Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2001, Qupperneq 97

Læknablaðið - 15.05.2001, Qupperneq 97
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐAPISTILL 133 Forvarnír Jóhann Heiðar Jóhannsson Netfang: johannhj@Iandspitali.is Dægradvöl VIII fyrst kemur slen og ólyst sinnis og lima, mæði og þreyta af hvörju einu, veiklegt yfirbragð, svitaleysi eður kaldur sviti þá sjaldan merkist, síðan fara smáblettir að koma út um fætur, læri, handleggi og hendur, bláir, lífrauðir og gráir að lit, tannhold bólgnar og blæðir hvað lítið sem við það kemur, fæturnir þrútna, einkum undir kvöldið og altíð eru sjúklingarnir verstir þegar þeir vakna eður hafa hvílt sig; (« Nýlega barst fyrirspurn um íslenska orðið forvarnir. Óskað var eftir þýðingu yfir á enska tungu. Undirritaður leysti verkefnið með því að fletta upp í Iðorðasafni lækna, en þar er nafnorðið forvörn þýðing á enska orðinu prevention. Af þessu tilefni rifjaðist upp að undirritaður hafði áður sett saman hugleiðingu um forvarnir, en ekki birt í íðorðapistli. Forvarnir í ordabókum Islenska alfræðiorðabókin útskýrir forvarnir þannig: hvers kyns ráðstafanir sem œtlað er að koma í veg fyrir sjúkdóm og tilgreinir þrjú dæmi: tannhirða, bólusetning og sérstakt matarœði. Eintöluorðið forvörn má finna í íðorðasafni lækna sem þýðingu á enska heitinu prevention. Fleirtöluorðið forvarnir er ekki skilgreint í Iðorðasafninu, en kemur þó fyrir á nokkrum stöðum í skýringum sem fylgja öðrum orðum eða hugtökum og virðist notað um ýmsar ráðstafanir sem ætlað er að koma í veg fyrir sjúk- dóma. Þá má nefna að Ensk-íslensk orðabók Arnar og Örlygs birtir nafnorðið forvörn sem þýðingu á grísk-latneska fræðiheitinu prophylaxis, það aðfyrir- byggja sjúkdóm. Flett var einnig upp í gagnagrunni ritmálsskrár Orðabókar Háskólans. Elstu tilgreindu dæmin um notkun heitanna „forvöm“ og „forvarnir" voru frá árunum 1984-1988. Orðskýringar eru þar ekki miklar, en af dæmunum má ráða að forvarnir eigi heima framar (eða fyrr) í tímaferli ákveðinnar atburðarásar en varnir. Forvarnir á Netinu Þó að heitið forvarnir sé nýlegt er það þegar mikið notað. Leitað var á Alnetinu að orðinu „forvarnir". í ljós komu nærri 3000 íslenskar færslur (síður). Flestar tengdust forvörnum vegna ávana- og fíkniefna, en einnig mátti finna efni um forvamir gegn hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini, geðsjúkdómum, höfuðáverkum, heimilisofbeldi, tölvuveimm, hrossa- sótt, eignatjónum og ránum úr verslunum. Undirritaður hafði ekki tök á því að skoða síðurnar nógu gaumgæfilega til þess að geta birt fræðilega marktæka niðurstöðu um samræmið í notkun orðsins forvarnir, en fékk þó á tilfinninguna að það væri nokkuð gott, þó ekki væri alltaf gerður munur á vörn og forvörn. Dæmi um þær ógöngur, sem menn geta lent í þegar verið er að búa til mjög sértæk orð, koma hins vegar fram í heitunum frumforvarnir, komið er í veg fyrir sjúkdóm, síð- forvarnir. komið er í veg fyrir að sjúkdómur þróist, og lokaforvarnir. komið er í veg fyrir að sjúkdómur versni. Forvarnir í lögum Af íslenskum lagatextum sem innihalda orðið forvarnir má benda á læknalög, forvarnir vegna sjúkdóms, barnaverndarlög, tillögur og ábendingar um atriði sem stuðla að því að búa börnum og ungmennum góð uppeldisskilyrði, lögreglulög, skulu hafa gagnkvœmt samstarf um verkefni sem tengjast löggœslu, svo sem forvarnir, og lög um sóttvarnir, heimilt er þó að undanþiggja greiðsluhlutdeild sjúklinga sem leita til sérdeilda sem stunda forvarnir. Varnir, forvarnir I greinargerð um frumvarp til laga um hjálmanotkun hestamanna kemur fram sú aðgreining á hugtökunum varnir og forvarnir, sem undirrituðum finnst æskileg í fræðilegri umræðu. Hlífðarhjálmar eru þar sagðir ein besta vörnin gegn slysum í tengslum við hestamennsku, en það að setja lög og reglugerðir um hjálmaskyldu hestamanna er talið til forvarna gegn höfuðmeiðslum. Á sama hátt má líta svo á að smokkurinn sé vörn (E. defense, G. phylaxis) gegn því að smitast af kynsjúkdómi, en hins vegar að fræðsla um kynlíf, kynsjúkdóma, smitleiðir þeirra og um smitvarnir beri að teljast til forvarna (E. prevention, G. prophylaxis) gegn kynsjúkdómum. Dægradvölin Síðasta dægradvöl var tekin úr bókinni Menning og meinsemdir, Ritgerðasafni um mótunarsögu íslenzkrar þjóðar og baráttu hennar við hungur og sóttir, eftir prófessor Jón Steffensen. í ritgerðinni Hungursóttir á íslandi fjallaði hann meðal annars um skyrbjúg og tilvitnunin í síðasta pistli lýsir lokastigi hans (bls. 354). Prófessor Jón sótti tilgreinda lýsingu í aðra ritgerð um skyrbjúg og mun eldri, eða frá 1753: A treatise of the scurvy, eftir James Lind. I ritgerð sinni fjallaði prófessor Jón um „sóttir sem hallærum fylgdu" og hann nefndi „landfarsóttir og hungursóttir". Hann hafði kannað fornar heimildir um sóttir sem ollu mannfelli í tengslum við vaneldi og sult. Fram kemur „... að oft er erfitt að gera sér grein fyrir, við hvaða sjúkdóm muni átt, þegar aðeins er getið sjúkdómsheitis, en engin nánari lýsing á sjúkdómnum fylgir, ..." Sem dæmi nefnir hann nokkur önnur heiti sem hann telur hafa verið notuð um sjúkdóminn skyrbjúg í gömlum annálum: kreppa, kreppusótt, hettusótt og hneppusótt. Lýsing Sveins Pálssonar á einkennum skyrbjúgs (bls. 355) er ekki síður litrík (dægradvöl VIII), en sú sem höfð var eftir James Lind í síðasta pistli. Læknablaðið 2001/87 485
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.