Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2001, Qupperneq 24

Læknablaðið - 15.10.2001, Qupperneq 24
FRÆÐIGREINAR / ÍFARANDI SVEPPASÝKINGAR meðaltali eftir 25 vikna meðgöngu en erlendar rann- sóknir hafa leitt í ljós að börn sem fæðast innan 32 vikna meðgöngu eru í aukinni hættu á að fá blóðsýk- ingar af völdum sveppa (5). Þessu til viðbótar voru margir af öðrum þekktum áhættuþáttum alvarlegra sveppasýkinga til staðar hjá fyrirburunum svo sem djúpir æðaleggir, notkun barkstera og breiðvirkra sýklalyfja. Benjamin og félagar hafa sýnt fram á að notkun á þriðju kynslóðar kefalósporínum hjá veik- um nýburum er sjálfstæður áhættuþáttur blóðsýkinga af völdum Candida (14). Niðurstöður okkar eru í sam- ræmi við þetta því að algengast var að sjúklingarnir hefðu fengið breiðvirk kefalósporín, vankómýsín og amínóglýkósíða áður en sveppasýkingin greindist. Sumar rannsóknir benda til að Candida í þvagi geti verið fyrirboði blóðsýkingar hjá fyrirburum (15), en í okkar rannsókn er um of fá tilfelli að ræða til þess að unnt sé að fjölyrða urn það. Einkenni sveppasýkingar hjá fyrirburunum voru um margt ólík einkennum hjá eldri börnunum, þar sem sjúkdómsmyndinni svipaði fremur til þeirrar er birtist hjá fullorðnum. í stað hita fengu fyrirburarnir til að mynda allir vaxandi öndunarerfiðleika og einn fékk blóðþrýstingsfall. Af öðrum einkennum sem geta komið fram hjá fyrirburum má nefna þaninn kvið, blóðugar hægðir eða útbrot (16). Mörg þessara einkenna eru ósértæk og oft er erfitt að átta sig á af hvaða toga sýkingin er. I ljósi þess að tíðni alvarlegra sveppasýkinga meðal fyrirbura fer vaxandi bæði hér og erlendis og að dánartíðnin er há er mikilvægt að hafa umrædda greiningu í huga og bregðast skjótt við með því að rækta blóð og fjarlægja æðaleggi. Þá geta ræktanir á æðaleggsendum gefið gagnlegar klínískar upplýsingar, en misbrestur var stundum á að það væri gert. í erlendum rannsóknum hefur komið fram að dánartíðni nýbura með alvarlegar sveppasýkingar er á bilinu 43-54% (3). Allir fyrirburarnir fimm sem greindust með sveppasýkingu í blóði á rannsóknar- tímabilinu læknuðust af sýkingunni, þrátt fyrir að tveir þeirra hafi fengið dreifða sýkingu og er dánar- tíðni nýbura með þessar sýkingar hérlendis því lægri en búast hefði mátt við. Einn fyrirburi lést af völdum dreifðrar Candida sýkingar en í því tilviki voru blóð- ræktanir í tvígang neikvæðar. Víðast hvar hefur C. albicans verið algengasti gersveppurinn sem ræktast úr blóði fyrirbura á vökudeildum en á sumum erlend- um sjúkrahúsum eru hins vegar dæmi þess að önnur tegund gersveppa, C. parapsilosis, hafi náð yfirhönd- inni (17). C. parapsilosis vex vel í næringarlausnum sem gefnar eru í æð og ræktast auk þess oft frá hönd- um starfsfólks (17,18). Umrædd tíðniaukning hefur því verið rakin til aukinnar notkunar djúpra æða- leggja og gjafar á næringu í æð, svo og til smits frá umhverfinu. Enginn fyrirburanna í þessari rannsókn var sýktur með C. parapsilosis, þó svo að allir væru með djúpa æðaleggi og flestir með næringu í æð, en C. albicans ræktaðist í fjórum af fimm sýkingartil- vikum. Þau börn sem ekki voru fyrirburar og greindust með sveppasýkingu í blóði voru með alvarlega og margbreytilega sjúkdóma. Kom á óvart að ekkert þeirra var með illkynja sjúkdóm, þar sem vitað er að krabbameinssjúk börn eru í aukinni hættu á að fá blóðsýkingar og dreifðar sýkingar af völdum sveppa (3,6). Eitt barn með brátt eitilfrumuhvítblæði greind- ist við vefjarannsókn án þess að blóðræktun væri já- kvæð. Niðurstöður okkar eru því hliðstæðar niður- stöðum rannsóknar MacDonald og félaga en af 24 börnum sem greindust með sveppasýkingu í blóði var aðeins eitt barn með illkynja sjúkdóm (4). Gersveppurinn C. albicans var algengasta orsök sveppasýkinga í blóði á öllu rannsóknartímabilinu (9) en C. parapsilosis ræktaðist í tveimur tilvikum og Candicia glabrata í einu. Erlendis hefur hlutur sýk- inga með ekki-albicans gersveppum hins vegar aukist víðast hvar á undanförnum árum, einkum sýkinga af völdum C. parapsilosis eins og getið er um hér að ofan (17,19). Slík þróun virðist ekki hafa átt sér stað hérlendis. Allir sveppastofnarnir voru næmir fyrir flúkonasóli (lágmarksheftistyrkur undir 16|i,g/mL) og amfóterisíni B (lágmarksheftistyrkur undir lp,g/mL) (sjá töflu III). C. albicans var almennt næmari fyrir sveppalyfjunum en aðrar tegundir og er það í sam- ræmi við niðurstöður erlendra rannsókna (19). II. Dreifð Candida sýking greind við krufningu eða vefjarannsókn: Þegar litið er sérstaklega til þeirra barna sem ekki voru með sannaða blóðsýkingu en greindust með alvarlega ífarandi sveppasýkingu við krufningu (tvö börn, þar af eitt andvana fætt) eða vefjarannsókn (eitt barn) kemur í ljós hversu torveld greining slíkra sýkinga getur verið. Þannig voru að- eins 43% sjúklinga með dreifða Candida sýkingu með jákvæðar blóðræktanir samkvæmt rannsókn Berenguer og félaga (20). I okkar rannsókn voru alls sex börn með dreifða Candida sýkingu, en af þeim voru aðeins þrjú með jákvæða blóðræktun og eitt sýktist í móðurkviði. Niðurstöður okkar eru því í samræmi við rannsókn Berenguer og félaga (20) og undirstrika það hversu ósértæk einkenni dreifðrar sveppasýkingar geta verið. Þá geta ýmsir aðrir sjúk- dómar og lyf hulið sýkingarmyndina. III. Heilahimnubólga af völdum Candida ger- sveppa: Tvö börn fengu heilahimnubólgu af völdunt C. albicans á rannsóknartímabilinu. Annað barnið var með heilahaul (encephalocele) í koki en hitt barnið var með mýelóperoxíðasaskort og hefur því tilfelli verið lýst áður (21). Samkvæmt erlendum rannsóknum verður dreifð sýking hjá allt að 40% barna með heilahimnubólgu af völdum sveppa (11) en athygli vakti að hvorugt barnanna í þessari rann- sókn hafði staðfesta sýkingu utan miðtaugakerfis og bæði lifðu. Litlar upplýsingar eru til um horfur barna með heilahimnubólgu af völdurn sveppa, en ef aðrir 788 Læknablaðið 2001/87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.