Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2001, Page 16

Læknablaðið - 15.10.2001, Page 16
FRÆÐIGREINAR / VIÐHORF TIL ENDURLIFGUNAR smitsjúkdóma eins og HIV sýkingu. Niðurstöður þeirrar könnunar sem hér er greint frá, að það myndi ekki breyta neinu um þátttöku í endurlífgun að munn við munn öndunaraðstoðin yrði afnumin, koma því talsvert á óvart og gætu bent til að þessi mál séu í betri farvegi hérlendis. Nýleg grein Garðars Sigurðs- sonar og Gests Þorgeirssonar unt starfsemi neyðar- bílsins 1991-1996 sýnir hins vegar að endurlífgun var reynd af nærstöddum í um 43% tilfella þegar vitni voru að hjarta- eða öndunarstoppi (9), sem er lægra hlutfall en búast hefði mátt við, með hliðsjón af niðurstöðum þeirrar könnunar sem hér er greint frá. Ef til vill dregur það aðeins úr gildi niðurstaðna könnunarinnar að einungis höfðu 6% aðspurðra ein- hverja reynslu af þátttöku í endurlífgun. í ljós hefur komið að það eru ekki síst læknar, hjúkrunarfræðing- ar, sjúkraflutningsmenn og aðrir heilbrigðisstarfs- ntenn sem eru tregir til að framkvæma munn við munn öndun hjá ókunnugum, en þetta fólk er mun líklegra til að hafa tekið þátt í endurlífgun en almenn- ir borgarar. Sú staðreynd að fáir hafa reynslu af þátt- töku í endurlífgun skýrir ef til vill að hluta til þá af- stöðu, að það myndi engu breyta fyrir þátttöku að- spurðra í endurlífgun að framkvæmd hennar yrði ein- földuð með því að taka út munn við munn öndun. Það skiptir oftast sköpum fyrir sjúkling sem fer í hjartastopp að grunnendurlífgun sé hafin sem allra fyrst eftir að sjúklingurinn hnígur niður. Hjartahnoð getur, ef það er framkvæmt rétt, viðhaldið sleglahrað- takti og sleglaflökti lengur en ella og aukið þannig líkur á að hægt sé að beita raflosti með árangri eftir að sjúkrabifreið kemur á vettvang. Ekki er fýsilegt að gefa raflost ef sleglatakttruflunin hefur þróast yfir í rafleysu. Ef ekki er framkvæmt hjartahnoð eru líkur á árangursnku raflosti aðeins um 50% eftir fimm mínútna hjartastopp (10). Meðalviðbragðstími sjúkrabifreiðar á Stór-Reykjavíkursvæðinu er um 4,6 mínútur (9) og má leiða að því líkum að það líði allt að mínúta til viðbótar þar til raflost er gefið. Endurlífgun með ntunn við munn blæstri og hjartahnoði hefur stundum þótt flókin fyrir almenn- ing og komið hefur í ljós að það er fyrst og fremst framkvæmd öndunaraðstoðarinnar sem mönnum reynist erfitt að muna (11). Á allra síðustu árum hefur verið talsvert skoðað bæði í dýralíkönum og hjá mönnum hversu mikilvæg- ur öndunarþátturinn er í raun við endurlífgun (12-15). Niðurstöður þessara rannsókna sýna að árangur af endurlífgun með hjartahnoði einu virðist vera sams konar og ef beitt er bæði hjartahnoði og munn við munn öndunaraðstoð. Þessi staðreynd gæti mögulega haft veruleg áhrif á bæði kennslu og fram- kvæmd endurlífgunar fyrir almenning á næstu árum. Sér í lagi gæti þetta orðið til að minnka mikilvægi öndunaraðstoðarinnar á fyrstu mínútum hjarta- stopps utan sjúkrahúss og það myndi einfalda fyrstu viðbrögð allverulega. Áhersla yrði lögð á að kalla til sérhæfða aðstoð (sjúkrabifreið) og hefja síðan hjarta- hnoð þar til aðstoð bærist. Rétt er að ítreka að hér er fyrst og fremst átt við viðbrögð á fyrstu mínútum við hjartastoppi sem vitni eru að og á sér stað hjá fullorðnunt utan sjúkrahúss. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna íslendinga í jákvæðu ljósi og gefa til kynna að þeir séu boðnir og búnir til að aðstoða náungann í neyð. Á sama tíma hafa áherslur í endurlífgun utan sjúkrahúss verið að skerpast og hlutur öndunaraðstoðar á fyrstu mínútum hjartastopps er líkast til ekki jafnmikilvægur og fyrr var talið. Mögulegt er því að vinnulag framkvæmdar endurlífgunar utan sjúkrahúss hjá almenningi eigi eftir að breytast á næstu árum. Jákvæðni Islendinga í garð framkvæmdar endurlífgunar hjá ókunnugum eykur bjartsýni á að kynningu á nýjungum í þessa veru gæti verið vel tekið. Þakkir Rannsókn þessi var styrkt af Rauða krossi Islands, Landssamtökum hjartasjúklinga á Islandi og í Reykjavík, A. Karlssyni hf. og Pharmaco hf. Heimildir 1. Cummins RO, Ornato JP, TTiies WH, Pepe PE. Improving survival from sudden cardiac arrest: the chain of survival concept: a statement for health professionals from the Advanced Cardiac Life Support Committee of the American Heart Association. Circulation 1991; 83:1832-47. 2. Cummins RO, Eisenberg MS, Hallstrom AP, Litwin PE. Survival of out of hospital cardiac arrest with early initiation of CPR. Am J Emerg Med 1985; 3:114-8. 3. Eisenberg MS, Berger L, Hallstrom AL. Cardiac resuscitation in the community. JAMA 1979; 241:1905-7. 4. Brenner B, Stark B, Kaufman J. The reluctance of house staff to perform mouth to mouth resuscitation in the inpatient setting: what are the considerations? Resuscitation 1994; 28: 185-93. 5. Ornato JP, Hallagan LF, McMahan SB, Peeples EH, Rostafinski AG. Attitudes of BCLS instructors about mouth to mouth resuscitation during the AIDS epidemic. Ann Emerg Med 1990; 19:151-6. 6. Locke CJ, Berg BA, Sanders AS, Davis MF, Milander MH, Kern KB, et al. Bystander cardiopulmonary resuscitation: concerns about mouth to mouth contact. Arch Int Med 1995; 155: 938-43. 7. Brenner BE. Reluctance of internists and medical nurses to perform mouth to mouth resuscitation. Arch Int Med 1993; 153:1763-9. 8. Locke CJ, Berg RA, Sanders AS, Davis MF, Milander MH, Kern KB, et al. Bystander cardiopulmonary resuscitation: concerns about mouth to mouth contact. Arch Intern Med 1995; 155: 938-43. 9. Sigurðsson G, Þorgeirsson G. Sérhæfð endurlífgun utan sjúkrahúsa á Reykjavíkursvæðinu 1991-1996. Læknablaðið 2000; 86: 669-73. 10. Cummins RO. From concept to standard of care? Review of the clinical experience with automated external defibrillators. Ann Emerg Med 1989; 18:1269-75. 11. Ewy GA. Cardiopulmonary resuscitation-strengthening the links in the chain of survival. N Engl J Med 2000; 342:1599-601. 12. Berg BA, Kern KB, Sanders AB, Otto CW, Hilwig RW, Ewy GA, et al. Bystander cardiopulmonary resuscitation. Is venti- lation necessary? Circulation 1993; 88:1907-15. 13. Berg BA, Kern KB, Hilwig RW, Berg MD, Sanders AB, Otto CW, et al. Assisted ventilation does not improve outcome in a porcine model of single-rescuer bystander cardiopulmonary resuscitation. Circulation 1997; 95:1635-41. 14. Bossaert L, Van Hoeyweghen R, for the Cerebral resuscita- tion study group. Evaluation of cardiopulmonary resuscitation techniques. Resuscitation 1989; 17/Suppl: S99-S109. 15. Hallstrom A, Cobb L, Johnson E, Copass M. Cardiopulmo- nary resuscitation by chest compression alone or with mouth- to-mouth ventilation. N Eng J Med 2000; 342:1546-53. 780 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.