Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2001, Page 99

Læknablaðið - 15.05.2001, Page 99
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FARALDSFRÆÐI 7 Faraldsfræði í dag Líkur og hlutfallslíkur María Heimisdóttir Netfang: mariah@decode.is Líkindi (likelihood) á tiltekinni útkomu (outcome) má setja fram á tvo vegu, annars vegar sem líkur (probability) og hins vegar sem hlutfallslíkur (odds). f>ó í þessum hugtökum felist sömu upplýsingar er á þeim blæbrigðamunur og þau eiga misvel við eftir aðstæðum. Öll þessi hugtök (líkindi, líkur og hlutfallslíkur) eiga við þegar við höfum áhuga á að vita hver eru líkindi á ákveðinni útkomu en ekki öllum mögu- legum útkomum. Heildarlíkur á öllum útkomum hljóta jú alltaf að vera 100%, um safn allra útkoma ríkir fullvissa. Með útkomu er hér átt við atburð, oftast einn af mörgum, sem tengist ákveðnum klínískum aðstæðum, en þarf ekki að vera afleiðing þeirra. Sú útkoma sem athyglin beinist að í hverju tilviki er kölluð markútkomu (index outcome). Líkur gefa líkindi á markútkomunni til kynna sem líkur af hundraði (percent probability). Þannig eru líkindi á markútkomunni bornar saman við líkindi á öllum hugsanlegum útkomum, að markútkomunni meðtalinni. Ef tíkalli er kastað 100 sinnum má reikna með að skjaldarmerkið komi upp 50 sinnum og fiskurinn 50 sinnum (ef við gerum ráð fyrir að peningurinn lendi annað hvort á skjaldarmerki eða fiski en aldrei á röndinni). Líkurnar á að skjaldar- merkið komi upp ef við köstum peningnum einu sinni eru þá 50 af 100 eða 50%. Líkindi á markút- komunni eru þannig talin tvisvar, einu sinni í nefnar- anum og einu sinni í teljaranum. Líkur gefa því til kynna líkindi sem hluta af heild. Hlutfallslíkur bera hins vegar líkindi á mark- útkomunni saman við líkindi á útkomum öðrum en markútkomunni. Þannig eru hlutfallslíkur reiknaðar með því að deila í líkindi á markútkomunni með líkindum á útkomum öðrum en markútkomunni. Ef við köstum peningnum einu sinni eru hlutfallslíkur á að skjaldarmerkið komi upp þannig 50/50, eða einn. Hlutfallslíkur gefa líkindi þannig til kynna sem hlutfall tveggja stærða. Flestir eru vanir að hugsa um líkindi á formi líka frekar en hlutfallslíka, nema auðvitað þeir sem stunda veðmál en þar eru horfurnar yfirleitt settar fram sem hlutfallslíkur. Utan veðbanka getur þó oft verið gagnlegt að nota hlutfallslíkur fremur en líkur, sérstaklega við ákvarðanagreiningu (decision analysis). Ástæðan er sú að hlutfallslíkur auðvelda yfirleitt þá útreikninga sem notaðir eru við ákvarðanagreiningu og í sumum tilfellum er einfaldlega alls ekki hægt að nota líkur. Hér er átt við einfalda ákvarðanagreiningu varðandi einstaka sjúklinga sem beitt er við klíníska vinnu og byggist á almennum hugtökum klínískrar faraldsfræði, svo sem spágildi (predictive value) og líkindahlutfalli (likelihood ratio). Hlutfallslíkur koma einnig við sögu við mat á áhættu meðal hópa einstaklinga. Þannig eru hlutfallslíkur á áreiti meðal mismunandi sjúklingahópa notaðar til að finna hlutfall hlutfallslíka (odds ratio) í sjúklingasaman- burðarrannsóknum. Klínísk ákvarðanagreining og sjúklingasamanburðarrannsóknir verða rædd nánar síðar en rétt er að gera hér stuttlega grein fyrir þeim eiginleikum hlutfallslíka sem þyngst vega við notkun og túlkun þeirra. Hlutfallslíkur eru ósamhverfar samkvæmt skilgreiningu. Hlutfallslíkur að gildi 1 jafngilda 50% líkindum. Ef líkindi eru minni en 50% liggja hlutfallslíkurnar milli 0 og 1. Ef líkindi eru meiri en 50% geta hlutfallslíkur haft gildi frá 1 og upp í óendanlegt. Hlutfallslíkur eru þannig ekki sam- hverfar um gildið 1 eins og virst gæti í fljótu bragði. Hlutfallslíkur vaxa æ hraðar (exponential) eftir því sem líkindin aukast en líkur vaxa línulega, jafnt og þétt. Hlutfallslíkur hafa engin efri mörk, ekki er hægt að gefa fullvissu eða 100% líkindi til kynna í formi hlutfallslíka. Hins vegar geta hlutfallslíkur verið óendanlega háar þannig að nálgist 100% líkindi en ná þó aldrei fullvissu. Ef á að sýna 100% líkindi sem hlutfallslíkur verður annað hvort að velja óendanlega stóra tölu í teljarann eða setja núll sem nefnarann - en hvorugt er mögulegt. Líkur og hlutfallslíkur eru þannig náskyld hugtök, eru í raun aðeins mismunandi form sömu upplýsinga og gagnlegt er að hafa hvoru tveggja á reiðum höndum. Auðvelt er að breyta einu forminu í annað eins og eftirfarandi formúlur bera með sér. Líkindum (L) breytt í hlutfallslíkindi (HL): HL = L/(l-L) Hlutfallslíkindum (HL) breytt í líkindi (L): L = HL/(1+HL). Læknablaðið 2001/87 487
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.