæmt tölum frá Alþjóðar heilbrigðisstofnuninni (WHO). Það er því engin furða að sjónir manna beinist nú mjög að því hvemig bæta megi úr þessu ástandi. Povl Riis er ekki fullsáttur við orðalag í nýsam- þykktri endurskoðun Helsinkiyfirlýsingarinnar. Það eru einkum ákvæði í 29. grein sem hann gerir athugasemd við: „Hagsbæturnar, áhættuna, byrðarnar og árangur- inn af nýrri aðferð ætti að prófa á móti bestu for- varna-, greiningar- og lækningaaðferðum, sem eru í notkun á hverjum tíma.“ Povl Riis óttast að þessi ákvæði verði til þess að aðrar rannsóknir, sem uppfylla þessar kröfur um bestu aðferðir á hverjum tíma, sitji á hakanum. Hann 480 Læknablaðið 2001/87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.